Leita í fréttum mbl.is

Fyrstu verkin

Ég tel að meðal fyrstu verka hvers ráðherra í launamálum kynjanna eigi að vera það að kalla eftir upplýsingum um laun kvenna og karla í ráðuneyti sínu og hjá undirstofnunum. Komi í ljós óútskýrður launamunur milli karla og kvenna þá verði hann leiðréttur tafarlaust. Það gæti nefnilega verið að það væri víðar en hjá sýslumanninum á Húsavík sem óútskýrður launamunur er í gangi. Vísa ég hér til nýlegrar niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála (http://www.rettarheimild.is/Felagsmala/KaerunefndJafnrettismala/2007/04/16/nr/2450).

Ég er ekkert viss um að það þurfi svona flókið ferli eins og endurmat á kjörum til að ná þessu fram - þó sú aðferð sé örugglega góðra gjalda verð. En hún er tímafrek og á meðan við bíðum er hætt við að ekkert gerist.

Síðan er mér lífsins ómögulegt að skilja af hverju hlutfall kvenna í nefndum og ráðum hjá ríkinu heldur áfram að vera eins og það er, þ.e. að í flestum ráðuneytum (að undanskildu heilbrigðis- og menntamálaráðuneyti) er hlutfallið talsvert körlunum í vil. Ég hefði talið að ef menn raunverulega vilja jafna þessi hlutföll þá geti ráðherrar, þegar um er að ræða skipun í nefnd eða ráð þar sem utanaðkomandi aðilar tilnefna, óskað eftir því að tilnefningaraðilar tilnefni alltaf karl og konu í hvert eitt sæti sem á að skipa í og áskilja sér rétt til að velja hvort konan eða karlinn verður skipaður frá viðkomandi. Með þeim hætti hefur ráðherrann það í hendi sér að tryggja að kynjahlutföllin í nefndinni eða ráðinu verði jöfn og þarf ekki að una því að kynjasamsetning nefndarinnar sé í raun í höndum tilnefningaraðilanna en ekki hans sjálfs.


mbl.is Löngu tímabært að fram fari endurmat á kjörum kvenna hjá hinu opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 391638

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband