Sunnudagur, 15. mars 2009
Engar breytingar og uppgjör
Þegar þessi færsla er skrifuð veit ég ekki annað um árangur minn í prófkjörinu en það að ég náði ekki einu af 12 efstu sætunum. Yfirkjörstjórn sýnir okkur, sem náðum lakari árangri en þeim, ekki þá tillitsemi að senda okkur heildarniðurstöðuna eftir að talningu lauk.
Ég leitað eftir stuðningi í 2., 3. eða 4. sætið á listanum. Þeim árangri náði ég ekki. Fjarri því. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telja greinilega að listinn í Reykjavík verði sigurstranglegri án mín. Það eru skilaboð sem ekki verða misskilin af minni hálfu. Ég mun ekki aftur gefa kost á mér á þessum vettvangi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Af því þarf hvorki flokkurinn, meðframbjóðendur mínir né kjósendur að hafa áhyggjur.
Ég fann þó fyrir mjög miklum stuðningi við framboð mitt. En sá stuðningur var, miðað við niðurstöðuna, ekki nægilega mikill til að árangur næðist.
Öllum þeim sem studdu mig dyggilega í þessu prófkjöri vil ég þakka stuðninginn af heilum hug. Þeim sem árangri náðu í prófkjörinu óska ég innilega til hamingju.
Það verður að viðurkennast að það kemur talsvert á óvart að í sjö efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru engir aðrir en sitjandi þingmenn. Miðað við háværar kröfur um breytingar verða ekki aðrar ályktanir af þessu dregnar en þær að kjósendur í prófkjörinu séu býsna ánægðir með frammistöðu sitjandi þingmanna. Hvort hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins verði sammála því mati í kosningunum sjálfum leiðir tíminn einn í ljós.
Það vekur líka athygli að hjá Sjálfstæðisflokknum er konunum sem fyrr að mestu raðað neðst. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík treysta konum illa til forystu, a.m.k. þeim konum sem kost á sér gefa. Ólöf Nordal nær 4. sæti en í því sæti var Guðfinna síðast. Ásta Möller nær aftur 7. sæti. Erla Ósk skýst upp í 8. sæti og Sigríður Andersen vermir aftur 10. sætið. Þannig er ein kona í sex efstu sætunum en þær eru þó orðnar fjórar í 10 efstu sætunum. Flokkurinn fékk 9 þingmenn í síðustu kosningum í Reykjavík, þar af tvær konur. Miðað við skoðanakannanir sýnist mér að það breytist ekki mikið.
Svo verður ekki betur séð en að samhengi sé milli útgjalda í prófkjörsbaráttunni og árangurs. Það eru mikilvægar upplýsingar fyrir framtíðina.
Ég hét því að gefa upp upp kostnað minn vegna þessa prófkjörs. Hér kemur hann:
Sjálfstæðisflokkur, kynningarblaðið Framboð í Reykjavík 50.000 kr.
Sjálfstæðisflokkur, listi yfir flokksbundna ...................... 15.000 kr.
Útvarp Saga vegna viðtals ........................................... 53.535 kr.
INN sjónvarpsstöð vegna viðtals ................................ 74.700 kr.
Smink vegna sjónvarpsviðtals .................................... 6.848 kr.
Auglýsingakubbur á mbl.is .......................................... 38.844 kr.
Hönnun auglýsingakubbs á mbl.is .............................. 13.695 kr.
Tvær auglýsingar í Morgunblaðinu 13. og 14. mars ..... 174.300 kr.
Veitingar á fundum með stjórnum (ca.)........................... 5.000 kr.
Veitingar fyrir þá sem hringdu 9. - 12. mars (ca.)............. 10.000 kr.
Samtals ............................................................... 441.922 kr.
Ég var ekki með kosningaskrifstofu og bar því engan kostnað vegna þess. Ég var ekki með kosningastjóra og greiddi því engin laun vegna þess. Engum greiddi ég fyrir að hringja út fyrir mig og engin hringiver voru rekin á mínum vegum. Ég var ekki með flokksskrána á tölvu, eins og ég sá á ferð minni um kosningaskrifstofur í gær, að einhverjir frambjóðendur voru með. Allir sem fyrir mig unnu gerðu það í sjálfboðavinnu. Enginn auglýsingablöð eða auglýsingaspjöld voru prentuð vegna framboðs míns að öðru leyti en því að ég keypti auglýsingasíðu í kynningarblaði sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út. Engin sms-skilaboð voru send út á mínum vegum. Hönnun auglýsingar í kynningarblaðið Framboð í Reykjavík var gerð í sjálfboðavinnu og sama auglýsingin var notuð í Morgunblaðinu. Ýmis aðstoð vegna heimasíðu og bloggsíðu og hleðslu efnis á þær var unnin í sjálfboðavinnu.
Illugi sigraði í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Sæl Dögg
Já svona er þetta nú bara. Flokkurinn er ekki að svara kalli tímans og þingmennirnir ætla að halda áfram hvað sem tautar og raular.
Konur eru bara til skrauts og best að velja þá sem eiga pening og hafa reynslu þ.e. hafa verið í þessari vinnu áður.
Vonbrigði fyrir kjósendur
Anna (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 04:35
Sæl Dögg.
Ég virði þig fyrir hreinskilnina.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 05:00
Ég ætla ekki að taka undir með þér varðandi framgang kvenna í þessum kosningum því hann er svo misjafn. Ég hef lengi talið að konur fái allan þann hlutfallslega stuðning sem þær eiga skilið miðað við þátttöku.
Mér kemur á óvart að þú gefir upp greiðslu fyrir "viðtöl" á INN og útvarpi Sögu. Þetta staðfestir betur en áður að þessir "frjálsu og óháðu" miðlar eru fastir í sömu hagsmunatengslum og hinir sem ekki hefur tekist að fela það í gegnum tíðina.
Það er samt engin ástæða til að gefast alveg upp. Þinn tími gæti alveg komið eins og Jóhönnu.
Haukur Nikulásson, 15.3.2009 kl. 08:28
Góðan daginn, þú tilheyrir ekki mínu kjördæmi en ég kunni ágætlelga við þig Dögg
leitt ef starft þitt fyrir fólkið sem og fyrir flokkinn endi nú, sennilgega gerir það aldrei þó
hafðu góðan dag
Jón Snæbjörnsson, 15.3.2009 kl. 08:30
Sæll Haukur. Takk fyrir hvatningu um að láta ekki deigan síga og að nefna Jóhönnu í þeim efnum. En til að "minn tími" geti komið þarf að vera á Alþingi. Miðað við niðurstöðuna verð ég ekki á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og því ekki einu sinni varamaður. Þetta er nú ekki flóknara en það. Bkv. Dögg
Dögg Pálsdóttir, 15.3.2009 kl. 08:32
Gott hjá þér Dögg að birta uppgjörið þitt. Það er varla heimsendir að komast ekki inn á þíng. Þú verður bara að láta gott af þér leiða á öðrum vettvangi.
Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 09:32
Sæl Dögg!
Mín örlög Suðurkjördæmi eru þau sömu og þín í Reykjavík. Þó eru nýir frambjóðendur í efstu 6 sætunum, þ.e.a.s. í 3. og 4. sæti. Líklegast náum við ekki nema 3 þingmönnum þannig að 1/3 af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins verður endurnýjanður. Báðar eru þessar konur mjög frambærilegar og ekkert nema gott um það að segja.
Flokksbundnir sjálfstæðismenn - þ.e.a.s. þeir sem mættu á kjörstað - hafa sagt sína skoðun og við því er ekkert að segja, þar sem um lýðræðislega kosningu var að ræða.
Kjósendur flokksins eru þó ekki allir flokksbundnir og ég er ansi hræddur um að þeir hefðu kosið meiri endurnýjun en þetta.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.3.2009 kl. 09:33
Ég hef ekki frekar en aðrir sem höfnuðu neðar en 12. sæti ekki hugmynd um hvort ég hafnaði í 13. sæti eða 29. sæti. Þessi leynd er afar sérkennileg og alveg ástæðulaus. Allir frambjóðendur hafa lagt mikið á sig, mismikið eðlilega, en þessi tími hefur án efa tekið á hvern og einn frambjóðanda og fjölskyldu hans.
Ljóst er hins vegar að kjörsókn var afleidd, aðeins rúmum þriðjungur af flokksbundnum Sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Hvar eru ca. 11.000 Sjálfstæðismenn í Reykjavík og hvað vilja þeir?
Engin endurnýjun er á listanum. Allir sitjandi þingmenn, tveir varaþingmenn og einn borgarfulltrúi. Þórlindur er reyndar nýr en hann og Erla Ósk eru fulltrúar sama hóps og kynntu sömu hugmyndafræði. Allir fyrir neðan 7. sæti eru ekki með bindandi kosningu.
Stétt með stétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á, virðist ekki beint eiga við nú. Af 12 efstu er einn hagfræðingur, einn hagfræðinemi, fjórir lögfræðingar, einn laganemi, einn stjórnmálafræðingur, einn stærðfræðingur, tveir hjúkrunarfræðingur. Stéttirnar sem þessir 12 eru fulltrúar fyrir eru því afar fáar.
Kolbrún Baldursdóttir, 15.3.2009 kl. 10:46
Þáttakan var afleit, afleidd þýðir allt annað .
Bríet (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 12:24
Jæja Dögg.
Þá er dómurinn fallinn. Fólkið vill þig ekki á þing. Þá er næsta barátta framundan hjá þér.
Ég finn það ekki hjá mér að sjá mikla endurnýjun hjá flokknum er tel mig sáttan við niðurstöðuna.
Bjorn Halldórsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 13:28
Ég hefði viljað sjá þig á listanum. Það er alveg ljóst að eldra fólkið sem ALLTAF mætir á kjörstað er íhaldsamara og hefur greinilega ekki viljað miklar breytingar. Unga fólkið sem hefur haft hvað hæst um að breytingar séu nauðsynlegar skilaði sér ekki á kjörstað og er það miður.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 14:08
Ég er arfareiður yfir því að þú komst ekki áfram Dögg, ég segi það hreint út.
Guðmundur Pálsson, 15.3.2009 kl. 17:26
Ef ég væri í þínu kjördæmi hefðirðu fengið mitt atkvæði í 2 sætið. Semsagt hið efsta sem þú bauðst þig fram í.
En kjósendur vildu sömu andlitin, sama spillingarliðið.
Sorglegt. Sjálfstæðisflokkurinn fær aldrei mitt atkvæði.
Ég er mjög ósáttur með að þú komst ekki ofar á lista. Vægast sagt!!!!
ThoR-E, 15.3.2009 kl. 22:21
Gasalega er ég fegin að vera ekki bendluð við að taka þátt í prófsjöri þessa flokks. Já eða bara hvaða flokks sem er.
Þetta virðist allt svo óendanlega spillt allt saman.
Ingunn Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.