Leita í fréttum mbl.is

Umræðan í Kastljósi 1. maí

Í Kastljósi var verið að ræða um heilbrigðismál og skattamál. Byrjað var á heilbrigðismálum. Þegar umræðan fór yfir í skattamál var skipt um fulltrúa frá öllum flokkum, sem flestir voru konur og inn komu nýir fulltrúar frá hverjum flokki, allt karlar. 

Eðlilega var fjármálaráðherrann Árni M. Mathiesen fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. En af hverju var Siv Friðleifsdóttur, Álfheiði Ingadóttur, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Margréti Sverrisdóttur ekki treyst fyrir því að ræða líka um skattamálin fyrir hönd sinna flokka? Frjálslyndi flokkurinn er karllægur flokkur - þar tók karl við af karli og ekki við öðru að búast úr þeim ranni. Þó Vinstri grænir fullyrði að þeir séu feministaflokkur þá þurfti af þeirra hálfu karlmann til að svara örfáum og laufléttum spurningum um skattamál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Góður punktur!

Guðríður Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:37

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Svaka góður punktur!

Nú ert þú "kvennlögfræðingur" og hefur einbeitt þér nokkuð að sifjarétti, ef ég man rétt. Ættir þú sem "kvennlögfræðingur" ekki frekar að einbeita þér að skattamálum?   

Sigurður Þórðarson, 1.5.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sem sé Sigurður, þinn punktur er sá að skattamál séu karlamál og sifjaréttur kvennamál, eða hvað? Skrítið viðhorf. Ég veit ekki betur en að sifjaréttur fjalli um málefni karla og kvenna í hjúskap. Ég vissulega sinnt þeim, bæði sem lögmaður karla og kvenna. En mörgu öðru hef ég sinnt í minni lögmennsku, m.a. skattamálum og skaðabótamálum, bæði fyrir karla og konur.

Dögg Pálsdóttir, 1.5.2007 kl. 23:16

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Áfram Dögg ... þú hefur á réttu að standa þarna

Inga Lára Helgadóttir, 1.5.2007 kl. 23:41

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta sló mig og sennilega alla sem hlýddu á þennan þátt. Mér fannst gaman að einn af þeim sem var í salnum hafði einmitt orð á þessu.

Mér finnst þetta ekki ganga í dag, þetta er últra hallærislegt ef einhver umræða í sjónvarpssal  er bara konur eða bara karlar að ræða um mikilvæg málefni sem snertir alla Íslendinga.  Mér fannst reyndar mjög eðlilegt val að Siv, Ásta Möller og Ásta R. væru að tala um heilbrigðismál fyrir hönd sinna flokka - þær eru allar sérfræðingar á því sviði  og  hafa unnið  mikið í þessum málaflokk og Siv er náttúrulega heilbrigðisráðherra. 

Kristinn Gunnarsson var nú líka fínn þarna og virtist vera vel að sér um þennan málaflokk. Álfheiður Ingadóttir sagði ekkert af viti og Margrét Sverrisdóttir hefði örugglega notið sín eins vel í skattaumræðunni.   

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.5.2007 kl. 07:09

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

btw það var mjög eðlilegt að Árni væri þarna fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, hann er fjármálaráðherra. Ég hefði gjarnan viljað sjá konu þarna fyrir hönd Framsóknarflokksins, það hefði verið flott því í flokknum eru  margar konur í forustusveit sem vel geta tjáð sig um skattamál t.d. Sæunn eða Árelía sem eru í báðar í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmunum. Það hefði verið fínt fyrir þær að fá tækifæri til að koma þarna fram. Það breytir því hins vegar ekki að mér fannst Jón Sigurðsson standa sig afar vel, hann var nú líka Seðlabankastjóri. En mér finnst of mikil áhersla á hann persónulega núna sem ímynd Framsóknarflokksins og þar með of mikil áhersla á ímynd Framsóknarflokksins sem karllægs flokks. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.5.2007 kl. 07:17

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er örugglega hið mesta karlrembusvín án þess að gera mér almennilega grein fyrir því enda, enda af þeirri kynslóð.  Ég hef nokkrum sinnum þurft að leita mér að stoðar lögmanna, flestir ágætis kallar,  og mér er ljúft að "viðurkenna" að sá þeirra sem reyndist mér  best að öðrum ólöstuðum er kona, sem illu heilli er hætt í stéttinni.  Ég vil ekki trúa því að lögmenn séu metnir eftir kyni. Þess vegna tók ég þetta dæmi sem mér fannst absurd. Kannski er það ekki? Kannski þurfum við að vera alltaf á tánum?  

Sigurður Þórðarson, 2.5.2007 kl. 10:28

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það er nauðsynlegt fyrir ykkur Sjálfstæðismenn að færa umræðuna frá viðfangsefni þáttana af því að fulltrúar ykkar stóðu sig svo illa enda hafa þeir erfiðan málstað að verja.  Í mínum huga skiptir máli hvernig málsvarar flokkana standa sig en ekki hvers kyns þeir eru.

Mikilvægasta hagsmunamál kvenna er sömu laun fyrir sömu vinnu og jafnstaða á vinnumarkaðnum. Háskólakonur hafa um of einblínt á sína hagsmuni en síður sinnt mikilvægari hagsmunum. Þú sem lögmaður hefur sem betur fer jafnstöðu við karla í faginu og þú sem kona hefur jafnstöðu við karla í pólitíkinni er það ekki svo? Ef ekki þá er þessi sósíalski kyrrstöðuflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, karllægur flokkur.

Annars fannst mér dapurt hvað Árni og Ásta áttu erfiðan og slæman dag í gær.

Jón Magnússon, 2.5.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband