Miðvikudagur, 16. maí 2007
Útstrikanir
Fjölmiðlar hafa frá því að niðurstaða kosninganna lá fyrir mikið fjallað um útstrikanir á tveimur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandi og Reykjavík suður og hugsanlegum afleiðingum þeirra. Öll umfjöllunin sýnist byggð á getgátum því yfirkjörstjórnir þeirra kjördæma sem umræddir frambjóðendur eru í hafa ekkert getað sagt til um umfangið. Upplýsingar virðast m.a. byggðar á sjónmati starfsmanns við talningu á yfirstrikunarbúnka, ef marka má fréttir sem ég hef heyrt um málið.
Allt fer þetta síðan til landskjörstjórnar. Landskjörstjórn er kosin af Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar. Nefndin kýs sér sjálf formann.
Formaður landskjörstjórnar nú er lögmaður sem ítrekað hefur fjallað um dómsmálaráðherra vegna svokallaðs Baugsmáls, en lögmaðurinn er verjandi eins eigenda Baugs í því máli. Lögmaðurinn hefur m.a. haldið því fram að dómsmálaráðherra hafi verið "bullandi hlutdrægur" gagnvart sakborningum í Baugsmálinu og því m.a. verið vanhæfur til að skipa settan ríkissaksóknara í málinu. Fréttaskýringu frá 17. nóvember 2005 um þennan þátt málsins er að finna á: http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1050190 Þar eru rakin ýmis ummæli lögmannsins við meðferð kröfu verjenda að dómurinn tæki afstöðu til þess hvort dómsmálaráðherra hefði verið hæfur eða vanhæfur til að skipa settan ríkissaksóknara.
Útstrikanir á dómsmálaráðherra má hugsanlega, a.m.k. að einhverju leyti, rekja til auglýsingar sem einn eigandi Baugs birti í öllum dagblöðum daginn fyrir kosningar. Vegna starfa lögmannsins fyrir eigendur Baugs hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort hugsanlegt sé að formaður landskjörstjórnar kunni að vera orðinn vanhæfur til að fjalla í landskjörstjórn um útstrikanirnar og afleiðingar þeirra, a.m.k. að því er dómsmálaráðherra varðar.
Vanhæfisreglur landskjörstjórnarmanna virðast eingöngu byggjast á tengslum, ekki á hinni svokölluðu matskenndu hæfisreglu stjórnsýslulaganna, en samkvæmt henni er einstaklingur vanhæfur til a fara með mál ef hægt væri með réttu að draga óhlutdrægni hans í efa. Lögmenn eiga líka, samkvæmt siðareglum lögmanna, kröfu á því að þeim sé ekki samsamað við skjólstæðinga sína. Engu að síður er þetta áleitin spurning.
Það rifjast upp að 29. maí 1996, í aðdraganda forsetakosninganna þá, sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, þá lögmaður en nú hæstaréttardómari, af sér formennsku í yfirkjörstjórn í Reykjavík. Í greinargerð sem JSG sendi fjölmiðlum vegna þessa sagði hann m.a.:
... Á undanförnum árum hefur nokkrum sinnum komið fyrir að ég hafi í starfi mínu sem málflutningsmaður annast rekstur mála, þar sem ofangreindur forsetaframbjóðandi hefur komið við sögu sem alþingismaður eða ráðherra með þeim hætti að ég hef talið bæði siðlaust og á köflum löglaust og orðið um að fjalla á þeim grundvelli. ... Tel ég engan vafa leika á, að almennar vanhæfisreglur komi til athugunar við forsetakosningar. Er t.d. ljóst að úr kjörstjórn yrði að víkja náinn venslamaður forsetaframbjóðanda sbr. 2. tl. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ekki er síður ástæða til að raunveruleg vildarafstaða kjörstjórnarmanna gagnvart forsetaframbjóðendum með eða móti geti valdið vanhæfi. Eru slíkar ástæður raunar oft þyngri á metunum heldur en formleg tengsl sem auðveldara er að festa hendur á. Er þetta í samræmi við kenningar fræðimanna á þessu sviði. Skal og minnt á túlkun Hæstaréttar í dómi 19. mars 1993 (H. 1993.603) að það sé nóg til vanhæfis að þeir sem hagsmuna eiga að gæta af opinberri stjórnsýslu hafi ekki réttmæta ástæðu til að efast um hlutleysi stjórnsýsluhafa. Byggist þetta á því viðhorfi að trúnaðartraust þurfi að ríkja til stjórnsýsluhafans. Niðurstaða mín er sú að ég hafi á undanförnum árum svo oft fjallað opinberlega og fyrir dómi um ávirðingar Ólafs Ragnars Grímssonar forsetaframbjóðanda í opinberum störfum hans að honum væri óréttur gerður ef hann þyrfti að una því að ég starfaði í yfirkjörstjórn Reykjavíkur í forsetakosningum þeim sem í hönd fara. Vík ég því úr sæti mínu í kjörstjórninni.
Almennt skoðað tel ég langsótt að formaður landskjörstjórnar eigi að víkja sæti í máli þessu vegna vanhæfis. Það er hins vegar ekki almenn skoðun sem skiptir hér máli. Útgangspunkturinn við þessa skoðun hlýtur að vera sá hvort dómsmálaráðherra geti, vegna ummæla sem fallið hafa í Baugsmálinu, haft ástæðu til að efast um hlutleysi lögmannsins þegar það kemur til kasta landskjörstjórnar að fjalla um afleiðingar útstrikana í Reykjavík suður.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Vitaskuld getur dómsmálaráðherra haft efasemdir um hlutlægni Gests Jónssonar. Ef vantraust er í gangi á Björn að gera kröfu um að Gestur víki og Gestur á jafnvel að standa upp áður en efasemdir eru orðaðar. Varamaður kallaður til. En ekkert af þessu breytir lögmæti útstrikananna eða fjölda þeirra. Nei þeim afleiðingum sem lög bjóða.
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 09:53
Þörf ábending og góð. En hvað er hægt að gera? Hvaða afleiðingar boð landslög?
Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:37
Útstrikanir og afleiðingar þeirra byggja á grjóthörðum tölulegum staðreyndum og reglum þar að lútandi og getur varla reynt á hæfi kjörstjórnarmanna í því tilfelli, því útreikningarnir eru öllum ljósir. Hér geta menn varla misbeitt valdi !
Kristján H Theódórsson, 16.5.2007 kl. 20:29
Finnst þér ekki þetta vera aðeins of langsótt? Yfirkjörstjórn hefur ekkert með þetta að gera, heldur birtir aðeins tölulegar staðreyndir. Óþarfi að falla í einhvern samsærispott..
Annars fannst mér þessar útstrikanir leiðinlegar. Það hefur verið alltof mikil neikvæð umræða í kringum Björn Bjarna, hann hefur kannski jú unnið fyrir því, maðurinn kann stundum ekki að þegja en það er bara svo léttvægt miðað við hvað hann hefur gert einstaklega marga góða hluti sem ráðherra og það fer alltof lítið fyrir því. Ég held að sjaldan höfum við haft jafn duglegan ráðherra og hann. Næst maður í Dóms og kirkjumálaráðuneytinu mætti gjarnan vera Atli Gíslason
Ég myndi svo vilja sjá Björn Bjarna í heilbrigðisráðuneytinu. Þar þarf virkilega að taka til hendinni. Ég vona bara að hann hafi heilsu til og nái að hvíla sig vel og slaka á í sumar.
Björg F (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.