Leita í fréttum mbl.is

Auðmýkjandi ósigur?

Ég er búin að tjá mig um afstöðu mína til ósigursins í kosningunni til öryggisráðs SÞ og þarf ekki að endurtaka það. Ég hafna því þó algerlega að í ósigrinum hafi falist einhver auðmýking fyrir Íslendinga eða íslenska þjóð. 

Umfjöllun af þessu tagi er virðulegum breskum fjölmiðli til lítils sóma. Í mótlæti uppgötva bæði einstaklingar og þjóðir best hverjir eru vinir í raun. Bresk stjórnvöld og breskir fjölmiðlar eru það svo sannarlega ekki. Þessi umfjöllun The Times er skýrt dæmi um það.


mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála síðasta ræðumanni,

Held að þetta hafi verið einn stórbokkadraumur forsprakka hrundadansins. Tel að ekki hafi margir Íslendingar hafi verið hlynntir þessu brölti.

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 08:51

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bretar eru í fýlu út í okkur með réttu eða röngu og yfirlýsing sendiherra þeirra hjá SÞ var hádiplómatísk og fáguð aulafyndni .

Sigurður Þórðarson, 18.10.2008 kl. 09:07

3 identicon

Þetta er nú meiri vitleysan að við höfum verið niðurlægðir þótt við höfum tekið þátt í lýðræðislegum kosningum og ekki náð kjöri.

 

Þetta er stórsigur fyrir litla þjóð að fá þessa mælingu 87 atkvæði.

 

Ég var einu sinni á ferð um Ungverjaland og sá þá dómkirkju sem var byggð nokkrum árum áður en við Íslendingar hófum landnám hér á Íslandi.

 

Við erum ung þjóð og eigum framtíðina fyrir okkur og höfum byggt upp þjóðfélag eins og það er nú á sjötíu árum sem hefur tekið Evrópuþjóðir margar aldir að byggja.

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 391651

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband