Föstudagur, 31. ágúst 2007
Réttur manns til að vita hvort hann er faðir barns.
Það var athyglisvert samtal Guðmundar Steingrímssonar og Ólafs Stephensen í Kastljósinu rétt í þessu. Þar var vakin athygli á því að karlmaður sem telur sig vera föður barns, sem kona í hjúskap hefur fætt, getur ekki látið á faðerni sitt reyna.
Þessi staðreynd er á skjön við þann mikilvæga rétt barna að þekkja báða foreldra sína.
Við breytingu á barnalögunum 2003 var í upphaflega frumvarpinu gert ráð fyrir að karlmaður í þessari stöðu gæti látið á faðerni sitt reyna. Allsherjarnefnd Alþingis lagði til þá breytingu að faðir gæti ekki farið í barnsfaðernismál nema barnið væri ófeðrað. Í þingskjalinu segir um þessa breytingu (http://www.althingi.is/altext/128/s/1338.html):
Með breytingunni er lögð á það áhersla að hafi barn verið feðrað eftir almennum feðrunarreglum sé málshöfðun ekki heimil samkvæmt þessu ákvæði. Megintilgangurinn er að koma í veg fyrir tilhæfulausar málshöfðanir.
Formaður allsherjarnefndar sagði eftirfarandi um þessa breytingu (http://www.althingi.is/altext/128/03/r14225513.sgml):
Í 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. kemur fram að stefnandi faðernismáls geti verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns. Lagt er til að við bætist orðin: enda hafi barnið ekki verið feðrað. Við viljum sérstaklega draga fram að orðalagið í 10. gr. þótti nokkuð óskýrt. Við vildum draga það fram að þetta á við ófeðruð börn. Megintilgangurinn er að koma í veg fyrir tilhæfulausar málshöfðanir sem nokkrir umsagnaraðilar voru hræddir um og bentu nefndinni á.
Er þetta ekki fullmikil forsjárhyggja? Er hættan á tilefnislausum málshöfðunum svo mikil að karlmenn í þessari stöðu eigi að útilokast frá því að vita hvort barn sem þeir telja sitt, sé það í raun og veru? Verður ekki að treysta dómstólum til að meta það áður en mannerfðafræðileg rannsókn er leyfð? Reynslan af máli Lúðvíks Gizurarsonar sýnist benda eindregið til að dómstólar gera mjög strangar sönnunarkröfur í þessu sambandi. Mér sýnist að sú reynsla sýni ótvírætt að þessi ótti er algerlega tilefnislaus.
Þessa takmörkun þarf að fella úr barnalögum.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Þetta er með ólíkindum - konur eru ófrískar - reiðar við barnsföðurinn - kynnast öðrum manni áður en barnið fæðist - fara á fæðingardeildina - nýji maðurinn með - hann skráist sem faðir barnsins - á fullorðinsárum langar barnið að verða rétt feðrað - verður fyrst að hefa ógildingu með DNA rannsókn á skráðu faðerni - þegar það er búið - þarf að finna einhverja sem geti staðfest að móðir og blóðfaðir hafi stundað kynlíf saman - getur ekki kallað foreldra til því þeir eru dánir - samt hefur móðir alltaf sagt barninu hver sé raunverulegur faðir!! Þetta er sönn saga - þetta er staðan í akkúrat svona máli núna. Mikil pattstaða - erfitt að grafa upp fólk sem getur staðfest kynlíf fyrir rétti - samt vissu allir að blóðfaðirinn og móðirin voru saman um tíma - þetta var ekki "one night stand"!!! Eitthvað sem þú þekkir með svona stöðu Dögg??
Ása (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 22:17
Ég allavega styð þessa málefnalegu umfjöllun þína Dögg - og ótti er ástæðulaus - fólk hleypur ekki til og reynir að fá einhvern karlmann útí bæ til að feðra sig - blóðböndin vega þyngra en svo að það taki uppá slíku. Einnig finnst mér þverbrotinn réttur barna og feðra að þeir geti ekki gengist við barni sínu nema með leyfi móður??
Þar er hagur barnsins ekki settur í fyrsta sæti - því miður!!
Engin hætta er á að karlmenn reyni að komast inní meðlagsútgjöld að óþörfu svo ég skil ekki hvers vegna þetta er haft svona!!
Dögg, mér finnst þú alltaf virkilega málefnaleg hérna á blogginu - áhugavert lesefni hjá þér!!
Ása (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.