Leita í fréttum mbl.is

Fátæktin og vinstri grænir

Vinstri grænir ætla að útrýma fátækt, ekki seinna en strax, treysti kjósendur þeim fyrir lyklum að Stjórnarráðinu.

Fyrir nokkrum misserum breytti félagsmálaráð Reykjavíkur reglum sínum um fjárstuðning til þeirra sem minnst máttu sín. Þessi breyting kom illa við þann hóp og jók á fjárhagsvanda hans. 

Þegar vinstri grænir voru við völd í Reykjavík og gátu bætt hag fátækra, hvað gerðu þeir þá? Þeir juku á fátækt þeirra.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Það er mikið til í því að þeir sem eru efnamiklir verði enn auðugri og það finnst mér oft vera orðið heldur öfgafullt.... en hvernig er það Dögg ? Eru ekki færri núna en hér fyrir einhverjum árum síðan sem geta ekki lifað vegna of lágra tekna ? Eru ekki fleiri núna í dag sem geta lifað, semsagt lífsgæði hafa aukist. Er það ekki rétt hjá mér ? Það var td. Marx sem kom með það að ójöfnuður ætti eftir að aukast og það er að ég held rétt hjá Jón Kristófer, EN það eru fleiri sem ná að lifa þokkalega í dag.

Kveðja Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 30.4.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ójöfnuður hefur stóraukist í tíð þessarar ríkisstjórnar. Vinstri græn stjórn hefur það háleita markmið að koma fólki úr fátæktargildrunni, nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á. Sorglegt en staðreynd. Þess vegna þarf að skipta um stjórn. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.5.2007 kl. 08:31

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er ekki að segja að bilið á milli ríkra og fátækra hafi ekki aukist, langt þvi frá og er það nokkuð sem veldur stundum gremju. Einstaklingar sem vita ekki aura sinna tal og svo aðrir sem hafa ekkert, það veit ég og sagði hér að ofan. EN Hér fyrir nokkru síðan þá voru líklegast fleiri sem náðu ekki endum saman en núna í dag. Það er nú ekki svo langt síðan að þokkalegar barnabætur voru teknar upp, lýfeyriskerfið fór að ná til sem flestra, byrjaði bara á sjómönnum og svo framvegis.

Auðvitað er sárt að vita af fólki sem hefur það ekki gott og þar sem é er félagsráðgjafanemi þá hef ég nú nokkra þekkingu á þeim málum og sárast er með þá sem eru hjálparlausir, s.s. börn, öryrkjar og okkar eldra fólk. En það má ekki vanvirða það sem hefur verið gert hingað til og mun halda núna áfram !!! 

Inga Lára Helgadóttir, 1.5.2007 kl. 10:39

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Og eitt enn... þá vil ég að stjórnin leggi hart að sér að finna þau börn sem minnst mega sín, gera allt til að rífa sig upp. Ég las mjög sorglega rannsókn eftir Cynthiu Lisu Jeans og Guðnýju Eydal, þar kom fram að börn á grunnskólaaldri, um 10 ára aldur þyrftu að vinna inn fyrir nauðsynjum heimilisins og það er hræðilegt. Það þarf að leggjast til atlögu og finna þennan hóp og lyfta undir hann, það er fátt sem tekur eins sárt á mig eins og einstaklingar sem eiga erfitt...

Inga Lára Helgadóttir, 1.5.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 392324

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband