Leita í fréttum mbl.is

Ofbeldisfullur faðir

Á þessum tíma árs eru meistaranemar í hinum ýmsu fagreinum að ganga frá meistaraprófsritgerðum sínum og verja þær. Athygli mín var vakin á vörn meistaraprófsritgerðar sem verður við lagadeild HÍ nk. föstudag.

Af lýsingu á efni ritgerðarinnar segir m.a.:

Í erindinu verður gerð grein fyrir möguleikum ofbeldisfullra foreldra til að öðlast forsjá barna sinna samkvæmt íslenskum rétti. Enn fremur hvaða áhrif ofbeldi innan veggja heimilisins hefur á ákvarðanir um umgengni barns við ofbeldisfullt foreldri sem það býr ekki hjá. Loks verða niðurstöður rannsóknarinnar skoðaðar í ljósi þess hvaða vernd börnum er tryggð samkvæmt íslenskum rétti og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, gegn hvers kyns ofbeldi.

Augljóst virðist því að ritgerðin fjallar um ofbeldi foreldra og hvaða áhrif það hefur á möguleika gagnvart forsjá. Það er bæði verðugt og þarft umfjöllunarefni.

Þess vegna hnýt ég um það að heiti ritgerðarinnar er Getur ofbeldisfullur faðir fengið forsjá barna sinna? Miðað við lýsinguna sýnist að eðlilegra heiti hefði verið Getur ofbeldisfullt foreldri fengið forsjá barna sinna? Það er umhugsunarefni af hverju annað foreldrið er dregið fram umfram hitt í titli ritgerðar sem fjallar um foreldra, ofbeldi og möguleika til forsjár. Erum við ekki komin lengra í að forðast staðlaðar kynjaímyndir?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara afmörkun ritgerðarefnis sem endurspeglast í titli ritgerðarinnar?

Ef réttarframkvæmdin fjallar afskaplega sjaldan um ofbeldisgjarnar mæður en mun oftar um ofbeldisgjarna feður, og umfjöllunarefnið hverfist um þá réttarframkvæmd, gæti þá ekki verið villandi að fram kæmi orðið "foreldrar" í titlinum? Er alltaf hægt að draga ályktanir um réttarstöðu móður út frá stöðu föður?

Er svo ekki meðvitað hægt að ákveða að afmarka umfjöllun ritgerðar við umfjöllun um karla en sleppa konum, svipað og að kjósa að fjalla bara um hlutafélög í ritgerð en sleppa einkahlutafélögum, eða öfugt.

Þú hlýtur að lesa þessa ritgerð og koma svo með ritdóm að því loknu á blogginu, ég treysti á það.

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 12:57

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Benedikt. Takk fyrir ábendinguna en í lýsingu á rannsóknarefninu sem ég tek orðrétta upp í færslunni er sérstaklega talað um foreldra, ekki feður. Það bendir ekki til að rannsóknarefnið sé afmarkað við feður. Það var tilefni færslunnar. Ég mun reyna að koma höndum yfir ritgerðina og lesa hana - og jafnvel blogga um hana á nýjan leik. Bkv. Döggh

Dögg Pálsdóttir, 20.5.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 391659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband