Leita í fréttum mbl.is

Gestsaugað.

Ekki verður annað ráðið en skilaboð Willems H. Buiter prófessors séu skýr varðandi kosti okkar í gjaldmiðilsmálum:

  1. Einhliða upptaka evru eða annarra gjaldmiðla sé ekki fýsilegur kostur. Við bætist að íslenskt bankakerfi hafi þá engan lánveitanda til þrautavara. Af orðum prófessorsins má ráða að bankakerfið hafði svosem engan Seðlabanka haft sem þrautavaralánveitanda fyrir hrun.  Þannig að að því leyti er breytingin ekki mikil. Aðvörunarorðin að öðru leyti hlýtur að þurfa að hlusta á.

  2. Gera myntbandalag við annað ríki og bendir prófessorinn á Noreg og Danmörku. Sýnist vera kostur sem megi skoða nánar. Fróðlegt væri að heyra hvort stjórnvöld hafi kannað þennan möguleika.

  3. Halda íslensku krónunni. Þá þarf að viðhalda gildandi gjaldeyrishöftum í um það bil tíu ár hið minnsta. Íslenskt hagkerfi yrði án tengingar við opna erlenda markaði og myndi að miklu leyti fara að snúast um landbúnað og fiskveiðar á ný. Einhvern veginn finnst manni það ekki alveg framtíðarsýnin sem við viljum.

Af þessu sýnist mér að til skamms tíma sé eini kosturinn myntbandalag við annað ríki og síðan aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins til lengri tíma, takist samningar um aðild að EB.


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög gott að þú skulir vera að átta þig á hlutunum,vona að þú

látir til þín taka á næstu fundum sjálfstæðisflokksins

Helgi Sæmundsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband