Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti er einstakur dagur. Honum fylgir stemmning og bjartsýni, von um að sumarið sem heilsar verði okkur gott og farsælt. Mér sýnist að vetur og sumar hafi frosið saman víðast hvar á landinu. Segir þjóðtrúin ekki að það þýði betra sumar en ella?

Í endurminningunni var alltaf frost og jafnvel snjór á sumardaginn fyrsta. Ég var í skátunum og því fylgdi að ganga fylktu liði í skátamessu á sumardaginn fyrsta. Skátabúningur okkar stelpnanna var kjóll, frekar þunnur og það mátti ekki vera í buxum með honum og varla í nokkru þykku eða hlýju innanundir, og alls ekki rúllukragapeysu. Hún skemmdi "lookið" á búningnum. Mér var því alltaf kalt í skrúðgöngunni. Sem betur fer er búið að breyta þessu og stelpur jafnt sem strákar eru í buxum við skátaskyrtuna.

Ég ætla að endurvekja gamlan sið og fara í skátamessu í Hallgrímskirkju núna kl. 11. Síðan hvíla á mér ýmsar framboðsskyldur sem mér er ljúft að sinna.

Tölurnar úr nýjustu skoðanakönnuninni eru okkur sjálfstæðismönnum ómetanleg hvatning í kosningabaráttunni. En það þýðir ekki að slá slöku við þótt skoðanakannanirnar gefi til kynna að flokkurinn njóti góðs byrs. Það eru kosningarnar sem við ætlum að vinna, ekki skoðanakannanirnar. Þessar tölur og jafnvel betri ætlum við að fá uppúr kjörkössunum 12. maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 392326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband