Leita í fréttum mbl.is

Hvernig þá?

Hvernig getur EES-samningurinn hafa verið í húfi? Stendur þar að ef Ísland neitar að láta Breta og Hollendinga, eða aðrar EB þjóðir kúga sig til samninga um efni sem réttarleg óvissa gildir um, þá megi segja EES-samningnum upp gagnvart Íslandi?

Annars er enginn af okkur sem hefur efasemdir um Icesave samninginn að halda að málið hverfi þó frumvarpið um ríkisábyrgðina verði fellt. Við teljum einfaldlega að það megi ná betri samningi til að leiða þetta mál til lykta.


mbl.is EES-samningurinn var í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Dögg.

Alþingi er ekki rubber-stamp afgreiðslustofnun fyrir samningsdrög sem stjórnvöld leggja fyrir það til umfjöllunar, samþykktar eða synjunar.

Bretar og Hollendingar myndu ekki ætla sínum löggjafarþingum að starfa með þeim hætti.

Kv.  Gunnar

Gunnar Tomasson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 12:59

2 identicon

sæl Dögg.

Því í ósköpunum leiti þið ekki umboða hjá stjórnvöldum til að ná betri samningum, ef þið eruð svona örugg að það sé hægt ?

Ég efa ekki að þið gætuð fengið þau (umboðin), ef þið óskuðu þeirra, því hvar stæði Steingrímur ef hann neitaði ykkur um að reyna að ná betri samningum við Breta og Hollendinga?

hafsteinn sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það hefur ætið þótt góð samningstækni að semja, láta síðan yfirstjórn, hafna samningnum og taka þá annan snúning á viðsemjendum.

Auk þess munu allir skilja þá stöðu sem upp kæmi hafnaði Alþingi samningnum. Ríkisstjórnin sýndi samningsvilja og samdi en þingið hafnaði samningnum. Hvað er lýðræðislegra en það? Þetta er staða sem kemur upp daglega í öllum lýðræðislega kjörnum þingum heims, ríkisstjórn er sent mál til baka úr þinginu. Skilaboðin eru skýr, ná þarf betri samningum ef málið á að fara í gegnum þingið. Það getur engin í Evrópu geta sagt neitt við því og það mun gera við það athugasemd.

þar fyrir utan vissu allir að Icesave var "high risk" innlánsreikningar sem lofuðu miklu hærri innlánsvöxtum en aðrir innlásreikningar í Bretlandi og Hollandi. Yfirvöld þar margvöruðu þegna sína við þessum reikningum og bentu þeim á þá áhættu sem verið var að taka. Þeir sem völdu að ávaxta fé sitt á Icesave tóku meðvitaða áhættu með sitt fé.

Þó einhverjir íslenskir stjórnmálamenn sem nú eru horfnir af sjónarsviðinu hafi sagt hitt eða þetta í einhverjum viðtölum við fjölmiðla eða á fundum þá eru þau orð þeirra á engan hátt skuldbindandi fyrir þing og þjóð frekar en þegar þingmenn lofa á ferðalögum í kjördæmi sínu höfn hér og flugvelli þar.´

Íslenska þjóðin er því á engan hátt skuldbundin að ábyrgjast eitt eða neitt varðandi Icesave umfram innistæður í Tryggingasjóð innistæðueigenda. Þá fullyrða margir að þessi mýta um 20.887 evrurnar per reikning stenst ekki skv. Íslenskum lögum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.7.2009 kl. 20:55

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Blessuð Dögg, ég spurði nú í vefrit mínu hvort það skipti miklu þó EES-samningurinn væri í húfi? Hefur hann bara verið góðs?

Það er okkur ekki til framdráttar að berja okkur til hlýðni.

Við þurfum foyztumenn (karla og konur) sem þora að taka slaginn. Það á að láta sverfa til stáls og sjá hversu langt bretar og hollendingar (viljandi með litlum staf) voga sér. Ef það er endalaust gefið eftir þá kemur að því að við verðum kokgleypt af stórveldunum. Setjum EES-samninginn þá bara í uppnám, það er fleira í húfi en hann.

Hvar ætli við værum í dag ef við hefðum haft svona aumingja eins og Árna Pál og Steingrím Joð til að leiða okkur í sjálfstæðisbaráttunni og í þorskastríðunum? Ætli við værum þá ekki ennþá dönsk hjálenda með 3ja mílna landhelgi?

Emil Örn Kristjánsson, 14.7.2009 kl. 22:48

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er enn og aftur á skjön við félaga mína í Sjálfstæðisflokknum í þessu máli. Í haust var ég óánægður með viðbrögð Sjálfstæðisflokksins þegar Bretar fóru fram með hroka og valdníðslu gegn okkur. Þá var tíminn til að mótmæla, kalla sendiherra heim, taka málið upp á öllum mögulegum stöðum og funda með Rússum og Kínverjum til að sýna fram á að við værum til alls vís. Þetta gerðu okkar menn ekki, heldur létu berja á okkur.

Við svo búið verðum við að semja okkur út úr þessu. Gott var að fá gjaldfrest, en að nokkrum árum liðnum þegar aftur er komið "góðæri" gleyma Bretar og Hollendingar kannski ekki skuldinni, en hægt verður að semja um lægri vexti, lengri afborganir og niðurfellingar á hluta skuldanna. Takist það ekki verðum við að sýna fram á að við ráðum hreinlega ekki við að greiða þetta og taka allt málið upp að nýju á þeim forsendum.

Þetta er ömurleg niðurstaða, en þetta er það sem blasir við að mínu mati. Það er hreinlega allt of mikið í húfi eins og stendur til að hægt sé að taka áhættuna á að flest sund lokist. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.7.2009 kl. 00:00

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Guðbjörn, vertu ekki svona mikil skræfa.

Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 00:18

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Fyrirgefðu, Guðbjörn, þetta á ekki hljóma sem dónaskapur.

Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 00:21

8 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Stundum verður maður bara að taka slaginn...

Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 391642

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband