Leita í fréttum mbl.is

Óþörf pæling?

Samkvæmt Fréttablaðinu í dag er eitt helsta vandamál útvarpsstjóra þessa dagana að ákveða hvernig eigi að hafa það kl. 22 12. maí nk. ef upp kemur sú staða að Eiríkur vinnur Júróvisjón. Hvort á þá að sýna Eirík syngja sigurlagið eða fá fyrstu tölur úr Kraganum eða hvaða kjördæmi það verður nú sem verður fyrst tilbúið með tölurnar þegar kjörstaðir loka?

Mér finnst alveg merkilegt að það þurfi yfirleitt að eyða tíma í þessa pælingu. Er ekki sjálfgefið að ef Eiríkur vinnur þá viljum við fyrst sjá hann syngja sigurlagið og svo fá fyrstu tölur? Sigurlagið er bara sungið einu sinni í lok Júróvisjon en það er klárt að tölur úr kjördæmum koma aftur og aftur alla kosninganóttina þangað til talningu lýkur. Það ætti því varla að þurfa marga daga í þessar pælingar, eða hvað? Fyrst fáum við Eirík og svo tölurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía Sigurðardóttir

Alveg hárrétt hjá þér Dögg, ef svo skemmtilega vildi til að hann skyldi bara vinna Evróvison þá hljótum við Eurovision þjóðin að vilja sjá það.

Stefanía Sigurðardóttir, 23.4.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 392324

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband