Leita í fréttum mbl.is

Skoðana- og tjáningarfrelsi

Eru þingmenn Samfylkingarinnar búnir að gleyma því að VG gekk óbundið til þessa stjórnarsamstarfs varðandi aðildarviðræður að EB? Verra er að þingmenn Samfylkingarinnar virðast búnir að gleyma því að í landinu er tjáningarfrelsi og málfrelsi, sbr. 73. gr. stjórnarskrárinnar.:

     Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
     Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
     Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.


mbl.is Tuktar þingmenn Vinstri Grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Góður punktur Dögg og þarft að fá hann upp á borð núna.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.2.2010 kl. 07:35

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þingmenn VG áttu líka að hafa frjálsar hendur með að kjósa með eða á móti ESB-umsókninni sl. sumar en var engu að síður m.a. ítrekað hótað stjórnarslitum af Samfylkingunni ef þeir styddu ekki málið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.2.2010 kl. 08:17

3 identicon

Takk fyrir þetta Dögg, eins og allt annað. Þörf áminning.

Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 08:54

4 identicon

Ágæta Dögg.

Þar sem jafnræðisregla stjórnarskráinnar gildir ekki nema stundum er varla tiltökumál þótt Samfylkingin afnemi tjáningar og skoðanafrelsi með aðstoð VG sem sitja svo í súpunni sjálfir.

Allt hittir þetta fyrir uppruna sinn fyrr eða síðar.

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 13:31

5 identicon

Orðheldni er ekki hátt skrifuð hjá Sjálfstæðismönnum sé ég, né sumum ónefndum þingmönnum Vg. Samfylkingin og Vg gerðu með sér málefnasamning þar sem lausnin á ágreiningi flokkanna um ESB var sú að þjóðin ætti að skera úr um málið. Það yrði ekki gert nema vita hvað væri í boði. Því var sótt um aðild.

Það vita það allir og Vg þingmenn líka að hefðu þeir orðið til þess að þessum ákvæðum málefnasamningsins yrði ekki hrint í  framkvæmd, þá hefði það þýtt stjórnarslit. Það gildir enn.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 18:16

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það klikkaði hjá Geir að láta ekki steita á frekjunni í Samfylkinguni og það sama er að gerast hjá VG.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2010 kl. 22:42

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er rétt hjá þér Hrólfur, það er eins og menn séu hræddir við Samfó. Hvers vegna í ósköpunum? Það er kannski aumingjagæskan í okkur. Viljum ekki vera vond við þá sem eiga bágt. Samfó þjáist greinilega af minnimáttarkennd og eins og hjá svo mörgum sem þjást af henni, kemur það fram í frekju og yfirgang.

Gunnar Heiðarsson, 25.2.2010 kl. 23:37

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

 Gunnar -

Minnimáttarkennd brýst oft út sem mikilmennskubrjálæði -

Sé ekki hvar orðheldni Sjálfstæðismanna kemur inn í þetta - hinsvegar er það undarlegt að upplifa þá staðreynd að jafnræðisregla Stjórnarskrárinnar skuli ekki halda nema stundum. Þetta er jú sú regla sem á að gilda alltaf -  í öllum málum og gagnvart öllu fólki.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.2.2010 kl. 00:52

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ólafur Ingi, sé ekki hvar mikilmensku brjálæði kemur við sögu hjá Gunnari. 

Átta mig heldur ekki á hvar sanleiksást sjálfstæðismanna kemur inn í myndinna.

Það er hinsvegar rétt hjá þér að jafnræðisregla á alltaf að gilda og í raun geri hún það.  En það eru alstaðar til skussar líka í réttarkerfinu.    

Hrólfur Þ Hraundal, 26.2.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband