Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Af hverju
vildi þessi einstaklingur ekki samþykkja að gefa þvagsýnið?
Í 47. gr. umferðarlaga kemur skýrt fram hvenær lögreglu er heimilt að að taka sýni úr ökumönnum, m.a. þvagsýni. Þar kemur fram að slíkt megi ef lögreglan telur ástæðu til að ætla að ökumaður hafi ekið undir áhrifum áfengis eða vímuefna (örvandi eða deyfandi). Áðurnefnd 47. gr. umferðarlaga segir líka að læknir, hjúkrunarfræðingur eða lífeindafræðingur annist töku þvagsýnis. Þar segir líka að ökumanni sé skylt að hlíta þeirri meðferð sem talin er nauðsynleg við rannsóknina. Það þýðir á mannamáli að sýnið má taka hvort sem ökumaður samþykkir eða ekki. Ökumaðurinn á ekkert val. Það hefur löggjafinn ákveðið enda augljóst að ef ekki mætti taka sýnið án samþykkis þá myndu ökumenn í þessari stöðu aldrei samþykkja sýnatöku. Fara þyrfti væntanlega í tafsaman sjálfræðissviptingarferil (sem tekur marga daga og er fráleit leið í tilvikum sem þessum) og á meðan myndi áfengið eða vímuefnin í blóði ökumannsins gufa upp. Allir sem gripnir eru fyrir grun um ölvunar- eða vímuefnaakstur myndu sleppa. Viljum við það?
Úr því að þessi einstaklingur hefur verið ákærður fyrir ölvunarakstur þetta kvöld þá hefur þvagrannsóknin væntanlega leitt í ljós að hann var að aka ölvaður. Kannski er þar komin skýringin á því af hverju einstaklingurinn vildi ekki samþykkja að gefa sýnið. Hann óttaðist að í honum myndi mælast áfengismagn umfram leyfileg mörk. Lögreglan átti greinilega ekki annarra kosta völ en að taka sýnið með valdi, með aðstoð læknis, hjúkrunarfræðings eða lífeindafræðings.
Ég held að það ætti frekar að þakka lögreglunni fyrir að ná þessum einstaklingi og stöðva frekari akstur hans, áður en hann olli sjálfum sér og öðrum skaða og jafnvel fjörtjóni með háskalegum ölvunarakstri.
Konu haldið niðri og þvagsýni tekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Hvað með hlutverk lögreglunnar í framkvæmd þvagprufusýnisins í þessu tiltekna máli, er það ekkert athugavert samkvæmt lögum?
Edda Agnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 00:08
Það að viðkomandi kona var ákærð fyrir ölvunarakstur lá ekki fyrir þegar ákvörðun lögreglunnar var tekin. Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 47. gr. umferðarlaga þá ber lögreglu að gæta meðalhófs við framkvæmd starfa síns og ganga ekki lengra en tilefni er til. Hæglega hefði verið hægt að bera réttmæti þessarar valdbeitingar undir dómara áður en hún var framkvæmd.
Auk meðalhófs þá lít ég svo á að lögreglan skuli meðhöndla alla jafnt sem eru í sömu stöðu. Þó er þetta fyrsta dæmi um þvingaða þvagsýnistöku með þvaglegg á Íslandi og þó hefur margsinnis komið fyrir að menn hafa neitað samvinnu við þvagsýnisgjöf enda er mönnum ekki skylt að ljá lögreglu eða ákæruvaldi atbeina sinn við öflun sönnunargagna sem ætlað er að nota gegn þeim eða þeirra nánustu. Það sem ég velti fyrir mér er: Hvers vegna var ákveðið að beita þessu í þetta skipti, en ekki í öllum öðrum sambærilegum tilvikum, og hvers vegna var þessi ákvörðun tekin af lögreglumönnum að næturlagi en ekki af dómsmálaráðherra eða ríkissaksóknara sem ber, lögum samkvæmt að setja reglur um öflun og meðferð slíkra sönnunargagna.
Að lokum vil ég benda á að það var ekki uppsetning þvagleggsins sem gerði hinn meinta brotamann óskaðlegan í umferðinni heldur handtakan. Þegar þvagleggurinn var settur upp var því hættan, sem talin var stafa af konunni, þegar afstaðin og óþarft að setja upp þvaglegg til að afstýra henni. Nema það hafi átt að "kenna konunni lexíu" með því að niðurlægja hana við rannsókn málsins.
Hreiðar Eiríksson, 22.8.2007 kl. 00:16
Hreiðar,
ég get alveg fallist á að meðalhófs verði að gæta, en það má ekki búa til undankomuleið fyrir þá sem gerast brotlegir á þessu sviði, þ.a. þeir geti einfaldlega neitað um sýni, eða tafið sýnatökuna í þeirri von að það renni aðeins af þeim.
Dögg, er ekki einfaldlega hægt að gera það refsivert í lögum og háð ströngustu sviptingar og sektarviðurlögum að neita um sýnið? Þannig dæmist sá sem neitar um sýnið einfaldlega sekur um brotið sem hann er grunaður um og fær ítrustu viðurlög dæmd á sig. Má ekki skilgreina þetta athæfi sem hindrun á framgangi réttvísinnar? Spyr sá sem veit ekkert um lög.
Karl Ólafsson, 22.8.2007 kl. 01:06
"47. gr. umferðarlaga kemur skýrt fram hvenær lögreglu er heimilt að að taka sýni úr ökumönnum, m.a. þvagsýni. Þar kemur fram að slíkt megi ef lögreglan telur ástæðu til að ætla að ökumaður hafi ekið undir áhrifum áfengis eða vímuefna (örvandi eða deyfandi)".
Hreiðar, það er nú varla erfitt að skilja þetta, er það? Ákæra eða sekt kemur þessu máli ekkert við.
Og meðalhófsregla!!! Eiga lögreglumenn á vetfangi að grúska fyrst í því hvað hafi verið gert áður í sambærilegum málum? Mistök í öðrum málum kemur akkurat þessu máli ekki við.
Karl, það stenst ekki lög að dæma fyrir brot án sönnunar. En það er hægt að kæra konuna fyrir mótþróa og þar með er það sjálfstætt brot, enda er konan kærð fyrir einmitt það einnig.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 01:34
Mikið er ég ósammála þér. Hallast fremur að viðhorfi yfirlæknis á slysadeild í kvöldfréttum sjónvarps að læknar hafi ekki bara skyldum að gegna við lögreglu heldur fyrst og fremst sjúklinginn. Mér finnst þetta gott dæmi um þann árekstur sem getur orðið í læknisstarfi vegna hagsmuna yfirvalda og skyldu lækna að gæta fyrst og fremst að skyldunum við sjúkling, því þetta var sjúklingur læknisins þó hann væri líka grunaður um umferðarlagabrot, að gæta virðingar hans í þesu tilfelli þó hann hafi sýnt mótþróa og verið undir áhrifum en það réttlætir ekki hvað sem er. Læknar eiga að vera sjálfstælir gagnvart yfirvöldum í siðferðisefnum sem lúta að stéttinni. Það var ekki hér. Læknirinn var hér auðmjúkur þjónn yfirvalda en gleymdi frumskyldu sinni gagnvart sjúklingum, réttara sagt: hann skorti hugrekki og siðferðilegan myndugleika. Þetta var EKKI forvarnaraðgerð gegn ölvunarakstri. Mér finnst að þetta mál ætti að koma til kasta siðanefndar lækna því þarna er magt að athuga. En eins og fyrri daginn: Valdið fer sínu fram og flestir láta sér það vel líka eins og sést á bloggðum í dag. En þetta mál er engan veginn svo einfalt að í því séu bara hagsmunir réttvísinnar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2007 kl. 01:48
Samkvæmt fréttinni var þegar búið að taka blóðsýni úr konunni og samkvæmt því var hún með 1.48 pómill áfengis í blóðinu. Ekki hefur komið fram hversvegna var þá líka nauðsynlegt að taka þvagsýni.
Eva Hauksdottir (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 08:37
Ég mundi nú halda að sem lögfróð manneskja ættirðu að vita af lagagrein nr. 102 í umferðarlögum:[Nú hefur stjórnandi vélknúins ökutækis brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 45. gr. eða 45. gr. a eða neitað að veita atbeina sinn við rannsókn máls skv. 3. mgr. 47. gr. og skal hann þá sviptur ökurétti
Hefði ekki verið nær að beita þeim lögum, frekar heldur en að misþyrma manneskjunni?
Lilja (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 10:52
Skrýtnast í allri þessari umræðu er hversu mikið er gert úr því að setja upp þvaglegg, borið er deifikrem á slönguna þannig að viðkomandi finnur yfirleitt lítið fyrir þessu.
Hér er verið að gera úlfalda úr mýflugu.
Yfirleitt er lögreglan gagnrýnd fyrir að taka of lint á málum, í þetta skipti vildu þeir tryggja að stórhættulegur ökumaður fengi ekki sýknu vegna ófullnægjandi sönnunargagna.
Er það bara ekki hið besta mál?
Það minnkar líkur á að saklaust fólk láti lífið !!
Ingimar Eydal, 22.8.2007 kl. 16:46
Gunnar: "Karl, það stenst ekki lög að dæma fyrir brot án sönnunar. En það er hægt að kæra konuna fyrir mótþróa og þar með er það sjálfstætt brot, enda er konan kærð fyrir einmitt það einnig."
En þetta er einmitt punkturinn sem ég var að reyna að koma að. Skv. Dögg er lagaleg skylda einstaklingsins að veita sýnið. Annað er mótþrói sem ber þá að kæra fyrir. Minn punktur er sá að refsiramminn fyrir það brot á að vera sá sami eða strangari en ef viðkomandi sýnir samstarfsvilja og leyfir sýnatökuna og er þá dæmdur eftir útkomu sýnisins.
Lilja: Takk fyrir ábendinguna um lagagreinina sem tekur einmitt á þessu. Þessi lagaheimild er sem sagt fyrir hendi, en spurningin sem þá stendur eftir er hver refsiramminn fyrir þetta brot. Þarna stendur einungis 'og skal hann þá sviptur ökurétti'. Þessi svipting þarf að vera jafnlöng eða lengri og sektarupphæð til viðbótar sama eða hærri til þess að fólk freistist síður til þess að sýna þenna mótþróa.
Eftir stendur kannski líka að ég hef ekki tjáð mig um réttmæti aðfararinnar gegn konunni sem um ræðir. Ég kýs að sleppa því að dæma um það þar sem ég er nokkuð viss um að við almenningur höfum ekki fengið allar upplýsingar um hvað nákvæmlega fór fram þarna, en mín stóra spurning er einmitt af hverju var ekki bara beitt þessari 102. grein umferðarlaganna?
Karl Ólafsson, 22.8.2007 kl. 18:02
Af hverju er verið að rökræða þetta mál????
Hún var haugafull, dauðadrukkin, öfurölvi og stórhættuleg samborgurum sínum! Hvað er málið?
Fréttamenn slá þessu fram eins og þeir vilja. Þeir segja okkur mjög líklega bara það sem er "frétt", ekki sannleikann.
Guðmundur Björn, 22.8.2007 kl. 20:21
Auðvitað verður hver og einn að skila þeim sýnum sem krafist er þegar svo alvarlegur atburður á sér stað sem ölvunarakstur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.8.2007 kl. 21:05
Við greinina þína Dögg þarf engu við að bæta.Lögin eru skýr og afdráttarlaus,lögreglan gegndi sinni embættisskyldu við sýnistökuna.
Kristján Pétursson, 22.8.2007 kl. 21:58
Nú ætla ég að byrja á því að taka það fram að hvorki er ég læknisfræðilega- né lögfræðilega menntaður.
Hinsvegar hef ég heyrt það sem líklegar skýringar á þessu að nýlega(?) hafi fallið fyrir hæðstarétti sýknudómur þar sem undir svipuðum kringumstæðum ljáðist að taka þvagsýni úr sakbornum einstaklingi, og þótti því sannanlegt hvort neysla áfengis hafi átt sér stað áður eða eftir að akstri lauk. Einnig að þó að ethanólmettun í blóði komi fram skömmu eftir neyslu, þá taki það einhvern tíma fyrir ethanól(?) og niðurbrotsefni þess að koma fram í þvagi. Og því hefði mátt með samanburði á blóð- og þvagsýnum mátt sýna fram á það hvort áfengis hafi verið neytt fyrir ökuferð.
Annað sem mér hefur líka þótt ámælisvert í málflutningi margra er það að málflutningur virðist svo til einvörðungu vera byggður á frásögn annars aðilans. Nú er það þannig að þær stéttir sem um ræðir hér eru bundnar þagnarskyldu um mál hennar, og geta því takmarkað borið sér hönd um höfuð.
Neopúritaninn, 22.8.2007 kl. 22:55
Þarft innlegg í þessa umræðu Dögg. Það er ótrúlegt þegar dómstóll götunnar fer að verja hegðun sem þessa með misgáfulegum lögskýringum.
Ólafur Örn Nielsen, 23.8.2007 kl. 09:08
.
Þar segir líka að ökumanni sé skylt að hlíta þeirri meðferð sem talin er nauðsynleg við rannsóknina
.
Sem lögfræðingur þá ættir Þú að vita að þetta er spurning um skilgreiningu. Það er enginn að segja að hún ætti að komast upp með það að gefa ekki sýni, né er fólk að segja að það sé í lagi að keyra drukkinn og setja aðra í hættu. Ég hef hvergi séð fólk réttlæta það. Spurningin hinsvegar er, hver á meðferðin að vera? Hefði meðferðin eins ekki getað verið að loka hana inni og bíða eftir því að hún þurfi að pissa í stað þess að girða niður um hana, halda henni niðri, glenna í sundur fótleggina og troða legg upp í þvagrás? Það er harkan og virðingarleysið sem fólk er gáttað á. Að ákvörðunin hafi verið sú að meðferðin ætti að vera þessi. Hvar eru takmörkin? Hefði verið í lagi að sprauta hana niður til að ná þvagi? Rota hana? Hengja hana á krók? Hvað má niðurlægja og meiða fólk mikið?
Hversu langt getur lögreglan og vinir þeirra í heilsugeiranum gengið í ákveða hvað sé réttlætanleg og ábyrg meðferð?
ex354 (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 14:22
Ég hef lent í svipuðu máli og konan. Þar neytaði ég að gefa sýni og var refsað með að vera sviptur ökuleyfi. Ef að lögregla hefði gleimt að byðja um sýni þá hefði ekki verið hægt að refsa mér fyrir að keyra undir áhrifum, þar sem þeir hefði engin sönnunargögn. En þar sem hún bað um sýni var hægt að refsa mér fyrir að brjóta umferðalögin sem þið eruð að vísa í(að manni sé skylt að hlýta þeirr meðferð osfrv.) með því að svipta mig ökuleyfi í eitt ár.
Friðhelgi líkama og önnur lögbundin mannréttindi mín og lög sem banna lögreglu að nálgast sönnunargögn án dómsúrskurðar ef bráð hætta staðar ekki að gerir það að verkum að lögregla má ekki fá lífsýni úr mér nema ég vilji gefa það. Það stafaði ekki bráð hætta af konunni í þessu tilviki þar sem það var búið að taka konuna af götunni og öll hætta því liðin hjá,konan neytaði og því hefði lögregla þurft dómsúrskurð. Þetta útskýri lögfræðingurin minn fyrir mér.
Svo er annað, þvagsýni er tekið til að sýna áfengismagn í blóði fyrir einum og hálfum tíma. Lögreglan segist hafa reynt að stjana hana til í tvo tíma áður en þeir tóku til þeirra ráða sem þeir gerðu. Það segir mér að þetta hafi verið tilgangslaus þvagsýnistaka þar sem að niðurstaða rannsóknar myndi sýna áfengismagn í blóði þegar hún var í fangaklefanum en ekki þegar umræddur akstur á að hafa átt sér stað og því sönnunargildi þvagsýnis ekkkert.
Bjöggi (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 20:10
Nú spyr ég eins og hver annar asni sem ekkert vit áþessu hefur. Hefði ekki dugað að færa hana til blóðsýnatöku strax?
dvergur, 24.8.2007 kl. 16:33
Sæl Dögg,
ég var að hlusta á ykkur Ólínu í Kastljósinu áðan. Frammistaða ykkar var til fyrirmyndar, prúðar og málefnalegar þrátt fyrir mjög viðkvæmt efni. Ég hef spurningar til þín vegna þeirra orða sem þú lést falla í þættinum. Ég er læknir og þetta mál hefur valdið mér töluverðu hugarangri.
Í fyrsta lagi segir þú " á læknir að sjá um að taka þetta sýni " og nokkru seinna segir þú " sem bar því ábyrgð á því hvernig þetta var gert".
Ég get samþykkt það að ég sé vel til þess fallinn að taka slík sýni vegna sérþekkingar minnar. Aftur á móti þegar konan hefur ekki verið svipt sjálfræði og hún neitar allri samvinnu þá get ég ekki verið þátttakandi í ofbeldinu.
Önnur spurning, hvernig bregst hið opinbera við ef dómari hefur dæmt mig til að taka slíkt sýni með ofbeldi en ég neita samt?
Ef ég tek þátt í ofbeldisfullri sýnatöku eftir úrskurð frá dómar og einstaklingurinn deyr í handalögmálunum, hver er ábyrgur?
kk GSÁ.
Gunnar Skúli Ármannsson, 24.8.2007 kl. 23:09
Ekki hefði ég viljað að bara einhver, jafnvel læknir, hefði tekið þvagsýni með því að setja upp þvaglegg. Allavega hefði ég viljað ráða hver læknirinn var og hverjir yrðu viðstaddir, ef þess hefði þurft. og þá valið hjúkrunarkonu.
Afhveru, ef það er rétt meðfarið, hefur þetta aðeins verið framkvæmt í umdæmi Selfosslögreglunnar?
Ekki eru fleiri stútar undir stýri þar, en annarstaðar.
Mig langar til að þeir sem vita um önnur lögregluumdæmi þar sem þetta er framkvæmt á sama hátt, láti heyra frá sér. Þá, allavega verður Selfosslögreglan sýknuð af því að eingöngu þar, viðhafist svona sóðaleg vinnubrögð.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.