Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverðar niðurstöður

Það athyglisverðasta við þessa könnun er að frá síðustu könnun fyrir tveimur árum hefur þeim fækkað um níu prósentustig þeim sem styðja sölu létts víns í matvörubúðum.  Mér finnst það vísbending um að margvísleg fræðsla um skaðsemi áfengis er að skila sér betur.

Aðrar niðurstöður er í samræmi við það sem áður hefur komið fram:

  • Karlar styðja fremur en konur sölu á léttu víni í matvörubúðum.
  • Því yngri sem þú ert þeim mun líklegri ertu til að styðja sölu á léttu víni í matvörubúðum.
  • Mjög fáir styðja sölu sterks víns í matvörubúðum.

En hvar á að selja sterka vínið ef tillögur þeirra sem vilja létta vínið í matvörubúðirnar ná fram að ganga? Það virðist stundum gleymast í þessari umræðu hvernig sölutölurnar yfir áfengi eru.

Tölulegar staðreyndir eru þær að á árinu 2006 seldust 18,4 m.lítra af áfengi hér á landi. Af þessum lítrum voru 14,4 m.lítrar af bjór, 3,3 m.lítra af léttu víni og 708 þús. lítrar af sterku víni (heimild sjá hér). Sterka vínið er þannig u.þ.b. 4% af heildarmagni þess áfengis sem selst á ári hverju. Auðvitað mun salan á léttu og sterku áfengi haldast í hendur. Sala á léttu víni og sterku verður ekkert skilin að og þessar sölutölur sýna það sennilega betur en nokkuð annað.

Mér er það ekki fast á hendi að ríkið haldi einokun sinni á sölu áfengis. En mér finnst það algert grundvallaratriði að áfram verði gerð sú krafa að áfengi, létt sem sterkt, verði selt í sérstökum vínbúðum.


mbl.is Þjóðin klofin í afstöðu til sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Mér er það ekki fast á hendi að ríkið haldi einokun sinni á sölu áfengis. En mér finnst það algert grundvallaratriði að áfram verði gerð sú krafa að áfengi, létt sem sterkt, verði selt í sérstökum vínbúðum.

ég er algjörlega sammála þér

Einar Bragi Bragason., 3.12.2007 kl. 00:20

2 identicon

Ég á hálf bágt með að trúa að þér sé alvara með "Auðvitað mun salan á léttu og sterku áfengi haldast í hendur."

Var það tilfellið þegar bjórinn var lögleiddur? Það var það sama sagt þá, að aukin neysla myndi sýna sig í meiri neyslu sterks áfengis. Tilfellið varð þveröfugt, bjórneysla sprakk að sjálfsögðu, en sala sterks áfengis drógst stórkostlega saman, og er eins og þú bendir réttilega á aðeins um 4% af heildarmagni áfengis sem er selt. Varla myndirðu halda því fram að sterkt vín hafi verið 4% af seldu áfengi árið 1985, fyrir lögleiðingu bjórsins.  Þú áætlar hér þvert á við staðreyndirnar, að sala á sterku víni myndi aukast líka.

Ímyndaðu þér þetta svona. Maður gengur inn í Vínbúð og kaupir sér bjór. Fyrir framan hann stendur heill heimur alls kyns víns, þar á meðal sterks, og hann getur gripið hvaða flösku sem er fyrst hann er á svæðinu hvort sem er (til að kaupa bjórinn). Ímyndaðu þér sama mann ganga inn í matvörubúð og kaupa sér bjór. Til þess að fá sér sterkt vín líka þarf hann að fara sérstaka ferð í ÁTVR til að kaupa brennivínið. Það er auðséð að hann er miklu líklegri til að kaupa bara bjórinn. Kannski meira af honum, en það er þó skárra en sterka vínið.

Skora á þig að svara greininni minni að http://helgihg.blog.is/blog/helgihg/entry/380961/, afsakið að ég auglýsi mig en varla fer ég að endurtaka þetta allt hér. Hefði gaman af því að sjá hvað þú hefur að segja. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband