Leita í fréttum mbl.is

Að leiðrétta eingöngu hálfa leið ...

Félag um foreldrajafnrétti hefur vakið athygli þingmanna á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um leikskóla og grunnskóla. Frumvarpið hefur góðan tilgang. Því er ætlað að tryggja að forsjárlausir foreldrar fái aðgang að skólaupplýsingum um börn sín en eins og þessi lög eru nú þá eiga forsjárlausir foreldrar engan aðgang.

Það sem veldur furðu við þessa lagabreytingu er það að ekki skuli gengið alla leið og ákveðið, þrátt fyrir ákvæði barnalaga, að forsjárlausir foreldrar eigi rétt á skriflegum upplýsingum vegna skólagöngu barna sinna í leikskóla og grunnskóla. Með því yrði forsjárlausum foreldrum a.m.k. tryggt almennilegt aðgengi að skólaupplýsingum. 

Með því að vísa eingöngu til barnalaga er verið að negla inn áfram það óréttlæti að forsjárlausir foreldrar, að því er varðar skólagöngu, fái ekki upplýsingarnar nema munnlega. Óskiljanlegt er af hverju þingmenn hafa ekki kjark til að ganga hér alla leið.

Og svo hefði auðvitað verið allra best ef menntamálanefnd hefði fengið allsherjarnefnd í lið með sér og lagt fram frumvarp til laga um breytingu á 52. gr. barnalaga og þar tekið fram að aðgangur forsjárlausra foreldra gæti alltaf verið með skriflegum hætti. Orðalagið á slíkri lagabreytingu er til því ég lagði fram á síðasta þingi slíka breytingu fram. Það hefði því tekið þessar nefndir örstutta stund að lemja slíku frumvarpi saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ef þetta frumvarp verður að lögum þá verða forsjárlausir foreldrar t.d. sviptir aðgangi að Mentor. Þessi "leiðrétting" er því arfavitlaus.

Það hefði átt að breyta grunnskólalögunum á þann hátt að skólum væri heimilt að veita forsjárlausum foreldrum skriflegar upplýsingar um börn sín.

Við hvað eru menn hræddir?

Sigurður Haukur Gíslason, 11.3.2009 kl. 15:22

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Sigurður Haukur. Leiðréttingin nær ekki nógu langt. Það er rétt. En réttast hefði verið eins og ég bendi á að breyta barnalögunum því þá hefði allur aðgangur forsjárlausra foreldra verið tryggður með skriflegum hætti. Lögum samkvæmt er staðan sú núna að forsjárlausir foreldrar eiga ekki í raun aðgang að Mentor en einstaka skólastjórar hafa þó heimilað þann aðgang. Vona að þú sért ekki að misskilja athugasemd mína Sigurður Haukur. Ég er sammála þér - ég er einungis að fara rétt lögfræðilega í málið og benda á hvað eigi helst af öllu að gera, sem er að breyta barnalögunum sjálfum. Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 11.3.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Nei, nei, ég er hvorki að misskilja þig né gagnrýna. Mér er sama hvor leiðin er farin svo framarlega að réttindi forsjárlausra foreldra séu tryggð.

Ég hélt það væri best úr þessu að breyta grunnskólalögunum fyrst að þetta er á borði menntamálanefndar en breytingar á barnalögum væri náttúrulega það albesta.

Sigurður Haukur Gíslason, 11.3.2009 kl. 15:56

4 identicon

Það er mjög mikið óréttlæti varðandi þessi umgengis- og forræðismál.  Nú á ég tvö börn frá fyrra hjónabandi og við erum með sameiginlegt forræði, allt gott um það að segja. 

Það sem kemur mér mest á óvart er að ég er skv skattalögum barnlaus því börnin hafa lögheimili hjá móður sinni, hún fær barnabætur en ég engar þó svo að ég sé með börnin 1/3 úr ári og greiði fullt meðlag.  Það er ekki litið á það sem ég greiði s.s. meðlag, íþróttir og tómstundir sem framfærsla á börnunum sem gerir það að verkum að ég fæ ekki barnabætur.

Þetta er aðal óréttlætið finnst mér og aðilar sitja ekki við sama borð þarna.  Einnig getur sá aðili sem börnin hafa lögheimili hjá flutt hvert sem er innanlands án þess að aðilinn sem börnin eru ekki með lögheimili hjá  haft eitthvað um það að segja.  Og þá er ég að tala um aðila sem eru með sameiginlegt forræði.  Mjög mikið óréttlæti þarna á ferð og mikið sem þarf að laga til í þessum málum.

Af hverju hafa engir stjórnmálamenn þetta á stefnuskrá sinni.  Getur verið að þetta sé eldfimur málaflokkur sem fólk treystir sér ekki til að taka til í sbr. heilbrigðismálin?

Þórir W (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Þórir. Ég hef verið varaþingmaður í tvö ár og lagt til breytingar á barnalögum sem taka á þessum þáttum sem þú nefnir. Hér á bloggsíðunni eru tenglar á framsöguræðu mína á Alþingi þar sem ég mælti fyrir breytingunni. Það er líka tengill á viðtal sem var í gær á Útvarpi Sögu þar sem ég fjalla um þessi mál. Ég leita nú eftir stuðningi við að komast á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, ma. af því að ég vil geta haldið áfram að berjast fyrir þessum málum. Þannig að ég tel að það sé a.m.k. einn stjórnmálamaður, ég sjálf, með þessi mál á stefnuskránni.  Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 11.3.2009 kl. 23:20

6 identicon

Sæl Dögg

Já það er auðvitað rétt, ég hef lesið á síðunni hjá þér þetta varðandi lögheimilismálin og að þú hafir talað fyrir breytingum á þeim.  Það er skref í rétta átt og það er gott að vita að allavega einn stjórnmálamaður sé með þessi mál á stefnuskrá sinni. :)

En hvernig hljómgrunn hafa þessar breytingar fengið á þinginu?  Mér finnst þetta nefnilega svo mikið óréttlæti að þetta hlýtur að vera lagað, ég bara trúi ekki öðru.  Maður myndi jafnvel halda að þetta standist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrár að mismuna fólki svona, og þá að ég við um þetta varðandi lögheimilin og barnabæturnar.  Það eru ekki peningarnir sem eru aðalmálið hérna heldur viðurkenningin gagnvart lögum að ég eigi börnin ef þú skilur mig.

Þórir W (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:11

7 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Málið virtist hafa víðtækan stuðning á þinginu en á það var ekki látið reyna því frumvarpið fékk aldrei afgreiðslu úr nefndinni.

Dögg Pálsdóttir, 12.3.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 391659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband