Leita í fréttum mbl.is

Plan B

Auðvitað hlýtur ríkisstjórnin að hafa plan B. Annars er hún ekki starfi sínu vaxin. Hún vill bara ekki upplýsa að það sé til. En kannski liggur í augum uppi að plan B er að setjast niður aftur og ná betri samningi.

En svo er eitt. Segjum nú sem svo að það takist að sannfæra þingmenn VG um að kjósa með Icesave - það virðist sem samfylkingarþingmenn fylgi flokkslínunni í blindni - en hvað ef forseti Íslands beitir öðru sinni í sögunni 26. gr. stjórnarskrárinnar? Hvað gerist þá? Eða treystir ríkisstjórnin því að forsetinn muni ekki beita 26. gr. stjórnarskrárinnar gegn ríkisstjórn sem svo margir af hans gömlu félögum eru í og styðja, hvað sem þjóðin skorar á hann að gera?

Vissulega fá lögin þá lagagildi en þau fá ekki endanlegt gildi fyrr en þjóðin samþykkir þau í þjóðaratkvæði. Miðað við stöðu mála er augljóst að þjóðin vill ekki ríkisábyrgð á þeim Icesave samningi sem til umfjöllunar er.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Sjálf styrkist ég í þeirri trú, með degi hverjum og eftir því sem meira kemur fram um þetta mál, að það sé ekki um annað að ræða en að hafna þessum samningi. Um leið er ég, því miður, jafnsannfærð um að samningum verðum við að ná.

Staðreyndin er hins vegar sú að sá samningur sem á borðinu er virðist afleikur af því tagi að þjóðin hefur ekki efni á að þingmenn samþykki hann. Það þarf að ná betri samningi. Hann næst ekki með því að samþykkja það frumvarp sem til meðferðar er á Alþingi.


mbl.is „Erfitt en verður að leysast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef ég man rétt þá sagði Jóka að það væri ekki til Plan B, og það sem er verið að ræða um núna er ekki einu sinni Plan A, það er Plain S eða Plain Stupid ... milljarðatugum dælt út í gjaldþrota fyrirtæki á meðan þjóðinni blæðir út hægt og rólega, Skjaldborg um hag hverra voru kosningarfagurgali Samfylkingar ? að minnsta kosti ekki heimilanna.

Sævar Einarsson, 21.7.2009 kl. 16:18

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Alveg rétt, Jóhanna fullyrti að það væri ekkert plan B.

 Einfalt og afgreitt.

Sigurður Þórðarson, 21.7.2009 kl. 19:40

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Sævar Einarsson, 21.7.2009 kl. 19:46

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Nú spyr ég fávíslega, en hver er 26. grein stjórnarskrárinnar?

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 22.7.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 391656

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband