Leita í fréttum mbl.is

Í boði skattgreiðenda

Ég hef fengi mikil og góð viðbrögð á viðtalið við mig á Útvarpi Sögu sl. þriðjudag. Fyrir þá sem vilja hlusta þá er tengill á það hér til hægri á síðunni.

Þar sagði ég frá innsetningarmáli sem ég var að flytja fyrir dómi sl. mánudag. Þar eru málavextir þeir að foreldri hefur tálmað umgengni frá því í september 2007. Í maí 2008 lagði sýslumaður dagsektir á foreldrið,5.000 kr. á dag í 100 daga. Tilgangur dagsekta er að þrýsa á foreldri að láta af umgengnistálmunum. Í staðinn fyrir að hætta að tálma umgengni þá greiddi foreldrið 50 þús. kr. á 10 daga fresti, tíu sinnum, samtals 500 þús. kr.

Umbj. minn hafði þá það eina úrræði að fara i innsetningu, sem þýðir að barn er skv. dómsúrskurði tekið með valdi til að umgengni verði. Héraðsdómur samþykkti innsetningu vegna sumarleyfis barnsins með umbj. mínum. Innsetningin fór fram í júlí 2008. Það var ótrúlega áhrifamikil sjón þegar barnið hljóp í fangið á foreldri sínu, sem það hafði ekki fengið að hitta í liðlega níu mánuði. Barnið var svo í þrjár vikur hjá umbj. mínum alsælt og glatt.

En foreldrið sem barnið býr hjá hélt áfram að tálma umgengni svo aftur þurfti að krefjast dagsekta og aftur þurfti að biðja um innsetningu. Sýslumaður úrskurðaði foreldrið núna í dagsektir 15.000 kr. á dag og í úrskurðinum er skýrt talið að foreldrið sé að tálma umgengni.  Enn hafa dagsektirnar ekkert að segja og foreldrið borgar til sýslumanns 105.000 kr. í viku hverri, frekar en að lata umgengnina halda áfram.

Aftur var farið í innsetningarmál. Bregður þá svo við að í ljós kemur að foreldrið sem búið er að borga 2 m.kr. úr eigin vasa (eða annarra) frekar en að stoppa að tálma umgengni, fær gjafsóknarleyfi frá dómsmálaráðuneyti til að grípa til varna, en foreldrið vill reyna að stöðva innsetninguna.

Mér er óskiljanlegt hvað réttlætir gjafsóknarleyfi til foreldris sem hagar sér með þessum hætti. Með annarri hendinni er þessu foreldri refsað af ríkinu fyrir umgengnistálmanir með álagningu dagsekta. Með hinni hendinni verðlaunar ríkið þetta foreldri fyrir tálmanirnar með því a veita því gjafsóknaleyfi til að reyna að stöðva innsetninguna. Er þó krafan um innsetningu afleiðing brota þessa foreldris á opinberum úrskurði.

Lái mér hver sem vill - en mér finnst þetta fáránlegt. Þetta mál hefur sýnt mér að verkfæri laganna vegna alvarlegra umgengnistálmana eru algerlega bitlaus. Það þarf að finna ný verkfæri sem duga þegar kemur að umgengnistálmunum. Tilefnislaus umgengnistálmun eins og hún er í þessu máli er mannréttindabrot sem enginn á að komast upp með. Við því verður að bregðast með breytingu á barnalögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 389890

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband