Sunnudagur, 16. september 2007
Fíkniefni eru dauðans alvara
Ég hef ekki séð fríblaðið Djöflaeyjuna en ég las það sem stendur í Fréttablaðinu í dag um umfjöllunina í Djöflaeyjunni um dóp. Það sem á eftir kemur er því sagt með þeim fyrirvara.
Mér finnst það sem fram kom í Fréttablaðinu um umfjöllun Djöflaeyjunnar slæmt og ég sé hvorki háðið né grínið. Ég er viss um að allir sem hafa horft á eftir börnum sínum í klær vímuefna sjá það ekki heldur.
Fíkniefni og neysla þeirra er dauðans alvara. Það er ekkert svalt við kókaín. Námsmenn sem ánetjast amfetamíni detta fljótt úr námi. Sniff. Þekkir ungt fólk ekki lengur hræðileg tilvik um varanlega örkuml krakka sem fiktuðu við þetta fyrir nokkrum árum? Þau hlutu varanlegan heilaskaða. Það er ekkert svalt við það. Sögur í jólaboðum? Til eru ungmenni sem prufuðu E-pilluna og dóu. Þau eru ekki til frásagnar um reynsluna, hvorki í jólaboðum né annars staðar.
Ábending um smjörsýru sem nauðsynlegt nauðgunarlyf, sérstaklega fyrir ófrítt fólk. .,Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að sæta stelpan sé hrifinn af þér, þú þarft bara að komast nógu nálægt henni til að geta teygt þig í glasið hennar." Hvar er háðið, hvar er grínið? Ég sé hvorugt en ég sé óhugnanleg skilaboð um að læða megi lyfi í glas hjá stelpu sem strák líst vel á og nauðga henni svo þegar lyfið fer að virka.
Ég leyfi mér að mótmæla fullyrðingu aðstoðarritstjórans um það að ef nokkur taki þessa umfjöllun alvarlega þá sé hann þegar í dópi. Ég er ekki í dópi og hef aldrei verið. Ég hef komið að forvörnum og veit því að svona umfjöllun um dóp er vægast sagt óæskileg og líkleg til að gefa unglingum alröng skilboð, hver sem tilgangurinn hjá útgefendunum var.
Fíkniefnaleiðarvísir birtur í fríblaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þér Dögg. Ég sá í fyrsta lagi ekki húmorinn í þessu og fannst með þessu verið að senda röng skilaboð. Margir hafa tekið þátt í þessari umræðu í dag. Ég hef m.a. skrifað um þetta tvær færslur. Þeir sem hafa haft sig í frammi í umræðunni og litið þetta framtak blaðsins jákvæðum augum hafa um leið litið á málflutning minn og þinn og annarra sem skrifað hafa gegn þessari framsetningu sem móðursýki og forpokaðan hugsunarhátt. Það virðist þá á móti vera kúl að þykja þetta smart hjá þeim.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 02:00
Góður pistill Dögg.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.9.2007 kl. 02:02
Vissulega er umfjöllun Djöflaeyjunnar ófyndin, en viðbrögð þín og annarra finnst mér of dæmigerð. Hver ert þú að tjá þig um eiturlyf ef þú hefur aldrei prufað þau? Ekki ætla ég að segja þér hvernig þú átt að reka lögmannsstofu.
Umræðurnar sem eru að skapast á moggubloggum víðsvegar úti í bæ eru svo "sensationalistic" og hafa þveröfug áhrif, það er til fullt af fólki hér á Íslandi sem hefur tekið inn öll þessi eiturlyf sem þú nefnir (fyrir utan kannski smjörsýruna) og skemmt sér konunglega og ekki dáið. Ef allir sem hefðu einhverntíman tekið e-pillu væru dánir þá væri eiturlyfið ekki eins vinsælt og raun ber vitni. Er það nokkuð?
Ég er hinsvegar sammála þér að því leyti að eiturlyfjaneysla er ekki góð og meinlaus dægrastytting, en á meðan andstaðan hamrar á sömu þreyttu rökunum sem ungt fólk tengir ekki við þá er ekki tekið mark á þeim og ekkert breytist.
Virðingafyllst,
Gunnar Jónsson
Gunnar J. (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 14:06
Ruslpóstur landsins fjallar svo til eingöngu um peninga, neyslu og afþreigingu og því tímanna tákn að hluti ruslpóstsútgáfunnar sinni ólöglegu neyslunni. Þúsundir nota ólögleg vímuefni og elítan er á kafi í þeim dýrustu svo sem kókaíni.
Sjálfur les ég aldrei neinn ruslpóst ótilneyddur og missi því af þessari fíkniefnaumfjöllun en hef ykkur fyrir henni.
Annars held ég að á meðan rekin er stórfelld fíkniefnasala á vegum skattgreiðenda verði ekki mikið mark tekið á baráttu ríkisins gegn samkeppnisaðilum þess í fíkniefnasölu.
Baldur Fjölnisson, 17.9.2007 kl. 15:31
Sammála þér Dögg, af og til sér maður þetta birtast í þessari mynd. Aðalmálið er að stoppa þetta og mæta því með fræðslu og uppbyggjandi umræðu bæði á heimilum og í skólum.
Kolbrún Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 18:02
En burtséð frá þessu.
Hvað finnst þér um það Dögg að ríkið sé að selja banvænasta fíkniefni í heimi? Það látast margfalt fleiri á ári hverju af völdum reykinga en fíkniefnanotkunar. Hvernig er hægt að réttlæta það að ríkið hagnist á því hve margir eru háðir þessu banvæna og stórhættulega efni? Og eru svo í vandræðum með að setja framlög til LSH í fjárlög þegar kemur að því að meðhöndla fólkið sem er að deyja af völdum reykinga?
Bara til að taka af allan vafa, þá er ég jafn mikið á móti ólöglegum fíkniefnum.
Allý (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.