Fimmtudagur, 17. maí 2007
Línur skýrast
Mér létti að heyra að formenn stjórnarflokkana hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf. Mitt mat er það að með þau úrslit sem Framsókn fékk í kosningunum hefði verið fráleitt að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Mér leist ekkert á allar þær tilfæringar sem þurfti til að gera Framsókn samstarfshæfa, s.s. að breyta lögum svo ráðherrar gætu kallað inn varamenn til að tryggja að Framsókn gæti mannað t.d. nefndir á Alþingi.
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun á morgun fara á fund forseta Íslands og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Af fréttum má ráða að hann muni einnig tilkynna forseta Íslands að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin vilji mynda ríkisstjórn. Ekki er við öðru að búast en að forseti Íslands feli formanni Sjálfstæðisflokksins beint í framhaldinu umboð til stjórnarmyndunar.
Ýmsir hafa haft áhyggjur af því að pólitíkusinn og vinstri maðurinn muni koma upp í forseta Íslands í þeirri stöðu sem nú er að koma upp. Ég hef ekki trú á því. Fyrir liggur að formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnir forseta Íslands að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ætli að mynda ríkisstjórn. Í þeirri stöðu tel ég að forseti Íslands geti ekki með neinum hætti gripið þar inn í. Því síður tel ég að honum sé heimilt, eins og formaður Vinstri grænna virðist vera að kalla eftir, að fela formanni Samfylkingarinnar stjórnarmyndunarumboðið.
Sjálfur hefur enda forseti Íslands sagt að hann telji að stjórnmálaflokkarnir eigi að sjá um stjórnarmyndun og að forseti Íslands eigi ekki að hafa afskipti af málum nema þörf krefji. Engin slík þörf er fyrir hendi eins og mál blasa við nú. Stærstu stjórnmálaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa ákveðið að láta reyna á það hvort þeim takist að mynda ríkisstjórn. Forseti Íslands hlýtur að virða þá ákvörðun stærstu stjórnmálaflokkanna og gera þeim kleift að láta á þetta reyna. Forseti Íslands á að mínu mati ekki aðra kosti í þessari stöðu en að fela formanni Sjálfstæðisflokksins stjórnarmyndunarumboðið. Það er fráleitt að forseti Íslands eigi eitthvað að byrja á því að ræða við formenn stjórnmálaflokkanna til að kanna hver staðan sé.
Af kvöldfréttum má ráða að Vinstri grænir eru meira að segja tilbúnir til að púkka upp á Framsókn til að mynda meirihlutastjórn til vinstri. Skrítið, því fyrir örfáum dögum sagði formaður Vinstri grænna að það væri fráleitt af Sjálfstæðisflokknum að fara í áframhaldandi samstarf við Framsókn eftir það afhroð sem flokkurinn hefði beðið í kosningunum. Nú er hins vegar Framsókn allt í einu orðin í lagi í augum Vinstri grænna ef það gæti hjálpað þeim til að komast til valda. Ráðherrastólarnir kitla greinilega svo mjög að Vinstri grænir eru tilbúnir til að kyngja Framsókn til að tryggja sér þá. En fyrir liggur að Samfylkingin vill byrja á því að ræða við Sjálfstæðisflokkinn. Allar vangaveltur um vinstri stjórn eru því andvana fæddar.
Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Já það er sko mjög spennandi að fylgjast með framhaldinu ég vona svo innilega að þau Geir og Ingibjörg nái að semja, þá er allavega mín ósk uppfyllt.
En mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég upplifi Steingrím setja á sig margar grímur þessa dagana. Sástu áðan Dögg í Kastljósi hvað hann mildaðist allt í einu þegar Guðni Ágústsson sagðist hafa verið tilbuinn að ræða við andsöðuflokkana ? Mér finnst hann alveg búinn að snúa sjálfum sér í heilan hring
Inga Lára Helgadóttir, 17.5.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.