Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Málþóf?

Og þá fóru þessir ágætu þingmenn að tala um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins væri með málþóf. Meira að segja í stjórnarskrármálinu lika. Hún er merkileg tík þessi pólitík. Wink
mbl.is Ræðukóngarnir eru sestir í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnlengi?

Var Kolbrún Halldórsdóttir ekki umhverfisráðherra jafnlengi og Ásta Ragnheiður var félags- og tryggingamálaráðherra?
mbl.is Hefur ekki setið styst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúfrelsi og þingsetning

Í stjórnarskránni stendur að  hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Þessu má breyta með lögum en slík lög skal bera undir þjóðaratkvæði.

Meðan svo háttar er eðlilegt og sjálfsagt að viðhaldið sé gömlum sið um að byrja þingsetningu í Dómkirkjunni. Það undirstrikar lögbundin tengsl ríkis og kirkju og þá staðreynd að ríkisvaldið hefur skv. stjórnarskránni skuldbundið sig til að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Til viðbótar kemur að ríkisstjórn og alþingismönnum veitir ekki af bænum og blessunaróskum í því vandasama starfi sem þeirra bíður.

Trúfrelsi er tryggt í stjórnarskránni þannig að ef þingmaður er utan þjóðkirkju þá er honum að sjálfsögðu óskylt að mæta til messunnar. Talsmaður Borgarahreyfingarinnar er þannig frjáls af því að mæta ekki til upphafs þingsetningarinnar, þ.e. hinum kirkjulega hluta hennar. En þarf hann endilega að finna hálfpartinn að því að aðrir þingmenn mæti? Gildir ekki sama trúfrelsi fyrir þá og fyrir hann?


mbl.is Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýringar

Þarf ekki að fá á hreint hver ræður vaxtastefnunni á Íslandi? Það er sagt að það geri einhver peningastefnunefnd. Einn fulltrúi í henni, seðlabankastjórinn norski, sagði við síðustu vaxtalækkun að svigrúm væri til talsverðrar lækkunar í júní. Með því kynti seðlabankastjóri undir væntingar um duglega vaxtalækkun í júní. Og vaxtalækkun þurfum við. Hið háa vaxtastig er að knésetja fólk og fyrirtæki.

Nú kemur umbi AGS og segir að frekari vaxtalækkanir geti ekki orðið því þá muni sá stöðugleiki sem sé að nást fara í uppnám. Við erum bundin samkomulagi við AGS um ákveðna þætti efnahagsstjórnarinnar. Þegar umbi AGS lýsir jafnafdráttarlaust og hann gerði i gær afstöðu AGS (ekki var hann að lýsa persónulegri afstöðu sinni eða hvað?) þá hlýtur að vakna spurning um það hver ræður hér.

Efnahagsráðherra gefur í skyn að við sitjum ekki undir tilskipunum. En eftir stendur spurningin: Hvað megum við, hvað getum við, miðað við þá samninga sem við höfum gert við AGS? Krefja þarf skýringa fjármálaráðherra og efnhagsráðherra á því.


mbl.is Sitjum ekki undir tilskipunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta allt og sumt?

Af hverju þurfti að pukrast með þennan texta? Hvaða viðkvæmu trúnaðarupplýsingar fólust í þessu?
mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmæli

Ég held að orð umboðsmanns AGS sé ekki hægt að skilja með neinum öðrum hætti en þeim að í þeim felist skýr og klár fyrirmæli til peningastefnunefndar Seðlabankans um það að hún skuli ekki dirfast að lækka vexti meira.

Svo hafa menn áhyggjur af sjálfstæðinu ef við göngum í EB ...


mbl.is Seðlabankinn í klemmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju þetta pukur?

Af hverju er þessi leyndi yfir drögum að þingsályktunartillögu um aðild að EB?  Ríkisstjórnin talar um gegnsæi og betri aðgang að öllu. Mig minnir að eitthvað sé um það í ítarlegum stjórnarsáttmála.

Er ríkisstjórnin ekki í reynd að falla á fyrsta prófinu hvað þetta varðar með þessu pukri yfir þessari þingsályktunartillögu?


mbl.is Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talað í kross

Það er greinilegt að lítill samhljómur hefur verið í boðskap fjármálaráðherra og umba AGS hér á landi á árlegum SFF-degi Samtaka fjármálafyrirtækja í morgun.

Í fyrra bloggi rakti ég boðskap umba: gjaldeyrishöfin eru komin til að vera í nokkur ár og frekari lækkunar stýrivaxta er ekki að vænta.

Fjármálaráðherra segir háa stýrivexti og gjaldeyrishöft vera hluti sem Íslendingar þurfa að vinna sig frá, enda séu þau mjög íþyngjandi fyrir heimili og fyrirtæki. Mikilvægt sé að stýrivextir lækki hratt. Það verður fróðlegt að sjá hvort stýrivextirnir lækki í júní. Þá mun koma í ljós hverjir stjórna á Íslandi. 


mbl.is Hrunið eins og Eyjagosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmar fréttir

Það er ekki mikil uppörvun fyrir okkur Íslendinga í boðskap umboðsmanns AGS hér á landi. Hann segir að gjaldeyrishöftin séu komin til að vera og verði hér í a.m.k. nokkur ár. Þá verður ekki betur séð en að umbi AGS sé að boða að engin lækkun stýrivaxta verði í byrjun júní nk. Við vaxtalækkunina niður í 12,5% fyrr í þessum mánuði var gefið í skyn að hraustleg lækkun yrði í næsta mánuði. Mér sýnist að miðað við þessi orð umba AGS megi afskrifa þær væntingar.

Á sama tíma boðar ríkisstjórnin skattahækkanir og engar tillögur um frekari aðstoð til heimila og fyrirtækja eru í stjórnarsáttmálanum. Þetta eru sæmar fréttir og auka ekki bjartsýni á framhaldið.


mbl.is Þaulsetin gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúðu þeir að þetta myndi reddast?

Fleiri og fleiri vísbendingar hafa komið fram um það að yfirvöldum og eftirlitsstofnunum hafi verið ljóst strax í byrjun árs 2008 að bankarnir hér, einn eða fleiri, væru komnir í eða stefndu í þá stöðu að geta hrunið. Af fréttinni má ráða að einhvers konar viðbragðsáætlun var um það hvernig bregðast skyldi við hruni.

Hin brennandi spurning er: Til hvaða aðgerða var gripið af hálfu þessara aðila til að reyna að afstýra hruni? Bjuggu yfirvöld virkilega yfir slíkri vitneskju, gerðu ekkert til að afstýra því sem gerst gat heldur biðu bara og treystu því að þetta myndi reddast, af sjálfu sér?


mbl.is Áætlun ef bankar færu í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 391714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband