Leita í fréttum mbl.is

Ruslpóstur

Á hverjum degi detta inn í innboxið á tölvupóstinum hjá mér ótrúlega margir ruslpóstar. Sem betur fer er einhver sía á þessu þannig að flestir þeirra (því miður ekki allir) fara beint inn í sérstaka möppu fyrir "junk-mail". Og fjöldinn skiptir tugum á degi hverjum. 

Þetta er ákaflega hvimleiðar sendingar og það versta er að einhverra hluta vegna þá virkar ruslsían þannig að einn og einn "heiðarlegur" póstur fer í "junk-mail" möppuna. Þess vegna verð ég að hlaupa yfir "junk-mail" möppuna af og til, áður en ég eyði úr henni, til að eyða ekki óvart pósti sem ég þarf að sinna. 

Sendendur þessara ruslpósta telja karlmenn greinilega góðan markhóp því nánast flestir póstarnir geyma misjafnlega opinská skilaboð til þeirra um það hvað þeir þurfi og eigi að gera til að standa sig betur í því að gera konurnar í lífi þeirra glaðari og ánægðari. Sumt er svo hallærislegt að það hálfa væri nóg.

Ef einhver kann ráð við því hvernig maður losnar við að fá svona pósta þá eru þau ráð vel þegin.Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 392216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband