Leita í fréttum mbl.is

Slæm frétt

Ég velti fyrir mér hvort ástæða þess að okkur hefur farið aftur á síðustu fimm árum kunni að vera sú að við gefum okkur minni tíma en áður til að lesa með börnum og hlusta á þau lesa upphátt.

Þegar herra Sigurbjörn Einarsson biskup fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir stuttu þá kom hann inná þetta og undirstrikaði nauðsyn þess að nenna því að tala af viti við börn, leiðrétta ambögur, kenna þeim fallegt orðalag og falleg vers. Hans skilaboð voru skýr. Ég held að þessi frétt árétti þau skilaboð og mikilvægi þeirra.


mbl.is Lesleikni íslenskra barna í meðallagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem biskup er að meina þegar hann er að tala um það að það eigi að tala með viti við börn, þá er hann að meina að troða eigi hans skoðunum í börnin, t.d. að konan sé búin til úr rifbeini, og að jörðin sé aðeins 6000 ára gömul, og að jesús hafi verið til. Ég sem foreldri vill að hann og aðrir hottintottar kirkjunnar láti mín börn í friði, og komi sér burt úr skóluim landsins. Það er komið nóg af þessum átroðningi fólks sem vill að börn séu heilaþvegin með þeirra skoðunum.

Hvað ef vinstri grænir færu nú að heimta það að þeir fengju að koma í skólana til að tala af skynsemi við börnin, væri það í lagi svona á jafnréttisgrundvelli? Eða samfylkingin, nú svo ég tali nú ekki um sjálftökuflokkinn. Nei það á að láta börnin í FRIÐI. Setjum frekar meira fé til skólastarfsins ef efla þarf einhvern hluta þess. 

Valsól (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Ljótt finnst mér að lesa athugasemdir þar sem ómaklega er vegið að herra Sigurbirni Einarssyni biskup.  Frábið ég mig athugasemdir af slíku tagi á bloggsíðu mína. "Fullur" þú blaðrar þvílíkt að það er ómögulegt að skilja þig. Ég mun því sleppa því framvegis að reyna að ræða við þig á vitrænum nótum. Best værir ef þú létir skoðanir þínar í ljósi annars staðar en á minni bloggsíðu.

Dögg Pálsdóttir, 2.12.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband