Leita í fréttum mbl.is

Rétt val?

Ef þessar fregnir eru réttar þá hef ég miklar efasemdir um að þetta sé klókt val hjá Obama. Hann þurfti vissulega að stilla upp varaforsetaefni hlaðið reynslu, til að vega upp á móti hans eigin reynsluleysi, sem virðist vera honum fjötur um fót. Og það gat Obama án þess að finna McCain "look-a-like". Ef Obama hefði borið gæfu til að að velja Hillary sem varaforsetaefni eða einhvern annan reynslubolta, hefði hann gefið kjósendum kost á sigurstranglegu framboðspari sem bæri með sér ímynd breytinga, ferskleika og reynslu og þannig undirstrikað þá raunverulegu kosti sem bandarískir kjósendur eiga í forsetakosningunum í haust. Ef bandarískir kjósendur vilja í forseta sínum einungis aldursreynsluna þá kjósa þeir McCain beint - en ekki Obama með aldursreynsluna í varaforsetaefninu. 

Þetta val Obama virðist bera keim af því að hann velur varaforsetaefni sem skyggir örugglega ekki á hann sjálfan. Þetta val Obama sýnist því afhjúpa ákveðinn hégómleika og óöryggi, sem menn í hans stöðu mega ekki láta stjórna af.

Góður stjórnmálamaður velur með sér besta fólkið sem hann á völ á, fólk sem býr yfir kostum sem hann sjálfan vantar, eða þarf að styrkja. Þannig skapar góður stjórnmálamaður bestu mögulegu liðsheildin til þeirra verka sem hann vill vinna að í starfi sínu í þágu kjósenda. Um leið og stjórnmálamaður byggir val samstarfsmanna á einhverju öðru, eins og Obama virðist hafa gert, þá fær hann einfaldlega ekki sigurstranglegustu niðurstöðuna.


mbl.is Obama velur Joseph Biden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig grunaði reyndar undir niðri að Obama hefði boðið Hillary varaforsetann í staðinn fyrir stuðning hennar eftir að hún játaði sig sigraða.

AE (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Það getur vel verið að Hillary hafi ekki viljað - en miðað við þær skýringar sem maður hefur séð þá bendir fleira til að hún hafi aldrei átt þetta val - af því að Obama vildi ekki fá hana til að skyggja á sig. En ég er sammála því að ef Obama klúðrar þessu og tapar fyrir McCain þá er brautin sennilega bein og breið fyrir Hillary eftir fjögur ár.

Dögg Pálsdóttir, 23.8.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 391663

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband