Leita í fréttum mbl.is

Kosningaloforð Samfylkingarinnar

Samfylkingin hefur aðallega tvö kosningamál: að eyða biðlistum eftir vistrými fyrir aldraða og bæta tannheilsu barna.

Fyrir stuttu benti ég á með hvaða hætti Samfylkingin stóð að því að bæta tannheilsu barna, síðast þegar Samfylkingarmaður sat í stól heilbrigðisráðherra. 

Varðandi biðlistana þá liggur fyrir að ríkisstjórnin er nú þegar búin að setja fram verkáætlun um byggingu 374 hjúkrunarrýma fyrir aldraðra fram til 2010. Af þeim munu 65 tekin í notkun á þessu ári. Ásta Möller fer ágætlega yfir þetta á bloggi sínu í dag og vísast til þess.

Þegar Samfylkingin leiddi R-listann í Reykjavík, í heil 12 ár, gerðist nánast ekkert í húsnæðismálum aldraðra. Síðast þegar Samfylkingin gat eitthvað gert til hagsbóta fyrir tannheilsu barna þá jók hún greiðsluþátttöku foreldra og gerði tannlækningar barna dýrari en áður.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf um trúverðugleika Samfylkingarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 392326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband