Leita í fréttum mbl.is

Orð að sönnu ...

Af hverju mátti ekki fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni um sinn og láta reyna lengur á samningaviðræðurnar við Breta og Hollendinga? Þau tilboð sem á borðinu eru frá Bretum og Hollendingum munu hagstæðari en sá samningur sem kosið er um. Forystumenn ríkisstjórnarinnar staðfesta hina skrítnu stöðu með því að sitja heima og styðja þar með ekki þau lög sem börðust hvað harðast fyrir sjálf. Svo kostar þetta fullt af peningum sem betur væri varið í eitthvað skynsamlegra. En úr því að þjóðaratkvæðagreiðslan er haldin í dag verða kjósendur að mæta á kjörstað og krossa við NEI.
mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nákvæmlega Dögg. En hvernig hefðu hrunflokkarnir brugðist við frestun ?

Stjórn Jóhönnu leyfði einfaldlega þessum tilgangslausu kosningum að fara fram til þess að koma á móts við innihaldslaust gelt Bjarna og Davíðs.

Þá er það frá og hægt að snúa sér aftur að alvöru vinnu.

Sorglegast þó að þessar 400 miljónir ( þó þær séu skiptimynt í augum sumra ) skyldu ekki renna til fjölskylduhjálparinnar í stað þessarar markleysu.

hilmar jónsson, 6.3.2010 kl. 15:02

2 identicon

Skrítin staða. En skrítin af því ráðamenn haga sér þannig. Sammála að eigi að mæta á kjörstað (og kjósa nei). En málskotsrétturinn er nú einu sinni stjórnarskrárbundinn og verið að virkja í fyrsta sinn. Það er sögulegt. Samningarnir undanfarna daga hafa verið algert grín, helst til þess gert að reyna að fá Íslendinga til að falla frá þjóðaratvkæði og draga gildi þess í efa. Bretar vilja bara enga kostningu.

Að nefna peninga í sömu andrá og þjóðaratkvæði fynst mér fremur ósmekklegt þó illa hafi verið staðið að kostningunni. Málskotsrétturinn er nefninlega ein besta og ódýrasta langtíma fjárfesting sem við getum gert. Aðrar þjóðir hafa borgað fyrir lýðræðið með blóði og tárum. Það minnsta sem við getum gert er að mæta á kjörstað gott fólk.

Þorbergur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 15:02

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Einkennilegt að sjá löglærða manneskju orða hluti svona. Augljóslega er ekkert í stöðunni annað en kjósa núna, fyrst hin umdeildu lög voru ekki formlega ógilt af þinginu áður. Hver heldurðu að samningsstaðan verði eftir að þau hugsanlega taka gildi ef nógu margir bjálfar mæta og samþykkja?

Þessi s.k. "betri tilboð" hyrfu þá snarlega af samningsborðinu, enda ekki um neitt að semja lengur fyrir okkar viðsemjendur, þjóðin og þingið hér búin að samþykkja að ábyrgjast skuldbindgu skv. lögum nr. 1 2010!

Kristján H Theódórsson, 6.3.2010 kl. 15:20

4 identicon

Hilmar,

Þú jarmar sífellt um einhverja hrunflokka en virðist ekki vera búinn að átta þig á því enn þá að Samfylkingin á alveg sinn þátt í hruninu. Þeir einu af gömlu flokkunum sem enn eru inni á þingi og geta státað af að hafa ekki tekið þátt í skipulagningu hrunsins eru VG. Sá flokkur sýnir þó frekar litla viðleitni til þess að reisa þjóðfélagið við núna. Þið sem talið um að þjóðaratkvæðagreiðslan nú sé markleysa eruð svo blinduð af pólitísku hatri að þið sjáið ekki að lögin sem verið er að kjósa um taka gildi ef þau verða ekki felld í kosningunum nú. Og þá verða engin "betri boð" á borðinu. Lögin hafa ekki verið felld úr gildi en það gerist aðeins með þessari atkvæðagreiðslu, þ.e. ef meirihlutinn hafnar þeim sem virðist nokkuð borðleggjandi.

Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 15:35

5 identicon

Það hefði nú verið afar vafasamt að fresta atkvæðagreiðslunni vegna þess að stjórnarskráin kveður á um að atkvæðagreiðslu v/synjun forseta skuli halda eins fljótt og auðið er.

En ef ríkisstjórnin hefði raunverulegan þingmeirihluta hefði náttúrulega verið möguleiki að afturkalla lögin líkt og gert var með fjölmiðlalögin. Þá hefði svosem verið hægt að halda atkvæðagreiðslu síðar um nýjan samning.

Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband