Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Eru eignaspjöll friðsamleg mótmæli?

Fram hefur komið að útsendingabúnaður frá Stöð 2 var eyðilagður. Síðan hvenær eru eignaspjöll friðsamleg mótmæli?  


mbl.is Mótmælin áttu að vera friðsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælendur eyðileggja

Á skjánum var að birtast að Kryddsíldinni sé lokið vegna skemmdarverka mótmælenda á tækjabúnaði Stöðvar 2. Hvað halda mótmælendur að ávinnist með þessu? Stór hluti þjóðarinnar ætlaði að horfa a Stöð 2 - Kryddsíldina - til að sjá og heyra hvað forystumenn stjórnmálaflokkanna hefðu að segja um þetta ár. Af nógu er að taka og margt sem þjóðin vill heyra meira um. Hefði ekki verið nær að láta forsætisráðherra og þessa forystumenn stjórnmálaflokkanna standa fyrir máli sínu frammi fyrir þjóðinni þennan síðasta dag ársins? Hver er ávinningurinn af því að stöðva þessa útsendingu? Ég efast um að þjóðin sé sátt við að mótmælendur hafa nú eyðilagt Kryddsíldina 2008 fyrir henni. Og ég efast um að þjóðin telji þessi mótmæli höfð frammi í hennar nafni.
mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulltrúar þjóðarinnar?

Formaður VG var að enda við að kalla þennan háværa hóp mótmælenda, sem nú er með læti fyrir utan Hótel Borg, fulltrúa þjóðarinnar. Ég leyfi mér að efast um að svo sé enda veit ég ekki hverjir kusu þessa einstaklinga til að koma fram sem fulltrúa þjóðarinnar. Ég held að þjóðin sé ekki ánægð með þessi læti og þá eyðileggingu sem hópurinn er að reyna að standa fyrir.
mbl.is Hafa ruðst inn á Hótel Borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur auðvitað til greina en ...

er einhver þörf á því? Það liggur í augum uppi að það mun þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu aðildarviðræðna, komi til slíkra viðræðna. Er ekki óþarfa tvíverknaður að hafa þjóðaratkvæði líka um það hvort ganga eigi til viðræðnanna?


mbl.is Umsókn í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fákeppni?

Eru þessar sviptingar birtingarmynd fákeppninnar sem hér ríkir á símamarkaði?
mbl.is Sagt upp og samningi rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eflir flutningur starfsemina?

Það skiptir mestu að efnahagsbrotadeild vinni ötullega og að kappi af þeim verkefnum sem henni eru falin. Og auðvitað þarf deildin að vera vel mönnuð þannig að hún hafi burði til að sinna saksókn efnahagsbrota. Fyrirfram er erfitt að sjá að það breyti einhverju, nema þá fyrir viðkomandi lögreglustjóra,  hvort efnahagsbrotadeildin heyri undir ríkislögreglustjóra eða lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Ef hægt er með rökum að sýna fram á að í flutningnum, einum og sér, felist efling á starfseminni, þá er auðvitað sjálfsagt að flytja hana. Ef ekki, er vandséð hvað réttlætir flutning. 
mbl.is LRH fái efnahagsbrotin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ábending

Þetta er prýðileg ábending hjá forsvarsmanni Hjálparsveitar skáta: Drekka minna um þessi áramót (auðvitað er best að drekka ekki neitt, a.m.k. ekki neitt áfengt) og nota þá fjármuni sem þannig sparast til flugeldakaupa. Með því ávinnst tvennt. Gamlárskvöldið verður skemmtilegra fyrir alla, ekki síst börnin og með kaupum á flugeldum frá björgunarsveitunum er gott og verðugt málefni styrkt.
mbl.is Drekka minna - skjóta meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram fréttir að utan

Áfram höldum við að lesa um stöðu mála hér á landi gegnum erlenda fjölmiðla. Það er afleitt. 

Það hefur svosem legið fyrir að íslenska ríkið kunni að eignast eitthvað af eignum Baugs í Bretlandi. Það koma hins vegar á óvart fullyrðingar um að einhverju sé ólokið í samningum Íslands og Bretlands vegna Icesave. Í grein FT segir (greinin í heild er r):

However, it cannot move ahead with the plan until it is able to unfreeze Landsbanki's UK assets, and this depends on Iceland securing a wider settlement of its dispute with the British government. (Leturbreyting DP.)

Such a resolution still looked some way off last night after Reykjavik continued to ratchet up pressure on the UK, saying it was moving closer to suing its north Atlantic neighbour over use of the anti-terrorist law. ... 

The threat of legislation could be dropped if London agrees to impose a non-punitive rate of interest on a £2.2bn loan to Iceland, which is being used to compensate UK depositors in Icesave, the online arm of Landsbanki, the collapsed bank. (Leturbreyting DP.)

Fullyrðingar í greininni um að samhengi sé milli áforma um málaferli og hugsanlegrar ákvörðunar í London um vexti koma einnig á óvart. Þessi grein í FT vekur ýmsar spurningar sem svara þarf. 


mbl.is Ríkið hluthafi í verslunarkeðjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að henda málum á milli

Á maður að trúa því að FME hafi einhverjar heimildir til rannsóknar umfram þær heimildir sem efnahagsbrotadeildin hefur? Ekki var hægt að skilja fréttir í gær öðruvísi en svo að FME væri búið að vita af þessu máli í einhvern tíma. Hvað hefur FME verið að gera í þessu máli. Nýbúið er að samþykkja lög um sérstakan saksóknara. Af hverju er þessu máli þá ekki vísað þangað úr því að efnahagsbrotadeildin vill koma því frá sér?
mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsagt og eðlilegt en ...

Það hlýtur að vera nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld að leita ráðgjafar vegna erlendra fjárfestinga bankanna sem nú eru komnir i eigu ríkisins og þar með okkar skattgreiðenda. Það er mikilvægt að koma þessum eignum í sem best verð.Til að tryggja það hljóta sérfræðingar að þurfa að koma að málum, innlendir eða erlendir eða hvorutveggja. Mér hefði hins vegar þótt skemmtilegra að lesa frétt um þetta hafða eftir innlendum heimildum í stað þess að heimildin sé fréttavefur Daily Mail.
mbl.is Leita ráðgjafar vegna Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 391627

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband