Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
"He lied"
Ég er í Bandaríkjunum þessa dagana og fylgist auðvitað með öllu varðandi forkosningarnar. Aðaldagurinn er í dag - og margt mun skýrara í kvöld en það er þessa stundina.
Ég ræddi í gærkvöldi við nokkra Bandaríkjamenn um hver þeir teldu líkleg úrslit úr þessum forkosningum. Öll voru þau sammála um það að líklegra væri að Obama yrði frambjóðandi demókrata en Clinton en ekkert þorði þó að fullyrða að svo yrði - " I wouldn't bet money on it" eins og einn orðaði það. En öll voru þau líka sammála um það að ef Clinton verður frambjóðandi demókrata þá sé nánast víst að frambjóðandi repúblikana, hver sem hann verður, vinni forsetakosningarnar. Þau sögðu öll að andstaða hægri sinnaðra og frjálslyndra Bandaríkjamanna við Clinton hjónin væri slík að þeir myndu flykkjast á kjörstað til þess eins að styðja andstæðing hennar.
Og þegar ég spurði af hverju andstaðan við þau væri svona mikil - var aðalsvarið: "He lied" og var þá verið að vísa til þess að Bill Clinton hefði sagt ósatt í Lewinsky málinu. En eins og allir muna þá sagði Bill Clinton fyrir rétti: "I did not have sex with that woman" eða eitthvað í þá áttina. Upp komu síðan vangaveltur um það hvort hann hefði skrökvað eða ekki. Allt fór það eftir því hvernig hver og einn skilgreindi hvað er kynlíf og afhjúpaði að mínu mati betur en nokkuð annað ákveðinn tvískinnung Bandaríkjamanna á því sviði. Er það furða þó t.d. Frakkar hafi aldrei skilið um hvað Lewinsky málið snerist um.
En kvöldið verður spennandi - og ég er vondaufari fyrir hönd "míns" kandidats eftir umræðurnar. En við skulum spyrja að leikslokum. Og nýjustu fregnir herma að lhugsanlega muni það þeirra sem ekki vinnur verða varaforsetaefni þess sem vinnur.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Það væri óskandi að íslenskir kjósendur hefðu svona gott minni og refsuðu stjórnmálamönnum fyrir afglöp sín.
Ingólfur, 5.2.2008 kl. 15:24
það virðist ýmislegt benda til þess að obama muni sigra hann hefur allvega mikinn meðbyr og auk þess keppast frægar persónur að lýsa stuðningi við hann td. kennydy ættin eins og hún leggur sig ogfl. Hann virkar líka miklu frískari og ég held að óákveðnir munu flykkjast um hann þegar á reynir., held að margir vilji einfaldlega taka áhættu og breyta til. ekki clinton aftur þótt það sé frúin núna.
steiner (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:40
GO OBAMA !!!
Sema Erla Serdar, 5.2.2008 kl. 17:24
steiner:
Kennedy ættin eins og hún leggur sig styður ekki Obama. Alla vega tvö, ef ekki þrjú, barna Roberts Kennedy styðja Clinton. Frú Clinton mun seint reynast sameiningartákn fyrir bandaríska kjósendur - en Obama og McCain gætu hins vegar náð svo langt. Sjálfur vonast ég til þess að McCain sigri en gæti allt eins hugsað mér Obama. Báðir afar hæfir frambjóðendur, hvor með sínum hætti.
Góða skemmtun þarna vestra,
Ólafur Als, 5.2.2008 kl. 18:22
Athyglisvert hvað margar skynsamar manneskjur hafa mikinn áhuga á gervilýðræðinu í BNA!
Auðun Gíslason, 5.2.2008 kl. 20:36
Ég styð Omama, frúin er búin að stjórna með sínum eiginmanni og ég held að USA og þar með heimurinn allur hafi gott af fersku blóði í pólitíkana.
Þórgunnur Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:54
Hver voru þessi "öll"? Hissa ef þú hefur ekki rekist á aðdáendur Hill & Bill. Monicu málið var algjör tilbúningur republikana. Þeir eyddu gífurlegum upphæða í rannsóknanefndir þar sem þó nokkrir lykilmenn urðu uppvísir að ofbeldi gegn konum. Bill steig hliðarspor með konu utan hjónabands sem að hefur gerst áður og á eftir að gerast. Það var með vilja beggja og á ekki erindi í einhverja sakrannsókn. Bjó í Bandaríkjunum á þessum tíma og hann byggði framburð sinn á orðabók sem gaf merkinguna "having sex" sem "intercourse" og samkvæmt því var hann ekki að ljúga. Þessi "öll" hafa verið eitthvað "moral majority" gengi.
Gunnlaugur B Ólafsson, 7.2.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.