Leita í fréttum mbl.is

Vikan búin

Þær fljúga einhvern veginn framhjá vikurnar. Er það ekki alltaf svoleiðis þegar nóg er að gera?

Ég endurflutti mál í Hæstarétti á þriðjudag. Hæstiréttur var snöggur að dæma aftur, því nýr dómur kom í gær. Niðurstaðan var, eins og ég svosem átti von á, sú sama og í fyrri dómi, en málskostnaður var felldur niður. Í fyrra skiptið var umbj. minn dæmdur til að greiða talsverðan málskostnað (sjá http://www.haestirettur.is/domar?nr=4396). Krafan um endurupptöku skilaði þó því. Þetta er hins vegar athyglisvert mál því leiðbeiningar lyfjaframleiðanda sem voru skýrar um það að læknir þyrfti að hafa reynslu á þessu sviði voru taldar engu máli skipta af því að meðdómendur, kollegar þess læknis sem stefnt var, töldu að það væri ekki merkilegra að setja upp þennan getnaðarvarnarstaf en að setja upp æðalegg. Athyglisvert. Læknarnir vita sem sé betur en lyfjaframleiðandinn sjálfur hvaða reynslu þarf á þessu sviði. Gott að vita það.

Flutti síðan mál í héraðsdómi á miðvikudag sem verður spennandi að sjá hvernig fer. Umbj. mínum var synjað um að fara í glasafrjóvgunarmeðferð á grundvelli aldurs eingöngu. Hún var orðin 44 ára. Þar með taldist hún of gömul samkvæmt reglugerð um tæknifrjóvgun sem geymir fortakslaus aldursmörk, þótt lögin um tæknifrjóvgun segi eingöngu að líta skuli til aldurs parsins. Umbj. minn telur reglugerðina ólögmæta þar sem hún eigi ekki lagastoð og aldursmarkaskilyrði brot á jafnræðisreglu því það er ekki það sama fyrir karla og konur. Karlar mega fara í glasafrjóvgunarmeðferð fram að 50 ára aldri.

Til viðbótar daglegum önnum hefur bæst að halda áfram tiltekt í kjölfar flutninga lögmannsstofunnar og fasteignasölunnar. Við fórum sem betur fer ekki langt, eingöngu milli hæða að Hverfisgötu 4. Nú erum við lögmennirnir saman á 1. hæð og fasteignasalan á jarðhæðina. Mjög ánægð með þetta.  En flutningar eru ekki skemmtilegir. Mér telst til að þetta sé í a.m.k. fjórða sinn sem ég flyt skrifstofuna mína frá árinu 1999. Það eina góða við flutninga er þó það að maður neyðist til að taka til í ýmsum ,,bunkum" sem búið er að safna í dóti sem ,,á að skoða seinna". Mest af því hefur farið í ruslið og mátti auðvitað fara þangað strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú ert alltaf helvíti góð! Fín færslan hjá þér um gangainnalagnirnar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.6.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband