Leita í fréttum mbl.is

Þolmörk almennings?

Nánast daglega greina fjölmiðlar frá sérkennilegum viðskiptum og peningamillifærslum hjá bönkunum í aðdraganda hrunsins. Viðtöl eru við erlenda sérfræðinga sem benda til að bankarnir sjálfir, og líklega stjórnvöld, hafi gert sér grein fyrir hvert stefndi. Lítið, ef nokkuð, virðist þó hafa verið gert, af hálfu stjórnvalda. Þau virðast hafa treyst því að þetta myndi reddast. En greinilega hafa ýmsir í bönkunum, sem vissu hvert stefndi, notað tímann vel til að bjarga sjálfum sér og völdum vinum sínum.

Hvernig er hægt að ætlast til þess að almenningur trúi því að þessar miklu peningamillifærslur séu tilviljun og fullkomlega eðlilegar? Við hverja frétt af þessu tagi eykst óþol almennings eftir að heyra að látið verði reyna á t.d. refsiábyrgð þeirra sem að baki þessu hafa staðið. Því er haldið fram að ef margt af því sem hér hefur gerst hefði gerst t.d. í Bandaríkjunum væri búið að leiða mjög marga einstaklinga út í handjárnum og jafnvel gefa út á þá ákærur. Við vitum varla hvort efnahagsbrotadeildin sé að rannsaka þessi mál. Og rannsóknir FME, ef einhverjar eru, eru á hraða snigilsins. Enda hvernig er hægt að ætlast til að stjórnvald sem brást svo herfilega, hafi burði til að rannsaka afleiðingar eigin afglapa?


mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eg skulda 2000 kr og fæ hótanir burt með þetta pakk og látum þau borga

gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Er það að furða þó fólk sé komið í byltingarham?? Það eru takmörk fyrir því hvað þessi annars friðsama þjóð lætur bjóða sér og ég held að allt tal um lög og reglur fari orðið inn um eitt og út um hitt.... það fer enginn eftir þeim.

Heiða B. Heiðars, 19.1.2009 kl. 10:21

3 Smámynd: Reynir W Lord

En hvað er hægt að gera enn að mómæla og reyna að láta í sér heyra, því ekki ætla ríkistjórninn að axla ábyrgð eða útrásavíkingarnir, þeir eru allir farnir í felur. Við tökum þessu borgum þetta og gerum ekkert.

Reynir W Lord, 19.1.2009 kl. 10:21

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

og líklega stjórnvöld, hafi gert sér grein fyrir hvert stefndi. Lítið, ef nokkuð, virðist þó hafa verið gert, af hálfu stjórnvalda.

Ættu slík stjórnvöld ekki bara að skammast sín og víkja af sviðinu sem fyrst? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.1.2009 kl. 10:59

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mikið sé ég eftir Einari Odd.

ÞAr fór heiðarlegur maður og frómur.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 19.1.2009 kl. 13:36

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sumir hafa verið að tala um skrílslæti mótmælenda, en ég verð að segja að stórkostlegrar stillingar gætir hjá almenningi. Stjórnmálaflokkarnir verða að fara að axla ábyrgð á gildandi peningastefnu og einstökum mistökum. Þetta á ekki bara við um Sjálfstæðisflokkinn, heldur ekki síður um þá sem tróðu okkur með ólögmætum hætti inn í Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Er virkilega ætlunin að viðhalda lausung Seðlabankans í peningamálum, sem birtist í "torgreinanlegri peningastefnu" (discretionary monetary policy) ? Er virkilega ætlunin að lafa áfram með hand-ónýtan gjaldmiðil, þótt möguleiki sé á upptöku sterks innlends gjaldmiðils undir stjórn Myntráðs ? Hvers vegna líta stjórnvöld ekki á þær alvarlegu ásakanir sem ég hef sett fram, í margar vikur ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 13:38

7 identicon

Svokölluð skrílslæti mótmælenda eru léttvæg samanborið við fílana í postulínsbúðinni.

Það að stjórnvöld taki á sökudólgum með silkhönskum í stað handjárna, sannfærir mann betur og betur um að það er óhreint mjöl í pokahorninu. Það eitt að þau fari ekki frá þrátt fyrir kröfur ÞJÓÐARINNAR gerir þau samsek og meðsek ef einstaklingar á meðal þeirra áttu þá ekki beinan þátt hruninu.

Burt með þetta lið!

Kolbrún (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:53

8 Smámynd: Hlédís

Góður pistill, Dögg!

Hlédís, 19.1.2009 kl. 14:05

9 Smámynd: Offari

 Þolmörk eru þrotin

Þjóðin niður brotin.

Stjórnin röng og rotin

rætast hratt gjald-þrotin.

Offari, 19.1.2009 kl. 15:05

10 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það er öllum dagljóst að stjórnvöld hafa brugðist skyldum sínum. En þú verður nú að tala varlega sem varaþingmaður sjálfstæðisflokksins. Það er þó jákvætt að æ fleiri fylgismenn stjórnarflokkanna styðja kröfu um nýjar þingkosningar í vor.

Sigurður Sveinsson, 19.1.2009 kl. 16:14

11 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Af hverju ætti Dögg að tala varlega, henni ber að fara að eigin sannfæringu burtséð frá því sem flokkurinn eða þingflokkurinn hennar er að gera. Varðandi lög eða meint lögbrot, þá leyfi ég mér að halda fram að allt, sem útrásarvíkingar gerðu fyrir bankahrun, eða gera eftir bankahrun, sé einmitt löglegt - í boði sjálfstæðisflokksins og meðreiðarflokka hans síðan 1991.

Björgvin R. Leifsson, 19.1.2009 kl. 17:06

12 Smámynd: Kristján Logason

getur verið góða mín
gjörning stjórnvöld studdu
hafi fengið heim til sín
hámiljóna skruddu

Kristján Logason, 19.1.2009 kl. 17:49

13 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Þolinmæði almennings eru löngu brostin. En það skiptir ekki máli. Á meðan ríkisstjórnin er ákveðin í að sitja áfram þá gerir hún það. Ekki einu sinni varaþingmenn geta haft þar áhrif.

Sigurður Haukur Gíslason, 19.1.2009 kl. 21:54

14 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Mikið er ég feginn að vera ekki í sjálfstæðisflokki og þaðan af síður í valdastöðu. Þá þyrfti ég að horfast í augu við að hafa brugðist landi og þjóð og þurfa í næstu kosningum enn meiri skáldskap en áður til að blekkja fólk til fylgilags við flokkinn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.1.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 391663

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband