Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Umræðan í Kastljósi 1. maí

Í Kastljósi var verið að ræða um heilbrigðismál og skattamál. Byrjað var á heilbrigðismálum. Þegar umræðan fór yfir í skattamál var skipt um fulltrúa frá öllum flokkum, sem flestir voru konur og inn komu nýir fulltrúar frá hverjum flokki, allt karlar. 

Eðlilega var fjármálaráðherrann Árni M. Mathiesen fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. En af hverju var Siv Friðleifsdóttur, Álfheiði Ingadóttur, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Margréti Sverrisdóttur ekki treyst fyrir því að ræða líka um skattamálin fyrir hönd sinna flokka? Frjálslyndi flokkurinn er karllægur flokkur - þar tók karl við af karli og ekki við öðru að búast úr þeim ranni. Þó Vinstri grænir fullyrði að þeir séu feministaflokkur þá þurfti af þeirra hálfu karlmann til að svara örfáum og laufléttum spurningum um skattamál. 


Kosningaloforð Samfylkingarinnar

Samfylkingin hefur aðallega tvö kosningamál: að eyða biðlistum eftir vistrými fyrir aldraða og bæta tannheilsu barna.

Fyrir stuttu benti ég á með hvaða hætti Samfylkingin stóð að því að bæta tannheilsu barna, síðast þegar Samfylkingarmaður sat í stól heilbrigðisráðherra. 

Varðandi biðlistana þá liggur fyrir að ríkisstjórnin er nú þegar búin að setja fram verkáætlun um byggingu 374 hjúkrunarrýma fyrir aldraðra fram til 2010. Af þeim munu 65 tekin í notkun á þessu ári. Ásta Möller fer ágætlega yfir þetta á bloggi sínu í dag og vísast til þess.

Þegar Samfylkingin leiddi R-listann í Reykjavík, í heil 12 ár, gerðist nánast ekkert í húsnæðismálum aldraðra. Síðast þegar Samfylkingin gat eitthvað gert til hagsbóta fyrir tannheilsu barna þá jók hún greiðsluþátttöku foreldra og gerði tannlækningar barna dýrari en áður.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf um trúverðugleika Samfylkingarinnar?


« Fyrri síða

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 391720

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband