Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Maður að meiri

Það er gott að heyra að forsvarsmaður Radda fólksins hóf mótmælafundinn á því að biðja afsökunar á ummælum sínum. Hann er maður að meiri fyrir vikið.
mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg viðbrögð

Af hverju biður maðurinn ekki einfaldlega afsökunar á ógætilegum ummælum? Þá væri málið dautt.
mbl.is Greinilega snúið út úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fádæma ósmekklegt viðtal

Hvernig dettur forsvarsmanni Radda fólksins að halda því fram að tilkynning um alvarleg veikindi forsætisráðherra sé pólitísk reykbomba? Trúverðugleiki forsvarsmanna sem tjá sig með þeim hætti sem forsvarsmaður Radda fólksins gerði í þessu viðtali er enginn orðinn, hafi hann einhvern tímann verið einhver.
mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinningalaust fólk?

Ég skil ekki ummæli af þessu tagi. Hvernig er hægt að láta pólitík blinda sig svo að hún víki til hliðar öllum mannlegum tilfinningum?
mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki mál að linni?

Ég hygg að þjóðinni allri sé brugðið við tíðindi dagsins. Forsætisráðherra hefur tilkynnt að hann glími við erfið veikindi. Hugur okkar allra er hjá honum og fjölskyldunni. Við biðjum þess að hann fái fullan bata.

Forsætisráðherra hefur jafnframt tilkynnt að stefnt sé að kosningum 9. maí nk. og að ríkisstjórnin sitji þangað til. Mótmælendur hafa náð því sem virtist meginmarkmiðinu. Kosningar í vor eru staðreynd.

Þarf að halda þessum mótmælum áfram? Er ekki mál að linni?


mbl.is Landsmenn taki þátt í friðsömum mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er VG ekki sjálfrátt?

Mér ofbýður hvernig forystumenn VG bregst við tíðindum dagsins. Ég hygg að fleiri en sjálfstæðismönnum sé brugðið við fréttir af alvarlegum veikindum forsætisráðherra. Ég trúi ekki öðru en að öllum landsmönnum sé brugðið. 

Núverandi forysta VG hefur greinilega mestar áhyggjur af því að ef það dragist í örfáa mánuði að kjósa þá verði tími til breytinga á hjá þeim líka og að eftir breytingum á forystu verði kallað. Til þess má núverandi forysta greinilega ekki hugsa. Þeir sjá í hillingum ráðherrastólana eftir kosningar og vilja sjálfir setjist í þá stóla. 


mbl.is Ögmundur: Lofar ekki góðu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrina bótakrafna?

Þetta er sérlega ánægjulegur dómur fyrir stefnanda en um leið hlýtur hann að vera alvarlegt áhyggjuefni fyrir fyrrum stjórnarmenn í Glitni, sem með dómnum eru gerðir persónulega ábyrgir fyrir bótakröfunni. Væntanlega munu fleiri hluthafar fylgja í fótspor Vilhjálms.
mbl.is Gætu þurft að greiða út 35 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanlegt

Það að formaður VG skuli njóta mest trausts er að mínu mati óskiljanleg niðurstaða. Og hrædd er ég um að ef þessi könnun væri gerð nú gæti önnur niðurstaða fengist.

Af hverju? Jú, ég held að mörgum hafi brugðið þegar formaður VG sagði í Kastljósviðtali á miðvikudag að helst vildi hann hætta samvinnunni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og skila láninu. Aðspurður um hvað hann vildi gera - þá vafðist honum tunga um höfuð og fátt varð um svör.

Og núna áðan var viðtal við formann VG eftir að forsætisráðherra hafði tilkynnt um alvarleg veikindi sín, stefnt væri að kosningum 9. maí og að stjórnin reiknaði með að sitja fram yfir kosningar. Ég hygg að fleirum en mér hafi brugðið við að formaður VG var uppteknastur við að heimta að kosið yrði miklu fyrr, helst fyrir páska. Gæti verið að formaður VG hafi nú áhyggjur af því að grasrótin í VG vilji forystuskipti þar? Þess vegna vilji hann kjósa sem fyrst svo það reynist tæknilega ógerlegt? Fyrir liggur að Framsókn hefur skipt um forystu. Nýr formaður tekur við í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi í lok mars og formannsskipti hafa hugsanlega í för með sér meiri breytingar á forystu flokksins.

Kallað er eftir breytingum, uppstokkun í pólitíkinni. Þjóðin vill nýtt fólk. Það ákall gæti náð inn fyrir dyr VG þó þeir hafi setið utan ríkisstjórnar lengi. Formaður VG hefur verið í því embætti í 10 ár. Mörgum finnst það sjálfsagt alveg nógur tími.


mbl.is Steingrímur J. nýtur mests trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er brugðið

Mér er sjálfsagt líkt og landsmönnum öllum brugðið við yfirlýsingu forsætisráðherra. Ég sendi honum hugheilar óskir um góðan og skjótan bata vegna þeirra alvarlegu veikinda sem hann þarf nú að takast á við.


Dregur til tíðinda ...

Ég tel líklegt að: a) landsfundi í næstu viku verði frestað; b) tilkynnt verði um kosningar í júní eða september; c) tilkynnt verði að núverandi stjórn sitji til kosninga. Er þó ekki viss með þetta síðasta. Þetta kemur víst í ljós á næstu mínútum.


mbl.is Miðstjórnarfundur að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 391721

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband