Leita í fréttum mbl.is

Fátt sem kemur á óvart ... og þó

Það óvænta í ráðherraliði nýrrar ríkisstjórnar er dómsmálaráðherrann. Það er nánast óskiljanlegt að skipaður skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneyti skuli gerður að dómsmálaráðherra. Í því felst enginn dómur um einstaklinginn sem um ræðir. Hann þekki ég af góðu einu og hann hefur verið hinn mætasti embættismaður.

Skipunin í embætti dómsmálaráðherra segir kannski mest um það hvílíkt vantraust bæði Samfylkingin og VG bera til þeirra lögfræðinga sem eru í þingmannaliði beggja flokkanna. Og svo auðvitað bætist við kenningin um að í stólinn þurfti utanþingsmann til að verma hann fyrir Framsóknarmanninn sem við honum á að taka eftir kosningar.

Það ánægjulega við ríkisstjórnina er auðvitað að í fyrsta sinn í sögunni er kynjahlutfall í ríkisstjórn jafnt. Því fagna allir jafnréttissinnar. Og svo er það auðvitað sérstaklega ánægjulegt að forsætisráðherraembættið skuli í fyrsta sinn í sögunni falla konu í skaut. Hvorutveggja eru tímamót í íslenskri jafnréttisbaráttu.


mbl.is Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Er einnig ánægð með Gylfa Magnússon sem viðskiptaráðherra.

Kolbrún Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 21:48

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ég hélt að lögmenn færu vel yfir alla texta sem þeir þurfa að svara, en svo virðist ekki vera í þínu tilviki. Þú gerir að því skóna að engir hæfir lögræðingar muni hafa fundist innan raða Samfylkingar og VG,ég man ekki betur en þegar þetta stjórnarmynstur fór af stað hafi verið innan raða þeirra talið æskilegt að fá menn utan flokka í þessi embætti.

Ef þetta er rangt þá biðst ég velvirðingar

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 1.2.2009 kl. 22:00

3 identicon

Já, ég tók því þannig líka sem Ari segir þannig ekki sé verið að halla á lögfræðinga þessara flokka. En tek líka undir með Kolbrúnu. Gylfi hefur sagt margt og annað sem álitsgjafi frá bankahruninu. Nú hefur hann tækifæri að sýna okkur hvernig hann kemur því í framkvæmd. Ég bíð spenntur.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:08

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sammála. Betur hefði verði að hafa Björn áfram.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.2.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 391646

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband