Sunnudagur, 3. júní 2007
Hver ákveður gangainnlagnir?
Ég hef aldrei skilið þessar gangainnlagnir. Í þau skipti sem ég hef orðið vör við þær þá virðast iðulega vera tómar sjúkrastofur annars staðar á viðkomandi gangi - en þær hefur ekki mátt nota, m.a. vegna manneklu.
Ef læknar neita að leggja sjúklinga "inn á gang" hvað gerist þá? Og af hverju hafa læknar ekki gert það fyrir löngu? Fyrir liðlega 10 árum síðan var ég ásamt fleirum að semja frumvarp til laga um réttindi sjúklinga. Þá voru gangainnlagnir algengar og mikið til umræðu m.a. vegna friðhelgi einkalífs sjúklinga. Frumvarpið varð að lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Sjúklingalögin gengu í gildi 1. júlí 1997. Þau eiga því 10 ára afmæli eftir þrjár vikur eða þar um bil.
Vegna gangainnlagna var m.a. sett eftirfarandi ákvæði í 17. gr. sjúklingalaganna:
Heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem starfs síns vegna hafa samskipti við sjúkling skulu koma fram við hann af virðingu.
Að meðferð sjúklings skulu ekki koma aðrir en þeir sem nauðsynlega þurfa. Heilbrigðisstarfsmaður skal gæta þess að framkvæma nauðsynlega meðferð með þeim hætti að utanaðkomandi aðilar sjái ekki til og að upplýsingar um meðferð einstaklinga séu ekki aðgengilegar öðrum en viðkomandi heilbrigðisstarfsmönnum.
Það er því ljóst að lögin um réttindi sjúklinga gerðu ráð fyrir að gangainnlagnir legðust af. Þær lifa greinilega enn góðu lífi ef marka má ályktun læknaráðs LSH. En ef mannekla er ástæða gangainnlagna kemur þá meira húsnæði að einhverju gagni?
Læknaráð segir gangainnlangir ekki boðlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Fróðlegt. Ég fékk blóðtappa í heila árið 2001 og var 7-10 daga á Grensás. Var á ganginum allan tímann. Einu afskiptin sem voru höfð af mér var þegar stofugangur var. Þá komu 4-5 manneskjur og einn sagði við mig, hvernig hefur þú það? Ágætt var svarið. Fínt svaraði sá sem spurði. Svo það sama næsta dag og svo frv. Allgjört afskiptaleysi og virðingarleysi.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 08:05
Við sem störfum á Landspítala höfum nú í langan tíma mátt búa við gríðarlegan skort legurýma. Þetta veldur því að sjúklingar sem eiga að leggjast inn á spítalann ílendast á bráðamóttökum, jafnvel sólahringum saman, þar sem hagsmunum þeirra er illa borgið. Læknar geta engan veginn neitað að leggja sjúklinga á gang, einfaldlega vegna þess að þá festast viðkomandi sjúklingar á bráðamóttöku. Bráðamóttakan er eina deildin sem ekki getur vísað fólki frá sér/borið því við að hún sé full, þannig að hún situr uppi með sjúklingana ef pláss eru búin á spítalanum. Þetta ástand er algjörlega óásættanlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk og veldur mikilli streitu á vinnustað, kulnun í starfi og atgervisflótta. Mikið er talað um skort á starfsfólki í heilbrigðisþjónustunni og er hann að stórum hluta tilkomin af einmitt þessu, troðfullum deildum, ganga- og bráðamóttökuinnlögnum, óánægju sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks.
Vil einnig bæta því við að ég hef ekki orðið vör við það í mínu starfi að sjúklingar séu lagðir á gang þrátt fyrir að rúm séu laus á stofum ("lokuð pláss").
Steinunn Þórðardóttir, læknir á Landspítala
Steinunn Þórðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 11:35
Stuttu seinna fékk alþingismaður blóðtappa. Ekki var hún látin liggja á ganginum og var boðin endurhæfing strax eftir Grensás. Ekki var mér boðin nein slík og er enn að glíma við afleiðingarnar.Skrítið hvað allt í einu var deildin ekki full. Eða ætli einhverjum hafi verið snarað fram á gang?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.