Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól

Gleðileg jól góðir lesendur, nær og fjær.  

Ég hef alltaf vitað að jólin koma, hvort sem maður er "búin að öllu" eða ekki. Það upplifði ég vel þessi jól. Vegna flutninga hefur jólaundirbúningur hjá mér verið í algjöru lágmarki. Ég náði ekki einu sinni að senda jólakort og vona að allir sem hingað til hafa fengið frá mér jólakort afsaki mér það. En það tókst að flytja, hálfu ári seinna en upphaflega var áformað. Jólamaturinn var borinn fram heldur seinna en venjulega en rjúpan bragðaðist eins vel og alltaf.

Miðnæturmessan finnst mér ætíð hápunktur aðfangadagskvöldsins. Að þessu sinni fór ég í Dómkirkjuna. Þar var troðfullt eins og mun vera í flestum kirkjum bæjarins og raunar landsins, á þessum tíma. Biskup Íslands fjallaði um jólaguðspjallið út frá nýju sjónarhorni, a.m.k. fannst mér það. Hann beindi sjónum að Jósef og hlutverki hans. Biskup benti réttilega á að Jósef er hálfgerð skuggapersóna í jólaguðspjallinu - en auðvitað hefur hann haft mjög veigamiklu hlutverki að gegna. Hann var jú einn í fjárhúsinu með Maríu og þar með þurft að veita þá aðstoð sem fæðandi kona þarf á að halda.

Predikun biskups vakti mig til umhugsunar um feður almennt og þeirra hlutskipti, ekki síst um jól og áramót. Ég veit um alltof marga feður sem ekki fá að hitta börnin sín yfir jólahátíðina af engri ástæðu annarri en þeirri að barnsmæðurnar þurfa að halda áfram að refsa þeim fyrir meintar misgjörðir. Og gera það með beittasta vopninu sem til er, börnunum.

Rétt er að taka fram að ég þekki líka dæmi um mæður sem eru í sömu stöðu. Þau dæmi eru þó færri, einfaldlega af því að það er sjaldgæfara að börn hafi fasta búsetu hjá feðrum. En þessi dæmi hafa sýnt mér að karlar og konur virðast haga sér eins þegar að þessum málum kemur og bæði kynin skirrast ekki við að beita börnum sem vopni í áframhaldandi stríði við hitt foreldrið. Og enn og aftur vil ég taka fram að hér er ég að tala um tilefnislausar umgengnistálmanir. Ég er ekki að tala um tilvik þar sem full ástæða er til að stöðva umgengni, eins og stundum þarf því miður að gera. 

Ég vildi óska þess að einhver leið væri til til að opna augu foreldra, sem láta svona, fyrir því hvað þau eru að gera börnunum sínum illt með háttsemi af þessu tagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála og gleðileg jól.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.12.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gleðileg jól, og takk fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.12.2007 kl. 11:57

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Heil og sæl Dögg,

Ég vil óska þér og þínum gleðilegra jólahátíðar og farsældar á komandi árum.  Megi árið 2008 færa ykkur gleði, frið og hamingju.  Takk fyrir góðar stundir á liðnum árum.

Óttarr Makuch, 26.12.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband