Leita í fréttum mbl.is

Brot á jafnræðisreglu?

Erfitt getur reynst að hrinda skilyrðum af þessu tagi í framkvæmd. Við setningu laga um tæknifrjóvgun var litið svo á að meðferðin væri við ófrjósemi. Það þýddi að sýna þurfti fram á ófrjósemi parsins sem undir aðgerðina gekkst. Þegar þannig er horft á meðferðina er auðveldara að setja frekari skilyrði, eins og t.d. skilyrði er snýr að þyngd.

En nú er farið að líta á aðgang að þessari meðferð sem ákveðin réttindi. Fyrsta skrefið í þá átt var stigið í fyrra þegar opnað var fyrir aðgang samkynhneigðra kvenpara að glasafrjóvgun. Með slíkri áherslubreytingu hlýtur að verða erfiðara að setja skilyrði af því tagi sem fréttin fjallar um vegna jafnræðisreglu. Rétt er að minna á að kröfur af svipuðu tagi voru gerðar vegna ættleiðingar. Kona, sem synjað hafði verið um leyfi til að ættleiða barn frá Kína, m.a. vegna holdafars, höfðaði mál til að fá þeirri synjun hnekkt. Hún vann málið fyrir héraðsdómi. Málinu var ekki áfrýjað.


mbl.is Feitar fá ekki tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Það segir sig sjálf að ef konan er mjög í holdum gæti meðferðin reynst henni erfið likamlega. Sem og meðgangan og fæðingin.

 En í ljósi þess að ekki er hægt að banna þessum sömu konum að eignast börn geti þær orðið óléttar sjálfar, án inngrips, þá þykja þessar reglur ef til vill heldur ósanngjarnar.

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 20.12.2007 kl. 09:51

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Þetta fellur undir sama hatt og lögin um ættleiðingu - það er ekki réttur konunnar sem er í húfi, heldur barnsins. Það hefur rétt á því að fæðast heilbrigt, hefur rétt á því að hafa lífslíkur, hefur rétt á því að eiga móður (ekki bara við fæðingu, heldur eins langt og hægt er að gera ráð fyrir að móðir barns lifi).

Það að náttúran geti séð fólki fyrir möguleikanum að eignast barn er eitt, en um leið og mannlegt inngrip er komið í málið (tæknifrjóvgun, leigumeðganga, ættleiðing), þá er alveg sjálfsagt að lagaramminn sé þrengri, því þó svo að það sé ekki hægt að sía út hverjir eignist börn og hverjir ekki með náttúrulegum aðferðum (og ég er á þeirri skoðun að það sé allt of mikið af fólki í þessum heimi sem aldrei hefði átt að fá að eignast börn, eins og það fer með börnin sín) að þá er ekki nema sjálfsagt að ríkið setji hömlur á "tæknilegu" leiðina, enda er þar fjármagn ríkisins sem kemur að málum, og þar með réttur ríkisins til að hafa áhrif til betri vegar fyrir þá einstaklinga sem eiga í hlut - móður OG barn.

Þór Sigurðsson, 20.12.2007 kl. 10:38

3 identicon

málefnanleg sjónarmið, fólk hefur þann kost þá að grenna sig. finnst alveg sjálfsagt að fólkið sem ræður ekki við sjálft sig, fari að sýna smá ábyrgð. ísland er bara orðið litla Ameríka.

las (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 14:18

4 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Nú er ég komin í jólaskap og segi ekkert annað en gleðileg jól að þessu sinni

Valgerður Halldórsdóttir, 22.12.2007 kl. 13:19

5 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ég er bara að kasta jólakveðju á þig kæri bloggvinur.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

 

Kv Sigríður

Sigríður Jónsdóttir, 23.12.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband