Leita í fréttum mbl.is

Umhyggja ráðamanna

Í nafni umhyggju "fyrir almenningi" er lagt til að vikið verði til hliðar skýrum samningsákvæðum um vexti. Ekki hafa samningsákvæðin um vextina sjálfa þó verið dæmd ólögmæt.

Viðbrögð ráðamanna og stjórnvalda eftir dóm Hæstaréttar 16. júní sl. hafa sýnt almenningi einungis eitt: Að umhyggja þeirra er ekki fyrir fólkinu í landinu heldur fjármálastofnunum. Þessi viðbrögð eiga ekki að koma almenningi á óvart, því frá bankahruni hefur það verið augljóst að ráðamenn og stjórnvöld telja að á almenning í landinu sé allt á leggjandi. Almenningur skal axla alla ábyrgð af því sem hér gerðist. Fjármálastofnanirnar sjálfar og þær sem spruttu úr þeim föllnu, skulu enga ábyrgð axla.

Við sitjum uppi með ríkisstjórn sem sýnir það á degi hverjum að hún veldur ekki hlutverki sínu. Sú fullyrðing að hún ætlaði sér að verða "norrænn velferðarstjórn í besta skilningi þess orðs" er orðinn vandræðalegur brandari.

Vandi almennings í landinu er hins vegar sá að stjórnarandstaðan er afspyrnuléleg líka. Fátt bendir til að hún yrði einhverju skárri, kæmist hún í stólana.

Það er stundum haft á orði að kjósendur fái þá ríkisstjórn sem þeir eiga skilið. Það er erfitt að trúa því að íslenskir kjósendur eigi skilið þau ósköp sem þeir sitja uppi með, handónýta ríkisstjórn og handónýta stjórnarandstöðu.


mbl.is Vextir á myntkörfu gætu nær þrefaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill !

En er ekki alveg hægt að segja að þessir lánasamningar séu í raun ógildir ?

Ef eitt aðal ákvæðið er dæmt ólöglegt, er þá ekki allur samningurinn ógildur ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 11:13

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Birgir, farðu nú ekki að bergmála hér vitleysuna úr honum Guðmundi Ólafssyni! – Dögg, kærar þakkir fyrir góðan pistil.

Jón Valur Jensson, 1.7.2010 kl. 13:27

3 identicon

Í ýmsum lögum eru ákvæði um almannahagsmuni, sem stjórnvöldum er ætlað að verja. Almaðurinn er hins vegar hvorki almenningur né heldur einhver tiltekinn hópur skuldara. Þetta hélt ég að væri kennt í lögfræði.

Hins vegar get ég vel unnt þér að vera með svona orðaleiki og orðhengilshætti til að koma höggi á ríkisstjórnina. Það er þó verra að þú hittir ekki alveg í mark því ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þessu klúðri er náttúrlega sú sem vaktaði fjármálastofnanirnar fyrst eftir að lögin sem bönnuðu gengistryggingu gengu í gildi árið 2001. Hefði þá verið tekið í taumana væru menn núna glaðir að borga af erlendu lánunum sínum - án gengistryggingar - en í evrum, jenum og frönkum.

Stjórnvöldum ber engin skylda til að sýna þessu fólki umhyggju, hvorki skuldurm né lánveitendum. Fyrirtæki í einkabissness eiga að geta klórað sig fram úr eigin klúðri. Fullorðið fólk sem tekur erlend lán á auðvitað að geta borgað þau til baka, sama hvert gengi krónunnar er. Hins vegar er finnst mér það hugulsamt af þeim að reyna að passa upp á að reikningurinn vegna neikvæðra áhrifa á fjármálastöðugleikann lendi ekki á almanninum. Þar er skattgreiðandinn í mér þakklátur.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 20:07

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Dögg tek undir með þér. Það er athyglisvert að fréttastofur RÚV segja ítrekað frá því að vextir til framtíðar á  gengistryggðum lánum séu þeir sem Seðlabankastjóri og Forstjóri Fjármálaeftirlitsins sendu út sem tilmæli um.

Innlegg Ómars Harðarsonar passar alveg samkvæmt handbók Austur Þýska kommúnistaflokksins. Hjá honum skipta lög engu máli. Niðurstaða Hæstaréttar er í hans huga aukaatriði. Hinn mannfjandsamleg viðhorf skín í gegn um rýrt innihaldið. 

Sigurður Þorsteinsson, 1.7.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband