Leita í fréttum mbl.is

Að endurheimta traust

Eftir þann álitshnekki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beðið vegna móttöku ofurstyrkja korteri áður en löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka tók gildi þarf flokkurinn að gera allt sem hægt er til að endurheimta traust kjósenda. 

Það verður erfitt en það á að vera hægt. En þá þarf að standa þannig að málum að kjósendur trúi því að flokkurinn hafi lagt öll spilin á borðið og ekkert dregið undan.

Enn er of mikill vandræðagangur á málinu af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þeim vandræðagangi þarf að linna. Það þarf að upplýsa alla atburðarásina vegna þessara ofurstyrkja. Í því felst að upplýsa þarf:

  • Hverjir ákváðu að óska ætti eftir þessum styrkjum.
  • Hverjir vissu um þá ákvörðun.
  • Hverjir óskuðu eftir styrkjunum í nafni Sjálfstæðisflokksins.
  • Við hvaða einstaklinga var talað hjá þeim fyrirtækjunum sem styrkina veittu.
  • Hverjir vissu um móttöku flokksins á þessum styrkjum.

Þegar þessi atburðarás liggur skýr fyrir mun unnt að meta hvort einhverjir þurfa að axla ábyrgð vegna málsins.


mbl.is Ekki kjörnir fulltrúar flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Trúverðugleiki verður ekki endurheimtur nema allir þeir sem komu að þessu máli verði reknir úr flokknum. þá meina ég allir en ekki einhver einn sem verður fórnað fyrir málstaðinn eins og Geir virðist ætla að leika.  Það verður að skoða stöðu framkvæmdastjórans, núverandi og fyrrverandi. Hvar var varaformaðurinn þegar þessi gjörningur átti sér stað og allir kjörnir fulltrúar sem vissu af þessu eiga umsvifalaust að segja af sér og síðan á að reka þá úr flokknum. Það á líka að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Fjárframlag upp á 25-30 milljónir er ekki styrkur í mínum huga þegar verið er að véla með hagsmuni veitandans heldur eitthvað allt annað og miklu verra.

Víðir Benediktsson, 10.4.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

En ég er ánægður með þessi skrif þín Dögg. Annað en lygaþvælan sem runnið hefur fram af vörum sumra í þessu máli.

Víðir Benediktsson, 10.4.2009 kl. 10:26

3 identicon

Ég vona að rödd þín heyrist Dögg. Það þarf að vinna hratt núna. En mér til upplýsingar. Hvernig eru fjármál og reikningar kynntir fyrir þingmönnum sjálfstæðisflokksins? Er haldinn aðalfundur svipaður og aðalfundur fyrirtækja. Hverjir skrifa undir og samþiggja reikninga flokksins?. Ég er óbreyttur sjálfstæðismaður. Ég kís fulltrúa. Er ég ekki að kjósa þá sömu til að hafa augu með því að fjármá flokksins séu í samræmi við gildi flokksins og þær reglur sem honum ber að vinna eftir. Hvert er hlutverk endurskoðanda ef hann sér eitthvað í reikningum sem ekki samræmist reglum.

Með kveðju

Egill Jón Kristjánsson

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:41

4 identicon

Ég er sammála Víðiri Benediktssyni. Ég held að Dögg sé ábyggileg og sómakær kona, sem ætti fullt erindi á þing, en þó fyrir annan flokk. En málið er ekki eins auðvelt og hún heldur. Þessi síðasta uppákoma um leynilegar greiðslur frá auðhringum til íslensks stjórnmálaflokks er það alvarleg, að upplýsingar um hverjir ákváðu, vissu, óskuðu etc., skipta engu máli. Flokkurinn er búinn að vera, hann er rotinn í gegn. Best væri að hann drægi öll framboð sín til baka og notaði næstu fjögur árin til að vinna að nýrri stefnuskrá og endurnýja forystuliðið, sem sagt að byrja frá grunni. Þótt margir pótentátar og vanhæfir menn höfðu vit á því að hætta, eru enn þarna andlit spillingarinnar; Þorgerður Katrín, Illugi, Guðlaugur, Sigurður Kári, Jón Gunnarsson, Árni Johnsen og fleiri. Ísland hefur ekki lengur efni á því að hafa sérhagsmunaflokk, sem vinnur gegn hagsmunum almennings.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 12:07

5 identicon

Dögg á heiður skilinn fyrir að vera einn örfárra Sjálfstæðismanna sem þora að stinga niður penna opinberlega um þetta hræðilega spillingarmál. Þetta eru fínar spurningar hjá þér, því það verður að koma fram hverjir áttu hlut að máli, en þarna vantar samt:

- Hvaða styrkir voru veittir eftir að lögin voru sett í desember, fram að áramótum?

- Spyrja verður varaformann og framkvæmdastjóra rækilega út í þessa styrki; það dugar ekki að Guðlaugur Þór svari og fyrrverandi framkvæmdastjóri - Þorgerður og Andri hljóta að hafa vitað af þessu, þau verða að segja af sér. Fjölmiðlar: af hverju spyrjið þið ekki þau tvö?! 

En Dögg, því miður (fyrir ykkur) er líklegt að FLokkurinn þinn hafi klúðrað dýrmætu tækifæri til að leggja spilin á borðið. Vissulega er betra seint en aldrei, en nýr formaður hefði betur lagt allt á borðið strax. Nei, hann reyndi að taka þátt í yfirklóri um að Geir H.H. hafi einn staðið að þessu, en svo voru þeir staðnir að lygum í því sambandi. Bjarni Ben. fékk gullið tækifæri til að bregðast við með afdráttalausum hætti, en klúðraði því.

Kannski er dekkið í FLokknum svo rosalega skítugt og svo margir innmúraðir og innflæktir að það er einfaldlega ekki hægt að spúla það...?

En hvað er Dögg annars að gera í SjálfstæðisFLokknum? - yfirlýstur stuðningsmaður aðildar að Evrópusambandinu, ofan á allt annað... Láttu þennan spillta flokk róa og taktu í árar Samfylkingarinnar um aðild að ESB!

Evreka (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 12:33

6 identicon

Það er mikið talað UM trúverðugleika. Hann má öðlast um stund með lygum og blekkingum. Hvernig væri að tala AF heiðarleika? Það er heiðarleikinn sem gerir menn frjálsa.

Árni (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 13:14

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það má engan tíma missa. Þess vegna þarf ný forysta að:

1. Óska eftir því að Guðlaugur Þór og Kjartan Gunnarsson segi sig frá öllum ábyrgðarstöðum fyrir flokkinn meðan á rannsókn stendur.

2. Setja á fót rannsóknarnefnd til að fara ofan í málið hratt og örugglega eins og þú leggur til hér að ofan.

Því fyrr sem þetta er gert því betra. Þá á örugglega sitthvað eftir að koma í ljós hjá öðrum flokkum og þá er betra að Sjálfstæðisflokkurinn gangi á undan með góðu fordæmi. Það þarf að liggja niðurstaða í málinu innan viku.

Sem sagt: Göngum hreint til verks!

Jón Baldur Lorange, 10.4.2009 kl. 13:18

8 Smámynd: Gunni Tryggva

Það hlýtur að teljast eðlileg krafa að Guðlaugur verði látinn taka poka sinn og sæti ábyrgð. Hann og Kjartan vita mun meira um þetta mál en þeir láta uppi. Ef þetta mál fær þann endi að ekkert verðu að gert þá eru það bara skilaboð að flokkurinn sé eitt og fólkið annað, annað sem á ekki að vera að skipta sér af.

Gunni Tryggva, 10.4.2009 kl. 18:05

9 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Merkilegt að lesa þessar athugasemdir. Takk fyrir að koma fram Dögg og skrifa um þetta mál. Ekki allir sem ÞORA því í dag. Það næst jafnvel ekki í menn.

Mér sýnist að valdablokkir innan flokksins, kannski svipað og með FRamsókn, séu að hrynja. Brestir eru komnir í trúnað manna því "tapið" þeirra er orðið svo mikið og hefnigirnin er farin að ráða!

Verst er að menn eins og Kjartan Gunnarsson segist vita, en ekkert segja! Annað er hvernig nýr formaður er vandræðalegur með allt þetta umstang, og hvernig Guðlaugur Þór er farin að skjóta sig í fótinn.

Mér sýnist að þið þurfið að kjósa á ný Dögg. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lifa, þá verður hann að fá nýja forrystu. Bjarni var fljótræði. Mín uppástunga fyrir ykkur er á blogginu hjá mér.

Gangi þér vel,

kv.

Sveinn Hjörtur , 10.4.2009 kl. 21:55

10 identicon

Ég sé lítin mun á peningamálum fokksins ef þingmenn hans eru sjálfir eru að braska með hlutafé og vanskilagreiðslurgreiðslur af lánsfé til kaupanna þess vegna. Það er ekkert leyndarmál málarekstur þinn yfir láni til kaupa á stonfhlutabréfum með fjölskyldu þinni væntanlega til að njóta ágóðans þegar vel gekk en þegar kerfið"flúppaði"og bréfin hrundu þá á ekki að greiða lánið heldur beyta þekktum lagaflækjum til að komast hjá greiðslu á láninu.

Þitt félag er ekki það eina sem lendir nú í vandræðum með að greiða hlutabréfakaupalánin  því almenningur þarf að borga það sem þið eða aðrir businessmenn greiðið ekki sem tókuð þau í upphafi til að græða fé.

Ég þarf að greiða þau lán sem ég fæ í banka til pensónulegra nota og að stofna einkahlutafélag til að græða meira fé er nokkuð sem í besta falli mætti kalla subbuskap og sæmir ekki þingmönnum en það er bara mitt persónulega álit og væri nær að þú gerðir betri grein fyrir þessu máli á heimasíðu þinni,hver var tilgangur með kaupum á þessum bréfum? Hvað átti að gera við hugsanlega ágóða ef dæmið hefði gengið upp?

Þætti vænt um að þú upplýstir okkur kjósendur um þetta atriði.

þór gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 00:43

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Mikið hefur verið fjasað um hver hafi átt frumkvæðið augljóslega til að forðast kjarna málsins.

Mikilvægasta spurningin er þó þessi:

Fyrir hvað var verið að greiða?

Sigurður Þórðarson, 12.4.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband