Leita í fréttum mbl.is

Forseti Íslands á næsta leik

Ríkisstjórnin fullyrti að ef lausn fengist ekki í í Icesave málinu yrðum við einangruð í samfélagi þjóðanna. Margt bendir til að lausn Icesave málsins hafi verið það verð sem við urðum að borga til að mál okkar fengju framgang hjá AGS. Meira að segja Norðurlandaþjóðirnar virðast hafa gert lausn málsins að skilyrði fyrir þeim lánveitingum sem þeir höfðu heitið okkur. Ýmislegt bendir því til að  pólitískt séð hafi engin önnur leið verið fær en að semja um lausn málsins. 

Það var gert. Margir telja að í þeim samningum hafi ekki tekist að lenda hagstæðustu niðurstöðunni fyrir Ísland. Það er óþægileg staða í málinu, sem þjóðin situr uppi með. Meirihluti Alþingis hefur samþykkt frumvarp sem byggir á þessari samningsniðurstöðu. Með því hefur ríkisstjórnin staðið við þær kröfur sem hún segir að hið alþjóðlega samfélag hafi gert.

Er málinu þar með lokið? Nei. Því fer fjarri. Forseti Íslands á næsta leik. Hlýtur sá leikur ekki að verða sá að neita að staðfesta frumvarpið með vísan til 26. gr. stjórnarskrárinnar? Það gerði hann 2004 í fjölmiðlamálinu. Höfðu þá færri Íslendingar en nú skorað á hann að beita synjunarvaldinu.

Það liggur fyrir að nú, líkt og 2004, er almenningur í landinu mjög ósáttur við frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt. Ætli forseti Íslands að vera sjálfum sér samkvæmur hlýtur hann að beita 26. gr. stjórnarskrárinnar gagnvart Icesave frumvarpinu. Með því tryggir hann að þjóðin hefur síðasta orðið um afdrif Icesave málsins í núverandi búningi. 


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Zmago

Ef og hefði?

Ólafur Ragnar Grímsson er ekki þekktur fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér og finnur sér örugglega einhverja tylliástæðu til að hunsa vilja almennings.

Allan sinn feril, jafnt í pólitík sem embætti forseta hefur hann fyrst og síðast gert það sem kemur Ólafi Ragnari og hans vinum og samherjum best. Þannig var það þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið og þannig verður það á morgun þegar hann skrifar undir ICESLAVE.

Zmago, 31.12.2009 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 389902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband