Leita í fréttum mbl.is

Samstaða og sökudólgar

Um flest er ég sammála biskup Íslands. Ég held þó að samstaða og leit að sökudólgum, eða kannski frekar leit að skýringum, útiloki ekki hvort annað. Ég óttast að þjóðin sé vegna þeirra atburða sem yfir okkur hafa dunið frá 6. október í ákveðnu sorgarferli. Talað er um að sorgarferlið skiptist í fimm stig: lostið eða áfallið, afneitunina, reiðina, samningsstigið og svo viðurkenninginu.

Ég held að stærstur hluti þjóðarinnar sé enn á stigum lostsins og afneitunarinnar. Það eru mjög margir og sennilega flestir búnir að tapa mjög miklu. Það eru ekki einvörðungu fjármunir sem hafa glatast. Margvíslegar væntingar eru brostnar. Fólk sem taldi sig vera búið að safna til efri ára og ætlaði að minnka við sig vinnu eða hætta að vinna, byrja að njóta ávaxta erfiðis síns stendur frammi fyrir algerlega nýjum veruleika. Til viðbótar kemur óvissa um hvað lífeyrissjóðstekjur munu rýrna vegna umtalsverðs taps lífeyrissjóðanna á gjaldþroti viðskiptabankanna þriggja og hugsanlega frekari tapa vegna fjármálakreppunnar í heiminum.

Raunveruleikinn mun smátt og smátt renna upp fyrir þjóðinni og þá hef ég áhyggjur af að reiðin muni grípa um sig. Það munu verða háværar kröfur um að finna sökudólga og að þeir verði látnir bera ábyrgð. Byrjun þeirrar reiði birtist skýrlega í viðtali Egils Helgasonar í Silfrinu, þegar hann hellti sér yfir Jón Ásgeir.

Þess vegna tel ég mjög brýnt að stjórnvöld tilkynni, fyrr en seinna, að byrjuð sé vinna sem miðar að því að rannsaka hvað gerðist. Tilgangur þeirrar vinnu þarf að vera tvíþættur. Annars vegar að finna skýringar til að unnt verði að bæta regluverkið svo hlutir af þessu tagi endurtaki sig aldrei. Hins vegar þarf að skoða gaumgæfilega hvort einhverjir hafi í starfsemi sinni gengið á svig við lög og reglur með refsiverðum hætti. Komi slíkt í ljós verður að vera skýrt að þeir sem það kunna að hafa gert, verði dregnir til ábyrgðar.

Því fyrr sem tilkynnt verður að vinna af þessu tagi sé hafin því meiri líkur eru á því að unnt verði að hemja þá reiði sem örugglega á eftir að brjótast út með þjóðinni.


mbl.is „Brotsjórinn bylur á okkur öllum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Afhverju nota menn svona mikið orðið sökudólfar sem er orð sem gerir ráð fyrir meinfýsni og hefndarhug, afhverju nota menn ekki hugtakið að bera ábyrgð. Margir hafa bent á það undanfarið, t.d. hagfræðiprófessor í sjónvarpinu í gær, að miklir hagsmunir geti glatast ef menn bíða eftir því að reyna að ná til eigna auðmannanna sem mikla ábyrgð bera. Tilmæli biskupsins og margra annarra eru einmitt til þess fallin að fresta þessu og láta þá sleppa undan og þjóðin verði þá af miklum verðmætum. orð biskupsins eru því engan vegin eitthvert kristilegt góðgæti heldur þjóðinni beinlínis hættuleg. En fyrst og fremst eru þau vemmilegt meiningarleysi. Fjandinn hafi það bara!

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.10.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Örugglega mun brjótast út reiði meðal þjóðarinar og hefuir þegar gert það. Það er fullkomlega eðlilegt og ekki hægt að gera ráð fyrir öðru. En segðu mér, HVERS VEGNA er svona nauðsynlegt að hemja hana? Bæld reiði sem ekki fær útrás er reinmitt hættulegasta tegund reiði. Hún getur hæglega endað með æði og ofbeldi. Reiðin á að koma fram og þeir sem til þess hafa unnið eiga að fá að kenna á henni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.10.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: DanTh

Sú skuldsetning sem þjóðin stendur nú frami fyrir af völdum  stjórnmálamanna sem ýttu þessu öllu úr vör og svo útrásapésanna eiga að valda mikilli reiði í samfélaginu.  Þjóðin er ekki í lagi og á þetta allt skilið ef hún krefur ekki þessa menn um ábyrgð á gerðum sínum. 

Bæði stjórnmálamenn sem og þessir útrásarmenn hafa makað krókinn í þessu versta peningasukki Íslandsögunnar.  Þeir hafa hlaðið undir sig auði sem þeir eru ekki verðir.  Við eigum að krefjast þeirra penginga aftur.  Þeir hafa einnig  lítilsvirt vinnu hins almenna manns með ofurlaunum sínum þannig að við skuldum þeim ekki neitt annað en reiðina í þeirra garð.

DanTh, 13.10.2008 kl. 15:43

4 identicon

Staðreyndirnar eru öllum augljósar:

Sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgur fyrir þessu hörmungum.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra Íslands og stjórnaði einkavinavæðingu bankanna frá upphafi til enda.
Aðal hugmyndafræðingur hans við þetta verk var Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Davíð Oddson er 100% ábyrgur fyrir þessu ferli.
Hann gerðist síðan æðsti embættismaður fjármála Íslands.

Hann ber ábyrgð á því að skuld íslenska ríkisins í dag er 12 föld þjóðarframleiðsla þjóðarinnar.
Hann átti að sjá til þess að íslenska þjóðin væri ekki þátttakandi í þeirri áhættu sem sem fylgdi bankastarfseminni.

Hann er einnig ábyrgur fyrir því sem hefur gerst síðustu daga.
Hann ætlaði að hefna sín á Baugsmðnnum og taka Glitnir aftur.
Þetta var hin fullkomna snilld hins “Stóra Leiðtoga”

Síðan ætlaði hann að setjast í helgan stein í Öryggisráðinu og verða ódauðlegur
sem alþjóðlegur snillingur,

En málin snérust illilega í höndunum á honum
Í æsingnum að ná hefndum sló hann stoðunum undan hinum bönkunum og allt fjármálakerfi Íslands hrundi í einni svipan.

Davíð Oddsson er maðurinn sem eyðilagði Ísland.

Sjálfstæðisflokkurinn verður lagður niður.

Það verður að stofna nýja stjórnmálaflokka með nýju fólki.

sjá einnig:
http://www.ft.com/cms/s/0/e17cb5a0-98ce-11dd-ace3-000077b07658.html?nclick_check=1

RagnarA (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:58

5 Smámynd: AK-72

Á meðan þeir sem bera ábyrgð fá að halda vinnu sinni líkt og sést á skipuriti Landsbankans þar sem maðurinn er ber ábyrgð á IceSave var settur yfir innra eftirliti, maðurinn sem bar ábyrgð á Peningasjóðunum sem hafa valdið almenningi og lífeyrissjóðum búsifjum eða sitja sem fastast innan veggja stofnana, Seðlabanka eða þings stikkfríir og ábyrgðarlausir meðan fjölda fólks missir vinnuna og eigur sínar, þá er eitt ljóst.

Þaðverður engin samkennd, engin samstaða né engin samheldni á meðan menn sæta ekki ábyrgð gjörða sinna. Það verður heldur ekki horft fram á veginn og þeim sem tala í slíkum klisjukenndum frösum stjórnmálamanna, verður eigi treyst.

AK-72, 13.10.2008 kl. 19:57

6 Smámynd: AK-72

vantaði inn í þetta:"maðurinn sem bar ábyrgð á Peningasjóðunum sem hafa valdið almenningi og lífeyrissjóðum búsifjum heldur sínu starfi"

Hérna má fræðast um þessa svívirðu, í fréttum Eyjunnar

AK-72, 13.10.2008 kl. 20:00

7 Smámynd: Halla Rut

Frábær pistill hjá þér Dögg. Ég er þér sammála.

Við erum ekki að gera okkur grein fyrir stöðunni og kannski er það best "ákúrat" núna.

Virkilega góð og vel hugsuð skrif. Takk.

Ég er að fallast á þá skoðun að við skulum öll standa saman nú. Það vorum, eftir allt saman, við öll (flest) sem lofsungum þetta ástand. 

Halla Rut , 13.10.2008 kl. 21:13

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Flott hjá þér Dögg, en ég verð að koma því að hér að mér finnst það alveg ótrúlegur barnaskapur að blanda allri kreppunni hér og ástandinu sem nú ríkir við það að Davíð vilji ná sér niður á Baugi, eins og einn hér að ofan kommentar...

Kveðja,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 13.10.2008 kl. 22:30

9 identicon

Fyrirgefið XD fólk ég verð að hæla ykkur pínu fyrir að sína þá "dirfsku" að láta sjá ykkur þarna í Valhöll á körfufundinum

Skammist þið ykkar ekkert???  

Alla (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:59

10 Smámynd: haraldurhar

Hafðu mínar þakkir fyrir góðan pistill Dögg.

Eg hef eina spurningu til þín, og hún er  Þegar þú hlýddir á ræðu Kjartans á fundinum í Valhöll, taldir þú að hann væri í uppgjöri við Davíð? 

haraldurhar, 14.10.2008 kl. 00:35

11 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir góða grein. Samastaða er nauðsýnleg, en ég er hrædd um að litið um hana verður eftir að hafa fylgst með framhaldið á hörmungunum og lesið meðal annars þetta blogg:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/

Heidi Strand, 14.10.2008 kl. 06:47

12 Smámynd: Sævar Helgason

Góður pistill og tímabært innlegg. 

Best væri að við fengjum utanaðkomandi aðila (erlenda) við það verkefni að greina allt málið.  Við sjálf erum óhæf- vina,ættar,viðskipta og stjórnmálatengslin verða okkur fjötur um fót við eigin úttekt.

Sævar Helgason, 14.10.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband