Leita í fréttum mbl.is

Biðleikur forsetans

Forsetinn hefur leikið biðleik í Icesave málinu. Forsetinn segist þurfa að skoða málið áður en hann taki ákvörðun um hvort hann staðfesti lögin eður ei. Forsetinn segist þurfa að horfa til áskorana tugþúsunda Íslendinga og ummæla einstakra þingmanna við atkvæðagreiðsluna í gærkvöldi. Þá segist forsetinn hafa lofað talsmönnum Indefense að ræða við þá áður en hann taki ákvörðun. Fundur forsetans með þeim mun hafa verið ákveðinn 2. janúar nk. Mál munu því ekki skýrast fyrr en fyrstu daga nýs árs.

Það var hinn 2. júní 2004 sem forseti Íslands tilkynnti að hann myndi ekki staðfesta fjölmiðlafrumvarpið svokallaða. Frétt mbl.is um málið er hér. Í yfirlýsingu sem forsetinn birti að þessu tilefni segir m.a.:

8. Að undanförnu hafa verið harðar deilur um þann lagagrundvöll fjölmiðlanna sem mótaður er í frumvarpi sem Alþingi hefur nú afgreitt. Þá hefur og ítrekað verið fullyrt að þetta lagafrumvarp muni hvorki standast stjórnarskrá né alþjóðlega samninga. Réttmæti þeirra fullyrðinga munu dómstólar meta. Mikilvægt er hinsvegar að lagasetning um fjölmiðla styðjist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenn sátt sé um vinnubrögð og niðurstöðu.

9. Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.

10. Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

11. Ég hef því ákveðið í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki lagafrumvarp um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum og vísa því á þann hátt í dóm þjóðarinnar. Samkvæmt stjórnarskránni skal sú þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram „svo fljótt sem kostur er."

12. Í ákvörðun minni felst hvorki gagnrýni á Alþingi né á ríkisstjórn og ekki heldur efnisleg afstaða til laganna sjálfra. Eingöngu sú niðurstaða að farsælast sé fyrir okkur Íslendinga að þjóðin fái tækifæri til að kveða upp sinn dóm. Við búum að stjórnskipan, þar sem forseti Íslands og aðrir kjörnir fulltrúar sækja vald sitt og umboð til hennar. Þjóðin hefur samkvæmt stjórnarskránni síðasta orðið.

Að breyttu breytanda eiga öll þessi atriði jafnt við um Icesave-frumvarpið og fjölmiðlafrumvarpið. Ef forseti Íslands ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur og því fordæmis sem hann skapaði 2004 á hann einvörðungu einn leik í stöðunni. Sá er að beita synjunarvaldi sínu skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar.

 


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband