Leita í fréttum mbl.is

Að hengja bakara fyrir smið

Ég var að horfa á Kastljós. Aðstoðarmaður samgönguráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi ræddu Grímseyjarferjumál.

Aðstoðarmaðurinn sagði orðrétt: ,,Það er alveg klárt mál af okkar hálfu að Einar Hermannsson beri ekki ábyrgð á þessu máli. Það er hins vegar líka alveg klár skoðun samgönguráðherra, og mín líka, að ráðgjöfin í þessu máli hafi verið vond. Hún hafi ekki verið nógu vönduð. Það var talið að viðgerðir á skipinu myndu kosta 50 milljónir og þær eru núna komnar í 450 milljónir. Hefðir þú viljað halda áfram með þann ráðgjafa, Bjarni?" (http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301910). Þessi orð aðstoðarmannsins féllu eftir að lesið var upp viðtal við samgönguráðherra frá 14. ágúst. Í því viðtali skellti samgönguráðherra að nokkru leyti skuldinni vegna Grímseyjarferjumálsins á þennan sama Einar. Í viðtalinu við samgönguráðherra kom fram að hann vildi nýjan ráðgjafa og að ekki yrði meira skipt við Einar. 

Einhvern veginn finnst mér það sem aðstoðarmaðurinn sagði í þættinum ekki alveg ganga upp. Í öðru orðinu segir hann að þeir telji Einar ekki bera ábyrgð en í hinu að reka beri ráðgjafa sem gefi svona ráð. 

En af hverju fer aðstoðarmaðurinn svona frjálslega með staðreyndir? Hefur hann ekki lesið úttekt Morgunblaðsins? Það liggur fyrir að þegar ráðgjafinn mat kostnað upp á 50 m.kr. voru forsendur allt aðrar en þær síðar urðu.

Í ítarlegri úttekt Morgunblaðsins síðustu helgi kemur fram að hækkun úr 50 og upp í 150 m.kr. var vegna sérkrafna Grímseyinga sem fv. samgönguráðherra samþykkti. Það staðfestir fv. samgönguráðherra í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið fyrr í vikunni. Ekki er hægt að skilja greinina öðru vísi en svo að fv. samgönguráðherra er stoltur af því að hafa fallist á kröfur Grímseyinga, þótt þær kostuðu 100 m.kr. í viðbót. Úttekt Morgunblaðsins bendir síðan til þess að stærsti hluti annarrar kostnaðaraukningar sé vegna aukaverka sem verktaki hefur meira og minna skammtað sér.

Ekki veit ég hver ber ábyrgð á klúðrinu með Grímseyjarferjuna. Fv. samgönguráðherra er búinn að taka á sig ábyrgð á 100 m.kr. af kostnaðaraukanum. Afganginn hefur enginn tekið á sig. Af allri umfjöllun er þó ljóst að ráðgjafann á ekki að hengja fyrir þetta mál, hvað sem samgönguráðherra og aðstoðarmaður hans reyna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt. En er ekki ráðherraábyrgð enn í fullu gildi?

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 09:31

2 identicon

Veit einhver afhverju er verið að leita ráðgjafar skipaverkfræðings? Ef vantar skóla í Grímsey væri þá leitað til byggingaverkfræðings spyr Prófessorinn nú bara! Líklega hefur ráðgjöf þessa blessaða manns verið eftir bestu vitund en betur hefði farið ef leitað hefði verið til rekstarmanns fremur en sérfræðings í skipatæknilegum atriðum.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband