Mánudagur, 23. apríl 2007
Staðgöngumæðrun
Ég varð talsvert hugsi þegar ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu í dag, sunnudag, þar sem par óskar eftir staðgöngumóður.
Ég var í nefndinni sem samdi frumvarpið sem varð að lögum um tæknifrjóvgun (nr. 55/1996) og þekki því þá forsögu mjög vel. Sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegast væri að líta svo á að tæknifrjóvgun væri meðferð við ófrjósemi. Með þeirri aðkomu þurfti ekki að taka afstöðu til réttar samkynhneigðra para til tæknifrjóvgunar enda gerðu lögin ekki ráð fyrir því að samkynhneigðum pörum væri opinn aðgangur að þessari meðferð til að eignast saman börn.
Jafnframt var nefndin sammála um það að setja fortakslaust bann við staðgöngumæðrun, þ.e. því að kona gangi með barn fyrir aðra konu (án tillits til hvort egg staðgöngumóðurinnar eða konunnar sem átti að fá barnið væru notuð). Ástæða þess var einkum sú að á þeim tíma var staðgöngumæðrum almennt bönnuð, m.a. vegna ýmissa lagalegra flækja sem því tengdust.
Síðan er liðinn áratugur og margt hefur breyst. Á síðasta ári var ákveðið að bæta lagalega stöðu samkynhneigðra (lög nr. 65/2005 um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun)). Ein þeirra laga sem breytt var vegna þessa voru lögin um tæknifrjóvgun. Í kjölfar breytingarinnar geta samkynhneigðar konur í staðfestri samvist eða skráðri sambúð eignast barn með tæknisæðingu. Þær fá þá gjafasæði en önnur hvor leggur til eggið og gengur með barnið.
Ég tel að þessi rýmkun á lögum um tæknifrjóvgun til hagsbóta fyrir samkynhneigðar konur kalli á frekari endurskoðun á lögunum, m.a. á hinu fortakslausa banni við staðgöngumæðrun. Staðgöngumæðrun er nú leyfð í ýmsum nágrannalöndum og eðlilegt að í þessu efni fylgjum við þeim.
Til eru gagnkynhneigð pör sem eiga engin önnur úrræði en staðgöngumæðrun til að eignast barn þar sem þeirra eigin kynfrumur eru notaðar. Tæknin gerir barneign þeirra mögulega með aðstoð staðgöngumóður. Úr því að ekkert bannar þeim að leita eftir meðferðinni í útlöndum, t.d. í jafnnálægum löndum og Bretlandi, er þá ekki eðlilegra að rýmka löggjöfina hér?
Niðurfelling á fortakslausu banni við staðgöngumæðrun myndi ekki eingöngu gagnast gagnkynhneigðum pörum. Ef staðgöngumæðrun yrði leyfð gæti opnast möguleiki fyrir samkynhneigða karlmenn í staðfestri samvist eða sambúð að eignast börn þar sem þeirra eigin kynfrumur yrðu notaðar. Það má velta því fyrir sér hvort lögin í þeirri mynd sem þau nú eru, sem gera samkynhneigðum konum kleift að eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar en samkynhneigðum körlum ekki, feli ekki í sér brot á jafnræðisreglu. Ég tel að það þurfi sem allra fyrst að endurskoða lögin um tæknifrjóvgun með ofangreind atriði í huga.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 392463
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi
Athugasemdir
Það fellst fortakanleg forræðishyggja í fortakslausu banni á staðgöngumæðrun. Sjálfstæðismenn ættu fortakalaust að breyta þessari löggjöf, því hún er til skammar, ekki síst þeim sem segjast grundvalla skoðanir sínar á einstaklingsfrelsi. Rétt væri þó að setja ramma utan um ferlið, til að réttarstaða allra hagsmunaaðila sé sem skýrust.
Og svo legg ég til að Lyfjastofnun hætti að skipta sér af þegar maður kaupir sér vítamín og önnur holl náttúruefni á netinu. Sú stofnun minnir mann á leifar frá ráðhússtjórnarríkjunum.
Bjarni M. (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 14:35
Ég er hissa á því, Dögg, hve róttæk þú ert í þessum málum. Gef mér þó ekki tíma hér og nú til að fjalla um hlut samkynhneigðra að þessu, en hef gert það ýtarlega annars staðar, einkum á kirkju.net. Um staðgöngumæðrun á ég hins vegar athugasemdir á þessari vefsíðu Stefáns Friðriks Stefánssonar.
Jón Valur Jensson, 23.4.2007 kl. 20:09
Þetta snýst ekki um róttækni eða ekki róttækni Jón Valur. Ég hefði kosið að halda því óbreyttu að tæknifrjóvgun væri meðferð við ófrjósemi. Löggjafinn er búinn að ákveða annað og þar með kallað á að það er nauðsynlegt að endurskoða lögin. Stundum er það svo að þegar a er sagt þá verður líka að segja b. Staðgöngumæðrun er dæmi um það.
Dögg Pálsdóttir, 23.4.2007 kl. 21:08
Sæl Dögg. Gaman að heyra að þú hafir águga á þessu máli.
Þetta hefur verið mitt hjartans mál í mörg ár. Ég fór nokkrar ferðir í heilbrigðisráðneytið til að athuga hvort hægt væri að breyta lögunum um staðgöngumæðrun. En það kom ekkert útúr því. Ég hafði heyrt um dæmi í Hollandi þar sem undanþága var gefin vegna mistaka á sjúkrahúsi. En vonandi verða þessar umræður til þess að stjórnmálamenn láti til sín taka. Takk.
Pálína Sif Gunnarsdóttir, 23.4.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.