Miðvikudagur, 13. júní 2007
Málefni foreldra með sameiginlega forsjá
Fréttir herma að sumarþingi eigi að ljúka á morgun. Ég var að kíkja á þingmálin og stöðu þeirra. Meðal þeirra mála sem á að ljúka er þingsályktunartillaga um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Á heimasíðu Alþingis má sjá að síðari umræða var í dag og að þingnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt (sjá http://www.althingi.is/altext/134/s/0016.html).
Meðal þess sem gera á skv. tillögunni er að skipa nefnd er fjalli um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. Vonandi mun þessi nefnd vinna fljótt og vel og nefndarálitinu síðan hrundið í framkvæmd í stað þess að verða skúffufóður í ráðuneyti, eins og svo oft verða örlög góðra nefndarálita.
Ennfremur vona ég að verksvið þessarar nefndar verði rýmkað og að henni verði einnig falið að skoða ýmislegt varðandi réttarstöðu foreldra, sem ekki búa saman en sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna. Eins og staðan er í dag telst eingöngu foreldrið sem er með lögheimili barnsins vera einstæða foreldrið. Hitt foreldrið er - ja ég veit eiginlega ekki hvaða hugtak á að nota yfir það. Því hvergi er tekið tillit til þessa foreldris. Það er hvorki forsjárlaust né einstætt en samt með sameiginlega forsjá yfir barninu.
Á fyrsta feðradeginum í nóvember 2006 lofaði félagsmálaráðherra því að tekið yrði til skoðunar að gera foreldrum í þessari stöðu kleift að bæði hefðu lögheimili barna sinna. Í því felst að bæði njóta réttarstöðu sem einstætt foreldri og þar með myndu þau skipta milli sín þeim stuðningi sem hið opinbera veitir einstæðum foreldrum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál.
Fleira þarf að skoða í þessu sambandi, s.s. greiðslu meðlags þegar foreldrar með sameiginlega forsjá ákveða að börnin búi til skiptis hjá þeim, jafnt á báðum stöðum. Í slíkum tilvikum er vafasamt að greiðsla meðlags eigi rétt á sér því báðir sinna framfærsluskyldum sínum með jafnri búsetu. En það þarf að tryggja að báðir foreldrar taki jafnan þátt í þeim útgjöldum sem barni fylgja, s.s. dagvistunarkostnaði, skólaskjólskostnaði, fatakostnaði, tómastundakostnaði o.s.frv.
Mikilvægast er þó að drífa í því að breyta barnalögum þannig að dómstólum verði gert kleift að dæma sameiginlega forsjá eins og frændur okkar Danir hafa nú lögfest og gengur í gildi hjá þeim 1. október nk. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að umrædd nefnd geri tillögu um það.
Ef öllu þessu tekst að koma í höfn á næstu misserum þá hafa náðst mikilvægir áfangar fyrir börn og foreldra með sameiginlega forsjá.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi
Athugasemdir
Sammála því að þurfi að taka þessi mál upp og skoða í heild sinni. Ég tel það einnig afar brýnt að staða stúpfjölskyldunnar verði skoðuð á sama tíma. Málin eru náskyld! Stjúpfjölskyldan eru nánast ósýnileg í opinberri umræðu og stefnumótun og er hún minnihlutahópur hvað varðar stöðu í íslensku samfélagi - en ekki stærð.
Stærsti hluti einstæðra foreldra fer í sambúð að nýju og því þarf að huga að því hvað tekur við - t.d. hvað varðar fjármál, foreldrasamvinnu og opinberan stuðning.
Það má segja frá því í lokin að í undirbúningi er, fyrir frumkvæði Félags stjúpfjölskyldna, þverfaglegt málþing sem halda á í byrjun næsta árs um málefni stjúpfjölskyldunnar.
Valgerður Halldórsdóttir, 13.6.2007 kl. 12:52
Já staða þessa hóps er vægast sagt undarleg... Að forsjárlausir foreldrar geti verið 'skilgreindir' sem barnlausir í kerfinu.
Aðalheiður Ámundadóttir, 13.6.2007 kl. 13:06
Dögg þetta er gott innlegg. Við þurfum upplýsta umræðu um þessi mál. Eins og staðan er í dag þá er sameiginleg forsjá fín í orði en rýr á borði. Þessu þarf að breyta, svo að réttur barna til að alast sem mest upp hjá báðum foreldrum sé tryggður. Ég skrifaði eitt sinn grein í Morgunblaðið sem hét "Barnlausir" foreldrar. Þar vakti ég athygli á því að báðir foreldra hafa alltaf sömu farmfærsluskyldu en mjög ólíka skattalega stöðu. Greinina má lesa hér.
Gísli Gíslason, 13.6.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.