Föstudagur, 31. ágúst 2007
Til hvers eru menn í stjórnmálum?
Steingrímur J skammar Samfylkinguna fyrir að hafa farið í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það er skiljanlegt því ef Samfylkingin hefði kosið að vera áfram "höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins" í staðinn fyrir að fara í ríkisstjórn er allt eins líklegt að VG hefði komist í ríkisstjórn. Það hefði Steingrímur J auðvitað viljað helst af öllu.
En þessi ummæli Steingríms J eru furðuleg frá stjórnmálaforingja. Eru menn ekki í stjórnmálum til að hafa áhrif? Trúir Steingrímur J því að menn hafi meiri áhrif í stjórnarandstöðu en ríkisstjórn? Heldur Steingrímur J að kjósendur kjósi stjórnmálaflokk til að flokkurinn velji stjórnarandstöðu, eigi hann kost á stjórnarsetu?
Ég er a.m.k. viss um að Steingrímur J hefði ekki þurft að hugsa sig um tvisvar ef hann hefði staðið í sömu sporum og Samfylkingin eftir kosningarnar í vor. En hann var bara ekki spurður. Og er þess vegna greinilega ennþá ferlega spældur.
Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Dögg, ég verð að benda þér á að svona málflutningur sæmir ekki manneskju í þinni stöðu. Steingrímur J hefur aldrei skammað SF fyrir að hafa farið í stjórn með Sjálfstfl. Það sem Steingrímur hefur sagt og margir fleiri m.a. margir kjósendur SF er að hafa hent mörgum stefnumálum sem gáfu þeim atkvæði fyrir ráðherrastóla. Það er öllum landslýð ljóst, að hefði SF farið fram í kosningabaráttunni með baráttumálin í anda stjórnarsáttmálans og síðan niðurstöðu þeirra mála sem þegar hafa verið afgreidd, væri höfðatala þingmanna þeirra í fullu jafnvægi við Framsókn og Frjálslynda. Bara sú kúvending sem ISG tók í plussinu í ráðherrabústaðnum með Geir Haarde varðandi fjöldamorðin í Írak varð þess valdandi að 25% kjósenda SF munu ekki jósa þau aftur að óbreyttu. Aðildarviðræður að EB er sjóðandi mál í þjóðfélaginu og margir lögðu trúnað á þær lygar allar. Að lokum má ekki gleyma landsfundarræðunni í Egilshöll þar sem þessi mikli kvenskörungur leit yfir gleraugun, yfir hirðina og þrumaði. "Að sjálfsögðu munum við leggjamikla áherslu á að endurskoða og lagfæra hin mjög svo umdeildu eftirlaunalög sem samþykkt voru á Alþingi 2005.
Margt fleira mætti tína til og svo sannarlega verður þessu haldið til haga. Það fá landsmenn að heyra á komandi vetrarþingi
Þórbergur Torfason, 31.8.2007 kl. 23:05
Ég hlutaði á Steingrím í dag í útvarpinu og biturleikinn í rödd hans var greinilegur. Auðvitað grípa allir flokkar tækifærið ef þeir geta komist í ríkisstjórn. Öðruvísi geta þeir flokkar ekki uppfyllt það sem þeir hafa lofað kjósendum eða gert hugsjónir sýnar að veruleika.
Hann hefði gert hið sama, svo mikið er víst.
Halla Rut , 1.9.2007 kl. 00:20
Haldiði að Steingrímur hefði gripið gæsina..........
Kannski vilja Sumir stjórnmálamenn bara vera í andstöðu. Það er þæglegt skiliði . Ef eitthvað fer úrskeiðis þá geta þeir firrt sig ábyrgð. Mér finnst Steingrímur og hans flokkur vera dolltið þannig.
Ég vorkenni þeim sem eyddu atkvæði sínu þannig.
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, 1.9.2007 kl. 09:09
Já þetta hafa verið sérkennilegir mánuðir undanfarið. Ég er enn að venjast því að sjá ISG tala fyrir málum sínum, mér bregður hreinlega oft , en svo man ég að hún er utanríkisráðherra.
Ég hef ekki heyrt í SJS tala um þessi mál en miðað við öll viðbrögðin hefur þetta örugglega verið nákvæmlega eins og þú nefnir.
Herdís Sigurjónsdóttir, 1.9.2007 kl. 09:29
Sæl Dögg.
Þú hittir naglann svo sannarlega á höfuðið í þessum pistli. Steingrímur er enn bitur og verður það sjálfsagt allt kjörtímabilið. Hann hefði gefið mikið eftir til að komast í ríkisstjórn eftir öll þessi ár í stjórnarandstöðu, en vegna andstöðu VG í allflestum málum og hjásetu í öðrum er flokkurinn ekki tækur í stjórn, og verður ekki á næstu árum miðað við þær áherslur sem hann setur fram. Fólk vill nefnilega fara fram á við en ekki aftur til fortíðar. Vinstri Grænir eru afturhaldsflokkur sem hefur stuðning þeirra sem trúa því að haftastefna skili einhverju. Sem betur fer fer þeim fækkandi á okkar góða landi.
Ingólfur H Þorleifsson, 1.9.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.