Leita í fréttum mbl.is

Kynjahlutföllin

Ég hef furðað mig á því þegar verið er að biðja afsökunar á því að kynjahlutföllin í ríkisstjórninni skuli ekki vera jöfn. Þau eru þannig að af 12 ráðherrum eru sjö karlar og fimm konur. Tveir ráðherrar eru faglega valdir - ein kona og einn karl. Algerlega jöfn kynjahlutföll þar.

Hvor stjórnarflokkanna, VG og Samfylkingin hefur fimm ráðherra. Hjá báðum flokkum endaði valið þannig að ráðherrarnir urðu þrír karlar og tvær konur. Það er eins jöfn skipting og hægt er hjá hvorum flokki. Hún hefði auðvitað getað legið svo að vera þrjár konur og tveir karlar. En hún varð ekki þannig. Við því er ekkert að segja. Og engin ástæða til að skammast yfir því eða biðja á því afsökunar. Enda án efa góðar málefnalegar ástæður fyrir því hjá báðum flokksformönnunum að valið endaði með þeim hætti sem það gerði.

Í ríkisstjórn eru nú fimm konur, líkt og var í minnihlutastjórninni. Ekki minnist ég þess að áður hafi fleiri konur verið í ríkisstjórn. Fjölda kvenna í ríkisstjórninni ber því að fagna og ástæðulaust að gera það með hangandi hendi. 


mbl.is Tilmæli til forystunnar um jöfn kynjahlutföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 391723

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband