Leita í fréttum mbl.is

Hafa konur vit á fjármálum og efnahagsmálum?

Á fimmtudag var á Alþingi rætt um nýtt frumvarp félagsmálaráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Sitt sýndist hverjum. Margir lýstu efasemdum um gagnsemi laga um þetta efni. Jafnrétti næðist ekki með lagasetningu heldur hugarfarsbreytingu.

Ég tel að það þurfi að setja nauðsynlegan lagaramma til að tryggja jafnrétti á öllum sviðum en hugarfars- og viðhorfsbreytingu þarf líka. Í framsögu minni með frumvarpi til laga um breytingu á barnalögum benti ég m.a. á að hið háa Alþingi fellur í gryfju viðtekinna viðhorfa í þjóðfélaginu gagnvart hlutverkum kynjanna. Í gagnlegri handbók fyrir þingmenn eru skemmtilegar myndir til að lyfta efni bókarinnar. En tvær þeirra hnaut ég um (ekki þó þegar ég fletti henni í fyrsta sinn heldur þegar ég var að fletta henni undir umræðunni um jafnréttismálin - verð að viðurkenna það). Önnur er mynd af þingmanni sem situr við eldhúsborðið heima og vinnur í fartölvunni. Heimiliskötturinn og börnin geta þingmanninum lítinn vinnufrið. Og þingmaðurinn á myndinni er kona því skopteiknaranum hefur greinilega ekki dottið í hug að karlþingmaður þyrfti að una þeim vinnuskilyrðum heima við að hann fengi ekki vinnufrið fyrir ketti og börnum. Hin myndin er af ræstitækni sem fer eins og hvítur stormsveipur um sali Alþingis - og viti menn. Ræstitæknirinn er kona. Enda ljóst að hið almenna viðhorf í þjóðfélaginu er að konur eru aðalumönnunaraðilar barna og ræstitæknar eru konur.

Sjálf hef ég fallið í svona gryfju þegar ég fyrir nokkrum árum las glæpasögu Arnalds Indriðasonar, Bettý. Þar gengur plottið útá að maður falli í gryfju hefðbundinna viðhorf um kynin. Ég féll kylliflöt í þá gryfju, og var miður mín á eftir, þótt mér létti mjög að heyra að ég hefði ekki verið ein í þeirri gryfju. Tel ég mig þó sæmilega jafnréttissinnaðan einstakling. Svona erum við öll afsprengi þess uppeldis sem við fengum.

Ég sá í blöðunum um helgina tvær auglýsingar um fundi sem ég hnaut um vegna þeirra skýru skilaboða sem þær senda. 

Fjármálaráðuneytið í samvinnu við Landssamtök lífeyrissjóða og Samtök fjármálafyrirtækja efnir til morgunverðarfundar nk. miðvikudag. Fundarefnið er: Getur Ísland orðið miðstöð fyrir alþjóðlegan lífeyrissjóðarekstur? Það er greinilegt að á þessu efni hefur engin kona nokkurt vit því framsögumenn, sem eru fjórir talsins eru allir karlmenn. Meira að segja er konu ekki einu sinni treystandi til að stýra fundinum, því fundarstjórinn er líka karlmaður. Skýr skilaboð til kvenna frá fjármálaráðuneyti, Landssamtökum lífeyrissjóða og Samtökum fjármálafyrirtækja.  

Viðskiptaráð íslands boðar til morgunverðarfundar nk. þriðjudag. Fundarefnið er: Hvenær lækka vextir? Hagstjórn og peningamál. Það er sama með vaxtamálin, hagstjórnina og peningamálin eins og lífeyrissjóðamálunum. Konur hafa ekkert vit á þeim. Allir framsögumennirnir, fimm talsins, eru karlmenn. Og konu er ekki treystandi til að stýra þessum fundi frekar en hinum. Aftur koma hér skýr skilaboð til kvenna, nú frá Viðskiptaráði Íslands.

Meðan hægt er að halda fundi þar sem engin kona er meðal framsögumanna þá eigum við ennþá mjög langt í land í jafnréttisbaráttunni. Því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir þennan góða pistil!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2007 kl. 18:54

2 identicon

Glæsilegt jónfrúarfrumvarp og góð áminning hér. Gangi þér vel á þingi Dögg!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 13:25

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Óheppilegt að klikka á svona.

Ég er á því að þetta sé spurning um einstaklinga en ekki karl eða konu. 

Ekki misskilja það sem ég er að segja, ég er ekki að gera lítið úr greininni.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.11.2007 kl. 22:28

4 identicon

Mér finnst þú alltaf skrifa svo málefnalega og innihaldsríkt Dögg!!!
Vekur mann til umhugsunar.....þannig eiga góðar greinar að vera!

Ása (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband