Mánudagur, 7. maí 2007
Sagan góða
Það er ótrúlegt að sjá það uppnám sem lítil saga sem ég skrifaði hér á blogginu í gær hefur valdið andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Athugasemdirnar tala þar sínu máli. Þær sýna einnig fádæma fyrirlitningu á fullorðnu fólki, sbr. ósmekkleg ummæli um elliært fólk sem ekki eigi að fá að kjósa. Þessar athugasemdir sýna kannski betur en nokkuð annað raunverulegan hug vinstri manna til aldraðra.
En það er auðvitað skiljanlegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru að fara á taugum. Skoðanakönnun fyrir helgi sýndi að 65% vilja að Sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn næsta kjörtímabil. Það sem meira er, önnur skoðanakönnun sýndi að 54% treysta formanni Sjálfstæðisflokksin best til að leiða næstu ríkisstjórn. Næst á eftir honum kemur Ingibjörg Sólrún með 17% stuðning í forsætisráðherrastólinn og Steingrímur J er með eitthvað minni stuðning. Miðað við fylgi þessara flokka í skoðanakönnunum þá vilja kjósendur þeirra frekar Geir H. Haarde en eigin flokksformann í stól forsætisráðherra. Þarf frekari vitnana við?
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi
Athugasemdir
Svona er þetta Dögg, og þeir sem kommentuðu á þetta sýndu ekki mikinn þroska að mér fannst. Mér finnst vera mjög algengt þegar ég tala við einstaklinga eins og þessa að þeir séu á móti í rauninni bara til að vera á móti. Eru með allt á hornum sér og kenna stórninni alveg um hina ótrúlegustu hluti,..... hefur þú orðið vör við það líka ?
Inga Lára Helgadóttir, 7.5.2007 kl. 19:14
Sagan um gömlu konuna minnti mig á söguna af Elísabetu bretadrottningu þegar hún var í heimsókn á elliheimili. Verandi þroskuð kona sjálf og drottning fólksins settist hún hjá konu einni og fór að rabba við hana. Konunni fannst ekki mikið um þetta dægrhjal drottningarinnar um veðrið. Loks fór svo að í tilefni af þessu áhugaleysi spurði drottningin gömlu konuna "jæja vina mín, veistu hver ég er?" þá svarðaði gamala konan "ef þú veist ekki hvert þú ert vona þá getur þú talað við hjúkrunarfólkið og þau hjálpa þér".
Það sýnir ágætan húmor Bretadrottningar að hún segir sjálf þessa sögu við ágætar undirtektir. Gangi þér vel í baráttunni Dögg.
Presturinn, 7.5.2007 kl. 22:13
Ég vona að þér gangi vel og að það verði ekki allt fullt af vondum vinstri mönnum að gera þér lífið leitt.
En annars held ég að lang flestir í þessu landi sé fólk sem er ekkert að eltast við einhvern sérstakan flokk. Fólk vill almennt að lífið sé í lagi í landinu og meðan fólkið trúir því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stjórnað efnahagsmálunum og stöðugleikanum þá mun flokkurinn vinna.
Ef þinn flokkur fipast á svellinu og lætur flækja sig í allskonar rugli sem hefur verið í farvatninu þá held ég að hinn almeinni borgari muni vilja prófa eitthvað annað.
Sigurður Sigurðsson, 8.5.2007 kl. 00:14
Ég datt nú hérna inn fyrir tilviljun, þökk sé mbl.is og ákvað að lesa og langaði aðeins að kommenta, þó ég þekki þig reyndar ekki baun
Þú minnist á að athugasemdirnar tali sínu máli og sýni fyrirlitninu viðkomandi á eldra fólki. Get vel skilið hvað þú átt við og auðvitað á allt fólk á sama hvaða aldri það er að fá að kjósa.
En samt sem áður finnst mér það ósmekklegasta í þessu öllu vera þín ummæli um að þetta sýni ef til vill raunverulegan hug vinstri manna til aldraðra ! Það finnst mér ansi hörð fullyrðing...
Smári Jökull (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 01:07
Smá leiðrétting. Allt fólk á að fá að kjósa á sama hvaða aldri það er, svo lengi sem það hefur auðvitað kosningarétt
Smári Jökull (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 01:11
Ég hef sjálfur aldrei skilið af hverju hægri menn eru vondir og vinstri menn góðir eða vinstri menn vondir og hægri menn góðir.
Erum við ekki öll bæði hægri og vinstri svona í misjöfnu magni? Stóriðjufólk og náttúruverndarfólk bæði í einu en í misjöfnu magni? Og svo margt fleira líka? Og af hverju er vinstri mönnum eithvað frekar illa við aldraða? Það meikar ekki sens, jafnvel þó einn "vinstri maður" hafi látið út úr sér einn á léttum strengjum, sem svo er snúið upp í hátíðlegheit.
Betra væri að ræða málefnin sem mestu máli skipta frekar en að ræða hægri vinstri upp og niður, eins og við séum í 9 ára mengjadæmabekk. Tek fram að mengjadæmin eru skemmtileg fræði og því fyrr sem börn læra þau því betra.
Ólafur Þórðarson, 8.5.2007 kl. 03:32
Það er aðeins ein athugasemd undir þessum pistli sem verður þér tilefni til þessara skrifa núna. Aðeins ein athugasemd þar sem minnst er á elliært fólk sem eigi ekki að kjósa. Sá sem það skrifar er óskráður og við vitum sem er að höfundurinn getur verið hver sem er. Má ég biðja þig að gæta hófs í yfirlýsingagleðinni og fullyrða ekki að kverúlant þessi sé vinstri maður. Það er einfaldlega ósanngjarnt og alls ekki málefnalegt. Aöl. þakka ég fyrir pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 08:29
Vá hvað Veffarinn hitti naglann á höfuðið
Inga Lára Helgadóttir, 8.5.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.