Leita í fréttum mbl.is

Bjartur dagur

Ég var á brettinu í Laugum þegar síðustu tölur komu upp úr kössunum og úrslit kosninganna urðu ljós. Þetta er glæsileg niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem bætir við sig þremur þingmönnum.

Stjórnarandstöðunni mistókst það ætlunarverk sitt að fella ríkisstjórnina, því stjórnin heldur þingmeirihluta, þótt naumur sé, 32 þingmenn. Samfylkingin missti tvo þingmenn og Vinstri grænir vinna einn, einum fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn. Frjálslyndir eru á sama róli og áður, með fjóra menn.

Framsókn er auðvitað sá flokkur sem tapar þessum kosningum, missir fimm þingmenn. Það getur hann ekki kennt stjórnarsamstarfinu um, heldur verður að líta sér nær. Flokkurinn hefur ekki séð til sólar síðan Halldór Ásgrímsson heimtaði að verða forsætisráðherra á sínum tíma. Það sem á eftir kom þekkja allir.

Niðurstaða kosninganna hlýtur að vera áfall fyrir stjórnarandstöðuna miðað við þá þungu áherslu sem hún lagði á það að það væri lífsspursmál fyrir þjóðina að fella ríkisstjórnina. En skoðanakannanirnar bentu til þess að áhuginn á vinstri stjórn væri mjög takmarkaður, eins og áður hefur verið fjallað um í þessum pistlum. Svo er bara að bíða og sjá hvernig úr þessu spilast. En meginniðurstaðan sýnist mér vera sú að Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að verða leiðandi flokkur í hverri þeirri ríkisstjórn sem verður mynduð. Það er það sem kjósendur vilja. Ég sé ekki betur en að raunverulegur sigurvegari þessara kosninga sé Sjálfstæðisflokkurinn.

Mér sýnist hins vegar að konum fjölgi lítið á Alþingi eftir þessar kosningar. Mér telst til að þær verði 20 af 63 eða tæplega 32% þingmanna. Þetta ætlar að ganga hægt að jafna hlut kynjanna á löggjafarsamkundunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Komdu sæl.Það er ekki rétt hjá þér ,að stjórnarandstaðan hafi tapað fylgi,hún bætti við sig í heild 2.þingsætum.Rétt er einnig að hafa í huga,að ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta kjósenda að baki sér og tapaði miklu fylgi,þó Sjálfstæðisfl.héldi sjó.Að halda velli með sprungið varadekk eins og Steingrímur orðaði það er ekki gott.Mér virðist Samfylkingin höfuðandstæðingur Sjálfstæðisfl.ekki hafa neinn áhuga á samstarfi við þá.

Kristján Pétursson, 13.5.2007 kl. 22:06

2 identicon

Sæl vertu. Þakka þér fyrir síðast. Er í fyrsta skipti að skrifa á bloggið.

Get ekki látið hjá líða hverskonar rugl er þetta hjá KP.  Lýsir einfallega mjög tapsárum manni. Í sjónvarpinu á kosningarnótt marg ítrekaði S. við Ómar að hann (Steingrímur) hafi lagt til aðra útfærslu á kerfinu við upphaf nýss kosningarkerfis. Enn eins og fram kom, mátti Ómar vita, (þess-vegna landsmenn allir) að hverju stefndi með 5% reglunna.

Mín skoðun er að núverandi kosningakerfi er arfavitlaust eins og að deila RVK í 2 kjördæmi.

Örn Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 14:26

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Sæl frænka,
Það er ekki laust við að kosningarnar hafi verið spennandi að þessu sinni og Sjálfstæðisflokkurinn má vera stoltur af sínum hlut. Það má draga þá ályktun af niðurstöðum kosninganna, að formannsskiptin hafi verið orðin tímabær. Það gegnir öðru máli með samstarfsflokkinn, sem geldur afhroð í þessum kosningum. Formannsskiptin þar hafa ekki vakið traust kjósenda á flokknum, þvert á móti þá hefur flokknum verið hafnað. Það væri óskandi að Sjálfstæðisflokkurinn tæki mið af þessu við stjórnarmyndun.
Hvað hlutfall kvenna á Alþingi varðar, þá þykist ég vita að þú munt vinna að því að auka það og átt dygga skoðanasystur þar í Lilju.
kk,
SIJ

Sigurður Ingi Jónsson, 15.5.2007 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 391662

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband