Sunnudagur, 17. júní 2007
17. júní
Mér finnst 17. júní sérstakur dagur. Samt hafa hátíðahöld dagsins aldrei höfðað til mín og oftar en ekki hef ég engan þátt tekið í því sem í boði hefur verið.
Lengi þótti mér að athöfnin á Austurvelli væri eingöngu fyrir þá sem þangað eru sérstaklega boðnir. Fyrir réttum 10 árum stóð þannig á að Zontavinkona frá Nýja Sjálandi var gestkomandi hjá mér á þessum tíma. Mér fannst einhvern veginn svo tilvalið að sýna henni hvernig við höldum upp á 17. júní með því að fara niður á Austurvöll. Og þá áttaði ég mig á því að fullt af fólki finnst það ómissandi þáttur í hátíðarhöldum dagsins að fara niður á Austurvöll.
Skrúðgöngurnar 17. júní hafa heldur aldrei höfðað til mín. Ég minnist þess t.d. ekki að hafa nokkurn tíma farið með einkabarnið í skrúðgöngu, hvorki á sumardaginn fyrsta né 17. júní. Ég afsaka mig með því að hann sýndi aldrei sérstakan áhuga á skrúðgöngum.
Ég man hins vegar eftir því þegar ég fékk fyrst að fara að kvöldi til í bæinn á 17. júní. Það hefur sennilega verið 1969. Ég dvaldi þá hjá ömmu, vegna utanlandsferðar foreldranna. Hún taldi óhætt að leyfa mér að fara í bæinn enda ætlaði ég með stelpu sem búið var að ferma. Þar með var hún orðin fullorðin í augum ömmu og treystandi til að fara með barnið í bæinn, en ég var tæplega 13 ára. Þannig var nú litið á hlutina þá.
Um bæjarferðina er lítið að segja annað en það að hún stóð ekki undir væntingum. Mér hreinlega leiddist og sýndi því engan áhuga næstu árin að endurtaka leikinn. Síðan man ég eftir a.m.k. einu ári þar sem bærinn var bara nánast dauður því þá þótti svo sniðugt að setja hátíðahöldin út í hverfin. Þetta hefur sennilega verið kringum 1976. Sem betur fer hættu menn fljótt þeirri vitleysu.
Sjálfsagt spilar veðráttan heilmikið inn í það hvað maður gerir á 17. júní. Í minningunni hefur veðrið þennan dag oft verið þannig að útivera hefur verið lítið spennandi kostur.
En það var blíðviðri í dag, þótt það væri aðeins kalt í morgun. Ég náði seinni helmingi athafnarinnar á Austurvelli og fór í messuna í Dómkirkjunni. Við vinkonurnar hittumst á Jómfrúnni í hádeginu og röltum svo í gegnum bæinn. Það var passlegur skammtur fyrir mig af hátíðarhöldum.
Hátíðardagskrá fór vel fram í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.